Þakklætisvottur fyrir uppsafnaða hamingju Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 06:45 Ragna, dóttir Helgu Rögnu Pálsdóttur og Helga Eggertssonar í Gróðrarstöðinni í Kjarri, tók við viðurkenningunni fyrir þeirra hönd. Elliði er í miðið og Jónas lengst til hægri. Eitt af fyrstu verkefnum Elliða Vignissonar, nýs bæjarstóra Ölfuss, var að veita bæði lista- og menningarverðlaun og umhverfisverðlaun Ölfuss fyrir árið 2018. Þau fyrrnefndu hlaut tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson fyrir framlag sitt á sviði lista og menningar til sveitarfélagsins. Í rökstuðningi kom fram að hann hafi margoft haldið tónleika eða verið hluti af menningarviðburðum í Þorlákshöfn og sé alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd, hafi hann tök á því. Því var við hæfi að heyra í Jónasi. „Ég er frá Þorlákshöfn, fæddur og uppalinn þar og byrjaði í tónlist í Lúðrasveit Þorlákshafnar,“ útskýrir hann. „Svo gerði ég dálítið stórt heimabyggðarverkefni árið 2012. Þá var ég með Lúðrasveit Þorlákshafnar í að gera plötu. Þar var lag sem var mikið spilað sem heitir Hafið er svart, það var til dæmis tekið upp af mér með Lúðrasveit Þorlákshafnar í kirkjunni í Þorlákshöfn,“ segir Jónas sem kveðst alltaf halda góðum tengslum við sína heimabyggð og hugsa hlýtt til hennar. Nefnir annað dæmi um það. „Ég hef haft það prinsipp að láta ekki nota tónlistina mína í auglýsingar. En svo sýndi sveitarfélagið Ölfus áhuga á að nota lagið mitt Hamingjan er hér í auglýsingu og ég gaf því ótakmarkað leyfi fyrir því lagi. Nú hefur það verið með auglýsingaherferð í tvö ár þar sem þetta lag hefur hljómað. Það virkar svona vel. Ég held að þessi viðurkenning sé þakklætisvottur fyrir uppsafnaða hamingju. Mér þykir mjög vænt um það.“ Umhverfisverðlaun Ölfuss 2018 hlaut Gróðrarstöðin í Kjarri fyrir einstaklega fallegt og snyrtilegt umhverfi. Gróðrarstöðin er í eigu hjónanna Helgu Rögnu Pálsdóttur og Helga Eggertssonar og frá árinu 1981 hafa þau byggt þar upp garðplöntuframleiðslu. Ragna, dóttir Helgu og Helga, tók við verðlaununum fyrir þeirra hönd. Verðlaunagripina gerði Dagný Magnúsdóttir glerlistakona og eigandi kaffihússins/glerlistasmiðjunnar Hendur í Höfn í Þorlákshöfn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Eitt af fyrstu verkefnum Elliða Vignissonar, nýs bæjarstóra Ölfuss, var að veita bæði lista- og menningarverðlaun og umhverfisverðlaun Ölfuss fyrir árið 2018. Þau fyrrnefndu hlaut tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson fyrir framlag sitt á sviði lista og menningar til sveitarfélagsins. Í rökstuðningi kom fram að hann hafi margoft haldið tónleika eða verið hluti af menningarviðburðum í Þorlákshöfn og sé alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd, hafi hann tök á því. Því var við hæfi að heyra í Jónasi. „Ég er frá Þorlákshöfn, fæddur og uppalinn þar og byrjaði í tónlist í Lúðrasveit Þorlákshafnar,“ útskýrir hann. „Svo gerði ég dálítið stórt heimabyggðarverkefni árið 2012. Þá var ég með Lúðrasveit Þorlákshafnar í að gera plötu. Þar var lag sem var mikið spilað sem heitir Hafið er svart, það var til dæmis tekið upp af mér með Lúðrasveit Þorlákshafnar í kirkjunni í Þorlákshöfn,“ segir Jónas sem kveðst alltaf halda góðum tengslum við sína heimabyggð og hugsa hlýtt til hennar. Nefnir annað dæmi um það. „Ég hef haft það prinsipp að láta ekki nota tónlistina mína í auglýsingar. En svo sýndi sveitarfélagið Ölfus áhuga á að nota lagið mitt Hamingjan er hér í auglýsingu og ég gaf því ótakmarkað leyfi fyrir því lagi. Nú hefur það verið með auglýsingaherferð í tvö ár þar sem þetta lag hefur hljómað. Það virkar svona vel. Ég held að þessi viðurkenning sé þakklætisvottur fyrir uppsafnaða hamingju. Mér þykir mjög vænt um það.“ Umhverfisverðlaun Ölfuss 2018 hlaut Gróðrarstöðin í Kjarri fyrir einstaklega fallegt og snyrtilegt umhverfi. Gróðrarstöðin er í eigu hjónanna Helgu Rögnu Pálsdóttur og Helga Eggertssonar og frá árinu 1981 hafa þau byggt þar upp garðplöntuframleiðslu. Ragna, dóttir Helgu og Helga, tók við verðlaununum fyrir þeirra hönd. Verðlaunagripina gerði Dagný Magnúsdóttir glerlistakona og eigandi kaffihússins/glerlistasmiðjunnar Hendur í Höfn í Þorlákshöfn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira