Pálmi Rafn: Mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. ágúst 2018 18:45 Pálmi Rafn átti fínan leik á Akureyri í dag. vísir/bára KR fór norður til Akureyrar í dag og vann mikilvægan en nauman sigur á KA og styrkti þar með stöðu sína í 4.sæti Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var vægast sagt bragðdaufur en Pálmi Rafn Pálmason var besti leikmaður vallarins og lagði meðal annars upp eina mark leiksins. Hann segist ekki hafa verið farinn að örvænta þó erfiðlega hafi gengið að brjóta þéttan varnarmúr KA á bak aftur. „1-0 er kannski tæpt en mér fannst við stjórna leiknum meira og minna í 90 mínútur og mér fannst þetta verðskuldað. Auðvitað sækja þeir í endann og fá hornspyrnur og aukaspyrnur en mér fannst þetta fyllilega verðskuldað,“ segir Pálmi. „Það var ekkert farið að fara um mig. Mér fannst við skapa færi í fyrri hálfleik og við áttum að skora. Í seinni hálfleik náum við spilinu okkar betur í gang en sköpum okkur kannski ekki nein dauðafæri. Það er nóg að skora eitt mark á meðan hinir skora ekki neitt og það var það sem við gerðum.“ ,,Mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti"Í ljósi þess að Breiðablik og Stjarnan eru á leið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins mun 4.sæti Pepsi-deildarinnar að öllum líkindum þýða sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. Pálmi Rafn segir þá staðreynd veita KR-ingum aukinn kraft fyrir lokatörn Pepsi-deildarinnar. „Algjörlega. Það er hrikalega mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti. Við viljum að sjálfsögðu ná þessu Evrópusæti aftur og það er alltaf markmiðið hjá KR. Við ætlum að berjast fyrir því eins og við getum,“ segir Pálmi. Pálmi Rafn lék með KA við góðan orðstír fyrir rúmum áratug síðan en hann segir þó engar blendnar tilfinningar hafa bærst innra með honum í leiknum í dag. „Nei, nei, ekkert þannig. Það er orðið langt síðan ég spilaði fyrir KA en mér þykir mjög vænt um klúbbinn og fólkið hérna. Þetta er yndislegur staður og yndislegt að koma hingað. Auðvitað er öðruvísi að spila á móti KA heldur en öðrum liðum. Þetta er svolítið eins og að spila á móti Völsung. Mér þykir vænt um félagið og vona að þeim vegni vel, en ekki gegn okkur,“ sagði Pálmi að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
KR fór norður til Akureyrar í dag og vann mikilvægan en nauman sigur á KA og styrkti þar með stöðu sína í 4.sæti Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var vægast sagt bragðdaufur en Pálmi Rafn Pálmason var besti leikmaður vallarins og lagði meðal annars upp eina mark leiksins. Hann segist ekki hafa verið farinn að örvænta þó erfiðlega hafi gengið að brjóta þéttan varnarmúr KA á bak aftur. „1-0 er kannski tæpt en mér fannst við stjórna leiknum meira og minna í 90 mínútur og mér fannst þetta verðskuldað. Auðvitað sækja þeir í endann og fá hornspyrnur og aukaspyrnur en mér fannst þetta fyllilega verðskuldað,“ segir Pálmi. „Það var ekkert farið að fara um mig. Mér fannst við skapa færi í fyrri hálfleik og við áttum að skora. Í seinni hálfleik náum við spilinu okkar betur í gang en sköpum okkur kannski ekki nein dauðafæri. Það er nóg að skora eitt mark á meðan hinir skora ekki neitt og það var það sem við gerðum.“ ,,Mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti"Í ljósi þess að Breiðablik og Stjarnan eru á leið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins mun 4.sæti Pepsi-deildarinnar að öllum líkindum þýða sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. Pálmi Rafn segir þá staðreynd veita KR-ingum aukinn kraft fyrir lokatörn Pepsi-deildarinnar. „Algjörlega. Það er hrikalega mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti. Við viljum að sjálfsögðu ná þessu Evrópusæti aftur og það er alltaf markmiðið hjá KR. Við ætlum að berjast fyrir því eins og við getum,“ segir Pálmi. Pálmi Rafn lék með KA við góðan orðstír fyrir rúmum áratug síðan en hann segir þó engar blendnar tilfinningar hafa bærst innra með honum í leiknum í dag. „Nei, nei, ekkert þannig. Það er orðið langt síðan ég spilaði fyrir KA en mér þykir mjög vænt um klúbbinn og fólkið hérna. Þetta er yndislegur staður og yndislegt að koma hingað. Auðvitað er öðruvísi að spila á móti KA heldur en öðrum liðum. Þetta er svolítið eins og að spila á móti Völsung. Mér þykir vænt um félagið og vona að þeim vegni vel, en ekki gegn okkur,“ sagði Pálmi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira