Ofbeldi í nánu sambandi oftar tilkynnt Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. ágúst 2018 06:00 Neyðarmóttaka fyrir þolendur nauðgana er staðsett á Landspítalanum í Fossvogi og er opin allan sólarhringinn, allan ársins hring. Vísir/heiða Það sem af er ári hafa 103 leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Metfjöldi leitaði þangað í fyrra, 187 einstaklingar. Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri á neyðarmóttökunni, segir ekki stefna í að það met verði slegið í ár. „Það leituðu mjög fáir til okkar í júní. Við töldum að umræðan væri að skila sér í þessari fækkun en það hefur aukist töluvert upp á síðkastið,“ segir Hrönn. Að sögn Hrannar er mynstrið nú svipað og á síðasta ári, meðal annars þegar kemur að aldri þolenda kynferðisofbeldis. Þó hefur þeim fjölgað sem leita til neyðarmóttökunnar vegna ofbeldis í nánu sambandi. „Við erum ánægð með þá þróun að þessi hópur sé farinn að leita til okkar. Ég þakka það þeirri umræðu að það sé eitthvað til sem heitir kynferðisofbeldi innan náins sambands.“ Hrönn bendir á að flestir sem verði fyrir heimilisofbeldi lýsi líka kynferðisofbeldi í sambandi. Í tengslum við verslunarmannahelgina hefst jafnan umræða um kynferðisofbeldi. Hrönn segir kynferðisbrot hafi verið fleiri um þessa helgi á árum áður. „Það er mjög mikilvægt að þeir sem halda útihátíðir gefi skýr skilaboð um að þetta sé fordæmt. Kynferðisbrotum um verslunarmannahelgina hefur fækkað meðal annars vegna bættrar gæslu og eftirlits.“ Þá skipti forvarnarstarf miklu. Mikil umræða hafa verið í aðdraganda Þjóðhátíðar í Eyjum 2016. Þá hafi aðeins verið tilkynnt um eitt kynferðisbrot. Í fyrra hafi umræðan verið minni og tilvikin verið fjögur. Hrönn minnir á að neyðarmóttakan sé opin allan sólarhringinn á bráðadeild Landspítalans og segir að þar sé vel tekið á móti fólki. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Ný og stærri Neyðarmóttaka kynferðisofbeldis Verið er að mæta mikilli fjölgun mála og er móttakan hönnuð sérstaklega með þarfir brotaþola í huga. 10. janúar 2018 21:00 Fáir þolendur notfæra sér fría sálfræðiaðstoð Tveir þriðju þeirra sem leita til Neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana þiggja ekki ókeypis sálfræðiaðstoð sem í boði er. Lítill hluti klárar meðferð með útskrift í samráði við sérfræðing. 6. mars 2017 06:00 Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg, segir Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor. 5. janúar 2018 15:15 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Það sem af er ári hafa 103 leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Metfjöldi leitaði þangað í fyrra, 187 einstaklingar. Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri á neyðarmóttökunni, segir ekki stefna í að það met verði slegið í ár. „Það leituðu mjög fáir til okkar í júní. Við töldum að umræðan væri að skila sér í þessari fækkun en það hefur aukist töluvert upp á síðkastið,“ segir Hrönn. Að sögn Hrannar er mynstrið nú svipað og á síðasta ári, meðal annars þegar kemur að aldri þolenda kynferðisofbeldis. Þó hefur þeim fjölgað sem leita til neyðarmóttökunnar vegna ofbeldis í nánu sambandi. „Við erum ánægð með þá þróun að þessi hópur sé farinn að leita til okkar. Ég þakka það þeirri umræðu að það sé eitthvað til sem heitir kynferðisofbeldi innan náins sambands.“ Hrönn bendir á að flestir sem verði fyrir heimilisofbeldi lýsi líka kynferðisofbeldi í sambandi. Í tengslum við verslunarmannahelgina hefst jafnan umræða um kynferðisofbeldi. Hrönn segir kynferðisbrot hafi verið fleiri um þessa helgi á árum áður. „Það er mjög mikilvægt að þeir sem halda útihátíðir gefi skýr skilaboð um að þetta sé fordæmt. Kynferðisbrotum um verslunarmannahelgina hefur fækkað meðal annars vegna bættrar gæslu og eftirlits.“ Þá skipti forvarnarstarf miklu. Mikil umræða hafa verið í aðdraganda Þjóðhátíðar í Eyjum 2016. Þá hafi aðeins verið tilkynnt um eitt kynferðisbrot. Í fyrra hafi umræðan verið minni og tilvikin verið fjögur. Hrönn minnir á að neyðarmóttakan sé opin allan sólarhringinn á bráðadeild Landspítalans og segir að þar sé vel tekið á móti fólki.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Ný og stærri Neyðarmóttaka kynferðisofbeldis Verið er að mæta mikilli fjölgun mála og er móttakan hönnuð sérstaklega með þarfir brotaþola í huga. 10. janúar 2018 21:00 Fáir þolendur notfæra sér fría sálfræðiaðstoð Tveir þriðju þeirra sem leita til Neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana þiggja ekki ókeypis sálfræðiaðstoð sem í boði er. Lítill hluti klárar meðferð með útskrift í samráði við sérfræðing. 6. mars 2017 06:00 Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg, segir Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor. 5. janúar 2018 15:15 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Ný og stærri Neyðarmóttaka kynferðisofbeldis Verið er að mæta mikilli fjölgun mála og er móttakan hönnuð sérstaklega með þarfir brotaþola í huga. 10. janúar 2018 21:00
Fáir þolendur notfæra sér fría sálfræðiaðstoð Tveir þriðju þeirra sem leita til Neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana þiggja ekki ókeypis sálfræðiaðstoð sem í boði er. Lítill hluti klárar meðferð með útskrift í samráði við sérfræðing. 6. mars 2017 06:00
Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg, segir Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor. 5. janúar 2018 15:15