Risavaxið erfðamengi hveitis kortlagt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. ágúst 2018 07:30 Dýpri þekking á erfðamengi hveitis er sögð vera forsenda þess að hægt verði tryggja fæðuöryggi. NORDICPHOTOS/GETTY Alþjóðlegur hópur vísindamanna – skipaður 200 erfða- og líffræðingum frá 73 rannsóknarstofnunum í 20 löndum – hefur lokið 13 ára verkefni sem miðaði að því að kortleggja að fullu erfðamengi hveitis. Áfanginn þykir marka þáttaskil í því langtíma verkefni að tryggja hnattrænt fæðuöryggi en hveiti tekur til eins fimmta af öllum hitaeiningum sem mannkyn neytir á ári. Niðurstöðurnar voru birtar í gærkvöldi í vísindaritinu Science. Í niðurstöðunum er að finna upplýsingar sem lýsa af mikilli nákvæmni um 94 prósentum af erfðamengi hveititegundarinnar Triticum aesticum L. Upplýsingarnar munu nýtast í ræktun annarra tegunda hveitis, en þær eru birtar með þeim hætti að mögulegt er að staðsetja vissar táknraðir í erfðamenginu. Þetta þýðir að ræktendur hveitis munu nú eiga auðveldara með að hámarka uppskeru sína með því að eiga við erfðaefni plöntunnar.Tölulegar staðreyndir um hveiti.„Gert er ráð fyrir því að árið 2050 muni heimurinn þurfa 60 prósent meira hveiti en er framleitt nú til að mæta eftirspurn,“ segir Cristobal Uauy, verkefnastjóri hjá John Innes-miðstöðinni á Bretlandi og sérfræðingur í erfðafræði nytjaplantna. „Við höfum aldrei verið í betri aðstöðu en núna að auka uppskeru, til að rækta plöntur með hærra næringargildi og að búa til tegundir sem munu þola áhrif loftslagsbreytinga betur. „Þökk sé niðurstöðunum sem við birtum nú ásamt kollegum okkar ytra höfum við aldrei verið í betri aðstöðu en nú til að auka uppskeru, til að rækta plöntur sem hafa hærra næringargildi og til að búa til ný afbrigði sem þola áhrif loftslagsbreytinga betur.“ Uppskera hveitis hefur dregist saman víða um heim sökum breytinga á veðurfari, sjúkdóma og ágangs skordýra. Þetta er þróun sem á sér stað á sama tíma og mannfólki fjölgar hratt. Alþjóðlegu samtökin um raðgreiningu hveitis (IWAC), sem stutt hafa verkefnið undanfarin ár, segja dýpri þekkingu á erfðaefni hveitis nauðsynlega til að forðast matarskort í framtíðinni. Lengi vel var það talið ómögulegt að raðgreina erfðamengi hveitis, þá fyrst og fremst sökum þess hversu risavaxið og flókið það er. Það er fimm sinnum stærra en erfðamengi mannsins. Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Sjá meira
Alþjóðlegur hópur vísindamanna – skipaður 200 erfða- og líffræðingum frá 73 rannsóknarstofnunum í 20 löndum – hefur lokið 13 ára verkefni sem miðaði að því að kortleggja að fullu erfðamengi hveitis. Áfanginn þykir marka þáttaskil í því langtíma verkefni að tryggja hnattrænt fæðuöryggi en hveiti tekur til eins fimmta af öllum hitaeiningum sem mannkyn neytir á ári. Niðurstöðurnar voru birtar í gærkvöldi í vísindaritinu Science. Í niðurstöðunum er að finna upplýsingar sem lýsa af mikilli nákvæmni um 94 prósentum af erfðamengi hveititegundarinnar Triticum aesticum L. Upplýsingarnar munu nýtast í ræktun annarra tegunda hveitis, en þær eru birtar með þeim hætti að mögulegt er að staðsetja vissar táknraðir í erfðamenginu. Þetta þýðir að ræktendur hveitis munu nú eiga auðveldara með að hámarka uppskeru sína með því að eiga við erfðaefni plöntunnar.Tölulegar staðreyndir um hveiti.„Gert er ráð fyrir því að árið 2050 muni heimurinn þurfa 60 prósent meira hveiti en er framleitt nú til að mæta eftirspurn,“ segir Cristobal Uauy, verkefnastjóri hjá John Innes-miðstöðinni á Bretlandi og sérfræðingur í erfðafræði nytjaplantna. „Við höfum aldrei verið í betri aðstöðu en núna að auka uppskeru, til að rækta plöntur með hærra næringargildi og að búa til tegundir sem munu þola áhrif loftslagsbreytinga betur. „Þökk sé niðurstöðunum sem við birtum nú ásamt kollegum okkar ytra höfum við aldrei verið í betri aðstöðu en nú til að auka uppskeru, til að rækta plöntur sem hafa hærra næringargildi og til að búa til ný afbrigði sem þola áhrif loftslagsbreytinga betur.“ Uppskera hveitis hefur dregist saman víða um heim sökum breytinga á veðurfari, sjúkdóma og ágangs skordýra. Þetta er þróun sem á sér stað á sama tíma og mannfólki fjölgar hratt. Alþjóðlegu samtökin um raðgreiningu hveitis (IWAC), sem stutt hafa verkefnið undanfarin ár, segja dýpri þekkingu á erfðaefni hveitis nauðsynlega til að forðast matarskort í framtíðinni. Lengi vel var það talið ómögulegt að raðgreina erfðamengi hveitis, þá fyrst og fremst sökum þess hversu risavaxið og flókið það er. Það er fimm sinnum stærra en erfðamengi mannsins.
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Sjá meira