„Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2018 12:00 John Brennan stýrði CIA frá 2013 til 2017. Trump skipti honum út og hefur nú svipt hann öryggisheimild sem fyrrverandi embættismenn hafa yfirleitt haldið til að þeir geti veitt eftirmönnum sínum aðstoð og ráðgjöf. Vísir/Getty Fullyrðingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að ekkert samráð hafi átt sér stað á milli forsetaframboðs hans og útsendarar rússneskra stjórnvalda eru „bull“ að mati Johns Brennan, fyrrverandi forstjóra leyniþjónustunnar CIA. Brennan skrifar harðorða grein í New York Times í tilefni af því að forsetinn svipti hann öryggisheimild sem hefur veitt honum aðgang að ríkisleyndarmálum í gær. Afturköllun heimildarinnar hefur af mörgum verið talin tilraun Trump til að ná sér niðri á Brennan vegna þess að hann hefur verið gagnrýninn á störf og framkomu forsetans. Undir það tekur Brennan í grein sinni. Trump sé orðinn örvæntingafullur í viðleitni sinni til að verja sjálfan sig og þá sem standa honum næst. Því hafi forsetinn ákveðið að svipta hann heimildinni til þess að þagga niður í öðrum sem gætu storkað honum. Brennan rekur hvernig leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa Trump en skaða Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata. Störf leyniþjónustunnar hafi orðið mun erfiðari eftir að Trump hvatti Rússa til þess að hafa uppi á tölvupóstum Hillary Clinton sem höfðu ekki fundist við rannsókn alríkislögreglunnar FBI í júlí árið 2016. „Með því að gefa út slíka yfirlýsingu var herra Trump ekki aðeins að hvetja erlent ríki til þess að safna njósnum um bandarískan borgara heldur einnig að leyfa fylgjendum sínum opinberlega að vinna með helstu andstæðingum okkar á alþjóðasviðinu gegn pólitískum andstæðingi hans,“ skrifar Brennan.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá ákall Trump til rússneskra stjórnvalda um að finna tölvupósta Hillary Clinton í júlí 2016.Spurning hvort samráðið hafi verið glæpsamlegt samsæri Hvatning Trump veki enn fremur spurningar um hvað hann hafi beðið ráðgjafa sína um að gera á bak við tjöldin og hvað þeir hafi gert til að hafa sigur í kosningunum. Brennan segist hafa haft djúpa vitneskju um aðgerðir Rússa í kosningabaráttunni. Síðan þá hafi fjölmiðlar varpað ljósi á afar grunsamleg tengsl bandarískra borgara við rússnesku leyniþjónustuna. „Fullyrðingar herra Trump um að ekkert samráð hafi átt sér stað eru í einu orði sagt bull,“ skrifar Brennan. Stóra spurningin sé hvort að samráðið sem átti sér stað teljist glæpsamlegt samsæri, hvort að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar til þess að hylma yfir slíkt samráð eða samsæri og hversu margir meðlimir Trump-liðsins hafi blekkt yfirvöld með því að þvo og fela peningagreiðslur sem þeir fengu. „Nú er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að sérstaki rannsakandinn, Robert Mueller, og rannsakendateymi hans fái að ljúka störfum sínum án truflana, frá herra Trump eða nokkrum öðrum, þannig að allir Bandaríkjamenn geti fengið svörin sem þeir eiga sannarlega skilin,“ segir Brennan í grein sinni. Hvíta húsið sagði í gær að ástæðan fyrir því að Brennan var sviptur öryggisheimild hafi verið sú að hann hafi hagað sér óútreiknanlega og sett fram ofsafengnar yfirlýsingar. Trump sagði hins vegar við Wall Street Journal að hann hefði ákveðið að svipta hann heimildinni vegna aðkomu Brennan að Rússarannsókninni. Í yfirlýsingu Hvíta hússins í gær kom einnig fram að það væri að skoða að svipta fleiri gagnrýnendur forsetans úr röðum fyrrverandi embættismanna öryggisheimild. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Ryan telur Trump vera að „trolla“ Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segist viss um að Donald Trump, forseti, sé að "trolla“ með því að hóta að afturkalla öryggisheimildir gagnrýnenda sinna. 24. júlí 2018 15:42 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Fullyrðingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að ekkert samráð hafi átt sér stað á milli forsetaframboðs hans og útsendarar rússneskra stjórnvalda eru „bull“ að mati Johns Brennan, fyrrverandi forstjóra leyniþjónustunnar CIA. Brennan skrifar harðorða grein í New York Times í tilefni af því að forsetinn svipti hann öryggisheimild sem hefur veitt honum aðgang að ríkisleyndarmálum í gær. Afturköllun heimildarinnar hefur af mörgum verið talin tilraun Trump til að ná sér niðri á Brennan vegna þess að hann hefur verið gagnrýninn á störf og framkomu forsetans. Undir það tekur Brennan í grein sinni. Trump sé orðinn örvæntingafullur í viðleitni sinni til að verja sjálfan sig og þá sem standa honum næst. Því hafi forsetinn ákveðið að svipta hann heimildinni til þess að þagga niður í öðrum sem gætu storkað honum. Brennan rekur hvernig leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa Trump en skaða Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata. Störf leyniþjónustunnar hafi orðið mun erfiðari eftir að Trump hvatti Rússa til þess að hafa uppi á tölvupóstum Hillary Clinton sem höfðu ekki fundist við rannsókn alríkislögreglunnar FBI í júlí árið 2016. „Með því að gefa út slíka yfirlýsingu var herra Trump ekki aðeins að hvetja erlent ríki til þess að safna njósnum um bandarískan borgara heldur einnig að leyfa fylgjendum sínum opinberlega að vinna með helstu andstæðingum okkar á alþjóðasviðinu gegn pólitískum andstæðingi hans,“ skrifar Brennan.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá ákall Trump til rússneskra stjórnvalda um að finna tölvupósta Hillary Clinton í júlí 2016.Spurning hvort samráðið hafi verið glæpsamlegt samsæri Hvatning Trump veki enn fremur spurningar um hvað hann hafi beðið ráðgjafa sína um að gera á bak við tjöldin og hvað þeir hafi gert til að hafa sigur í kosningunum. Brennan segist hafa haft djúpa vitneskju um aðgerðir Rússa í kosningabaráttunni. Síðan þá hafi fjölmiðlar varpað ljósi á afar grunsamleg tengsl bandarískra borgara við rússnesku leyniþjónustuna. „Fullyrðingar herra Trump um að ekkert samráð hafi átt sér stað eru í einu orði sagt bull,“ skrifar Brennan. Stóra spurningin sé hvort að samráðið sem átti sér stað teljist glæpsamlegt samsæri, hvort að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar til þess að hylma yfir slíkt samráð eða samsæri og hversu margir meðlimir Trump-liðsins hafi blekkt yfirvöld með því að þvo og fela peningagreiðslur sem þeir fengu. „Nú er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að sérstaki rannsakandinn, Robert Mueller, og rannsakendateymi hans fái að ljúka störfum sínum án truflana, frá herra Trump eða nokkrum öðrum, þannig að allir Bandaríkjamenn geti fengið svörin sem þeir eiga sannarlega skilin,“ segir Brennan í grein sinni. Hvíta húsið sagði í gær að ástæðan fyrir því að Brennan var sviptur öryggisheimild hafi verið sú að hann hafi hagað sér óútreiknanlega og sett fram ofsafengnar yfirlýsingar. Trump sagði hins vegar við Wall Street Journal að hann hefði ákveðið að svipta hann heimildinni vegna aðkomu Brennan að Rússarannsókninni. Í yfirlýsingu Hvíta hússins í gær kom einnig fram að það væri að skoða að svipta fleiri gagnrýnendur forsetans úr röðum fyrrverandi embættismanna öryggisheimild.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26 Ryan telur Trump vera að „trolla“ Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segist viss um að Donald Trump, forseti, sé að "trolla“ með því að hóta að afturkalla öryggisheimildir gagnrýnenda sinna. 24. júlí 2018 15:42 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30
Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08
Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Hvíta húsið hafði vísað til framgöngu Johns Brennan á opinberum vettvangi. Trump sagði síðan í viðtali að ástæðan hafi verið aðkoma forstjórans að Rússarannsókninni svonefndu. 16. ágúst 2018 09:26
Ryan telur Trump vera að „trolla“ Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segist viss um að Donald Trump, forseti, sé að "trolla“ með því að hóta að afturkalla öryggisheimildir gagnrýnenda sinna. 24. júlí 2018 15:42