Óli Stefán: Þoli ekki að fljóta bara með Smári Jökull Jónsson skrifar 19. ágúst 2018 20:26 Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur. Vísir/Andri Marínó „Ég er bara hundfúll að hafa ekki tekið þrjú stig. Við lögðum mikla vinnu í vikunni í undirbúning fyrir leik gegn frábæru Stjörnuliði. Við skilum vikunni inn í leikinn með góðri frammistöðu, erum að skapa okkur fullt af færum og góðum stöðum til að skora fjögur mörk í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir dramatískt jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli í dag. „Við fórum ekki vel með færin en úr því sem komið var, við að elta og lítið eftir, þá er geggjaður karakter að jafna og ná í vel verðskuldað stig,“ bætti Óli við. Grindvíkingar voru í frábærri stöðu til að komast yfir hálfri mínútu áður en Stjarnan skoraði sitt annað mark á 86.mínútu en Rene Joensen fór þá illa með góða sókn þar sem heimamenn voru þrír gegn tveimur. Þjálfarar Grindavíkur voru ekkert að fela gremju sína eftir það atvik. „Ég viðurkenni það að ég varð brjálaður. Auðvitað gerist svona í fótboltaleikjum og menn mega auðvitað gera mistök en við verðum að nýta þessi tækifæri vel gegn þessum toppliðum.“ „Einbeitingin þarf að vera 100% og ef að það hefði verið, þetta var vissulega seint í leiknum og menn orðnir þreyttir, en ef hann hefði gefið sekúndu fyrr þá hefði Will farið einn gegn markmanni og hugsanlega skorað sigurmark. Við fáum mark á okkur í staðinn sem gerir tilfinninguna enn súrari,“ sagði Óli Stefán. Grindvíkingar eru með í baráttu um hið mikilvæga 4.sæti og sagði Óli Stefán að þeir þyrftu að horfa á liðin fyrir ofan sig og stefna þangað. „Ég spurði strákana eftir Valsleikinn: Trúið þið að við séum nógu góðir til að vera í topp sex baráttu og Evrópubardaga? Þessari spurningu þurftu þeir að svara með frábærum æfingum og frammistöðu í dag. Þeir svöruðu spurningunni frábærlega og það var aðalmálið eftir Valsleikinn.“ „Ég þoli ekki að fljóta bara með í deildinni mig langar að gera eitthvað meira og nú þurfum við bara að horfa upp fyrir okkur og á tækifærin þar. Það er miklu skemmtilegri barátta og okkar strákar þurfa að taka þroskaskrefið og með frammistöðunni í dag kom svarið sterkt frá þeim. Frammistaðan þarf svo að skila sér í næstu leiki líka,“ sagði Óli Stefán að endingu. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 2-2 │Tvö mörk í lokin í dramatísku jafntefli Grindavík og Stjarnan skildu jöfn í dramatískum leik í 17.umferð Pepsi-deildarinnar í Grindavík í kvöld. Stjarnan komst yfir á 86.mínútu en varamaðurinn Will Daniels jafnaði á lokamínútu leiksins og tryggði heimamönnum stigið. 19. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
„Ég er bara hundfúll að hafa ekki tekið þrjú stig. Við lögðum mikla vinnu í vikunni í undirbúning fyrir leik gegn frábæru Stjörnuliði. Við skilum vikunni inn í leikinn með góðri frammistöðu, erum að skapa okkur fullt af færum og góðum stöðum til að skora fjögur mörk í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir dramatískt jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli í dag. „Við fórum ekki vel með færin en úr því sem komið var, við að elta og lítið eftir, þá er geggjaður karakter að jafna og ná í vel verðskuldað stig,“ bætti Óli við. Grindvíkingar voru í frábærri stöðu til að komast yfir hálfri mínútu áður en Stjarnan skoraði sitt annað mark á 86.mínútu en Rene Joensen fór þá illa með góða sókn þar sem heimamenn voru þrír gegn tveimur. Þjálfarar Grindavíkur voru ekkert að fela gremju sína eftir það atvik. „Ég viðurkenni það að ég varð brjálaður. Auðvitað gerist svona í fótboltaleikjum og menn mega auðvitað gera mistök en við verðum að nýta þessi tækifæri vel gegn þessum toppliðum.“ „Einbeitingin þarf að vera 100% og ef að það hefði verið, þetta var vissulega seint í leiknum og menn orðnir þreyttir, en ef hann hefði gefið sekúndu fyrr þá hefði Will farið einn gegn markmanni og hugsanlega skorað sigurmark. Við fáum mark á okkur í staðinn sem gerir tilfinninguna enn súrari,“ sagði Óli Stefán. Grindvíkingar eru með í baráttu um hið mikilvæga 4.sæti og sagði Óli Stefán að þeir þyrftu að horfa á liðin fyrir ofan sig og stefna þangað. „Ég spurði strákana eftir Valsleikinn: Trúið þið að við séum nógu góðir til að vera í topp sex baráttu og Evrópubardaga? Þessari spurningu þurftu þeir að svara með frábærum æfingum og frammistöðu í dag. Þeir svöruðu spurningunni frábærlega og það var aðalmálið eftir Valsleikinn.“ „Ég þoli ekki að fljóta bara með í deildinni mig langar að gera eitthvað meira og nú þurfum við bara að horfa upp fyrir okkur og á tækifærin þar. Það er miklu skemmtilegri barátta og okkar strákar þurfa að taka þroskaskrefið og með frammistöðunni í dag kom svarið sterkt frá þeim. Frammistaðan þarf svo að skila sér í næstu leiki líka,“ sagði Óli Stefán að endingu.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 2-2 │Tvö mörk í lokin í dramatísku jafntefli Grindavík og Stjarnan skildu jöfn í dramatískum leik í 17.umferð Pepsi-deildarinnar í Grindavík í kvöld. Stjarnan komst yfir á 86.mínútu en varamaðurinn Will Daniels jafnaði á lokamínútu leiksins og tryggði heimamönnum stigið. 19. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 2-2 │Tvö mörk í lokin í dramatísku jafntefli Grindavík og Stjarnan skildu jöfn í dramatískum leik í 17.umferð Pepsi-deildarinnar í Grindavík í kvöld. Stjarnan komst yfir á 86.mínútu en varamaðurinn Will Daniels jafnaði á lokamínútu leiksins og tryggði heimamönnum stigið. 19. ágúst 2018 21:00