Björguðu andarnefju úr Engey Lovísa Arnardóttir skrifar 17. ágúst 2018 06:00 Andarnefjan sem var ofar í fjörunni lifði ekki strandið af en hinn hvalurinn náðist lifandi á flot. Fréttablaðið/Eyþór Andarnefja sem lifði af strand við Engey komst á flot á níunda tímanum í gærkvöld og synti þá við Reykjavíkurhöfn í fylgd björgunarsveitarmanna. „Við erum búin að koma öðru dýrinu út og það er byrjað að synda. Það er einn á sæþotu og annar á bát að fylgja því áleiðis að koma sér út,“ sagði Sverrir Tryggvason, starfsmaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Special Tours, í samtali við frettabladid.is, vef Fréttablaðsins, eftir að andarnefjan náðist á flot á kvöldflóðinu. „Dýrið er mjög laskað og mjög veikburða. Það er hálfgert kraftaverk að við höfum náð því á flot lifandi,“ bætti Sverrir við. „En nú verður að fylgja því eftir og koma því út á dýpra svæði. Hún reynir þá vonandi að finna hópinn sinn. Við vonum það besta.“ Sverrir sagði að andarnefjunni yrði fylgt fram í myrkur. Eftir það yrði lítið meira hægt að gera. Hin andarnefjan drapst er reynt var að snúa henni við, skömmu áður en sjór flæddi að dýrinu. „Við vorum að reyna að snúa henni við og það gæti verið að hún hafi ekki þolað það. Hún hafði hreyft sig svo mikið. Hún lá á hliðinni og við vorum að reyna að koma henni á réttan kjöl. Hún var líka búin að missa mikið af blóði og kramdist eflaust undan eigin þunga,“ sagði Sverrir þegar ljóst var að hvalurinn væri dauður. Mikið lið björgunarfólks tók þátt í að reyna að halda lífi í hvölunum, bæði frá hvalaskoðunarfyrirtækjum og frá björgunarsveitinni Ársæli. Sjódælur frá Faxaflóahöfn voru fluttar út í Engey. Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur sagði andarnefjurnar í eins góðum höndum og hægt væri að búast við miðað við aðstæður. Báðir hvalirnir hafi verið kvendýr. Edda sagði þær hafa gengið í gegnum mikið streitutímabil við strandið. Dýrunum hafi verið haldið blautum og reynt hafi verið að koma öndun þeirra í lag. Reynt yrði að aðstoða þá sem lifði til að komast eins langt út og hægt væri. Að sögn Eddu voru aðstæður svipaðar því sem var fyrr í vikunni er grindhvalatorfa var strand í Kolgrafafirði. Líklega hafi hvalirnir í báðum tilfellum villst í matarleit. Báðar tegundirnar séu djúpsjávarhvalir sem koma nærri landi þegar smokkfiskurinn fer upp að landi eða ef þeir eru að forða sér undan hættu eða hljóðmengun. Edda taldi þó líklegt að andarnefjurnar hefðu villst í ætisleit. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Andarnefja sem lifði af strand við Engey komst á flot á níunda tímanum í gærkvöld og synti þá við Reykjavíkurhöfn í fylgd björgunarsveitarmanna. „Við erum búin að koma öðru dýrinu út og það er byrjað að synda. Það er einn á sæþotu og annar á bát að fylgja því áleiðis að koma sér út,“ sagði Sverrir Tryggvason, starfsmaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Special Tours, í samtali við frettabladid.is, vef Fréttablaðsins, eftir að andarnefjan náðist á flot á kvöldflóðinu. „Dýrið er mjög laskað og mjög veikburða. Það er hálfgert kraftaverk að við höfum náð því á flot lifandi,“ bætti Sverrir við. „En nú verður að fylgja því eftir og koma því út á dýpra svæði. Hún reynir þá vonandi að finna hópinn sinn. Við vonum það besta.“ Sverrir sagði að andarnefjunni yrði fylgt fram í myrkur. Eftir það yrði lítið meira hægt að gera. Hin andarnefjan drapst er reynt var að snúa henni við, skömmu áður en sjór flæddi að dýrinu. „Við vorum að reyna að snúa henni við og það gæti verið að hún hafi ekki þolað það. Hún hafði hreyft sig svo mikið. Hún lá á hliðinni og við vorum að reyna að koma henni á réttan kjöl. Hún var líka búin að missa mikið af blóði og kramdist eflaust undan eigin þunga,“ sagði Sverrir þegar ljóst var að hvalurinn væri dauður. Mikið lið björgunarfólks tók þátt í að reyna að halda lífi í hvölunum, bæði frá hvalaskoðunarfyrirtækjum og frá björgunarsveitinni Ársæli. Sjódælur frá Faxaflóahöfn voru fluttar út í Engey. Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur sagði andarnefjurnar í eins góðum höndum og hægt væri að búast við miðað við aðstæður. Báðir hvalirnir hafi verið kvendýr. Edda sagði þær hafa gengið í gegnum mikið streitutímabil við strandið. Dýrunum hafi verið haldið blautum og reynt hafi verið að koma öndun þeirra í lag. Reynt yrði að aðstoða þá sem lifði til að komast eins langt út og hægt væri. Að sögn Eddu voru aðstæður svipaðar því sem var fyrr í vikunni er grindhvalatorfa var strand í Kolgrafafirði. Líklega hafi hvalirnir í báðum tilfellum villst í matarleit. Báðar tegundirnar séu djúpsjávarhvalir sem koma nærri landi þegar smokkfiskurinn fer upp að landi eða ef þeir eru að forða sér undan hættu eða hljóðmengun. Edda taldi þó líklegt að andarnefjurnar hefðu villst í ætisleit.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira