Harka leysir af samráð í pólitík Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. ágúst 2018 08:00 Minnihlutinn í borgarstjórn hefur beitt sér af hörku þann stutta tíma sem liðinn er af kjörtímabilinu. Fréttablaðið/Ernir „Það er svona aukin sundrung sem hefur verið að færast í stjórnmál á Vesturlöndum á liðnum árum og þessari auknu sundrungu hefur fylgt aukin harka í hinni pólitísku umræðu frá því sem verið hafði til skamms tíma,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um þá stemningu sem ríkt hefur í borgarstjórn frá kosningum. Á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá því að ný borgarstjórn tók til starfa hefur verið heldur stormasamara í ráðhúsinu en borgarbúar hafa átt að venjast á undanförnum árum. Eiríkur segir mögulegar skýringar að finna annars vegar í almennri þróun stjórnmála á Vesturlöndum og hins vegar megi einnig finna séríslenskar skýringar. „Í þeim stéttastjórnmálum sem voru framan af tuttugustu öldinni var oft gríðarleg harka í pólitíkinni og þá var líka gríðarleg harka í pólitík á Íslandi. Svo gerist það svona á síðustu áratugum að það fer að verða meira samráð víða í stjórnmálum og þessi ofboðslegu átök sem verið höfðu fara minnkandi og það gerist líka hér á Íslandi. Síðan færist þessi harka af stað á nýjan leik.“ Eiríkur leggur áherslu á að þegar við tölum um aukna hörku núna, megi ekki skilja það sem svo að slíkt hafi ekki sést áður. „Við erum hins vegar að koma úr löngu tímabili minni átaka.“ Um hinar íslensku aðstæður segir Eiríkur að pólitíkin í borgarstjórnum undanfarinna kjörtímabila hafi gengið meira út á samráð minnihluta og meirihluta. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í minnihluta lögðu margir hverjir upp með það að reyna að koma sínum málum í gegn með samráði við meirihlutann frekar en að vera í stöðugum átökum sem felur þá í sér að koma færri málum í gegn,“ segir Eiríkur og segir þetta hafa verið meðvitaða pólitík hinna frjálslyndari borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og mörgu leyti áhrifaríka í því að koma málum í gegn en síður áhrifaríka í því að sýna fram á eða skerpa á einhvers konar sérstöðu andstöðunnar fyrir kosningar. „Svo gerist það að þessari stjórnarandstöðu er hafnað af Sjálfstæðisflokknum fyrir síðustu kosningar og það er stillt upp annars konar liði sem greinilega hefur hafnað þessari aðferð og hefur farið miklu nær þeirri aðferð í stjórnarandstöðu sem til dæmis Davíð Oddsson lýsti, það er að segja að fara í öll mál og gera allt tortryggilegt. Og það er sú breyting sem við erum að verða vitni að núna í borgarstjórn,“ segir Eiríkur.adalheidur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir svar úr kosningaprófi RÚV ekki stangast á við afstöðu sína í málefnum heimilislausra Eyþór Arnalds sagðist ósammála því að borgin ætti að leggja aukna áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis í kosningaprófi RÚV. Hann hefur nú gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. 1. ágúst 2018 15:24 Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Vísar ávirðingum minnihlutans og Ragnars Þórs til föðurhúsanna Heiða Björg Hilmarsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, svarar ávirðingum minnihlutans. 4. ágúst 2018 22:22 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
„Það er svona aukin sundrung sem hefur verið að færast í stjórnmál á Vesturlöndum á liðnum árum og þessari auknu sundrungu hefur fylgt aukin harka í hinni pólitísku umræðu frá því sem verið hafði til skamms tíma,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um þá stemningu sem ríkt hefur í borgarstjórn frá kosningum. Á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá því að ný borgarstjórn tók til starfa hefur verið heldur stormasamara í ráðhúsinu en borgarbúar hafa átt að venjast á undanförnum árum. Eiríkur segir mögulegar skýringar að finna annars vegar í almennri þróun stjórnmála á Vesturlöndum og hins vegar megi einnig finna séríslenskar skýringar. „Í þeim stéttastjórnmálum sem voru framan af tuttugustu öldinni var oft gríðarleg harka í pólitíkinni og þá var líka gríðarleg harka í pólitík á Íslandi. Svo gerist það svona á síðustu áratugum að það fer að verða meira samráð víða í stjórnmálum og þessi ofboðslegu átök sem verið höfðu fara minnkandi og það gerist líka hér á Íslandi. Síðan færist þessi harka af stað á nýjan leik.“ Eiríkur leggur áherslu á að þegar við tölum um aukna hörku núna, megi ekki skilja það sem svo að slíkt hafi ekki sést áður. „Við erum hins vegar að koma úr löngu tímabili minni átaka.“ Um hinar íslensku aðstæður segir Eiríkur að pólitíkin í borgarstjórnum undanfarinna kjörtímabila hafi gengið meira út á samráð minnihluta og meirihluta. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í minnihluta lögðu margir hverjir upp með það að reyna að koma sínum málum í gegn með samráði við meirihlutann frekar en að vera í stöðugum átökum sem felur þá í sér að koma færri málum í gegn,“ segir Eiríkur og segir þetta hafa verið meðvitaða pólitík hinna frjálslyndari borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og mörgu leyti áhrifaríka í því að koma málum í gegn en síður áhrifaríka í því að sýna fram á eða skerpa á einhvers konar sérstöðu andstöðunnar fyrir kosningar. „Svo gerist það að þessari stjórnarandstöðu er hafnað af Sjálfstæðisflokknum fyrir síðustu kosningar og það er stillt upp annars konar liði sem greinilega hefur hafnað þessari aðferð og hefur farið miklu nær þeirri aðferð í stjórnarandstöðu sem til dæmis Davíð Oddsson lýsti, það er að segja að fara í öll mál og gera allt tortryggilegt. Og það er sú breyting sem við erum að verða vitni að núna í borgarstjórn,“ segir Eiríkur.adalheidur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir svar úr kosningaprófi RÚV ekki stangast á við afstöðu sína í málefnum heimilislausra Eyþór Arnalds sagðist ósammála því að borgin ætti að leggja aukna áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis í kosningaprófi RÚV. Hann hefur nú gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. 1. ágúst 2018 15:24 Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Vísar ávirðingum minnihlutans og Ragnars Þórs til föðurhúsanna Heiða Björg Hilmarsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, svarar ávirðingum minnihlutans. 4. ágúst 2018 22:22 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Segir svar úr kosningaprófi RÚV ekki stangast á við afstöðu sína í málefnum heimilislausra Eyþór Arnalds sagðist ósammála því að borgin ætti að leggja aukna áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis í kosningaprófi RÚV. Hann hefur nú gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. 1. ágúst 2018 15:24
Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30
Vísar ávirðingum minnihlutans og Ragnars Þórs til föðurhúsanna Heiða Björg Hilmarsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, svarar ávirðingum minnihlutans. 4. ágúst 2018 22:22
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“