Erum með mæðgnaspuna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 06:00 Mæðgurnar Jóní Jónsdóttir og Sigurlína Jóhannsdóttir innan um listaverkin í Mosfellsbænum. Fréttablaðið/Þórsteinn „Ég er að opna einkasýningu en hún er til heiðurs mömmu og hún hefur unnið hana með mér. Mamma er minn fyrsti áhrifavaldur og hefur kennt mér svo margt sem ég hef notað í listinni,“ segir Jóní Jónsdóttir myndlistarmaður. Sýningin nefnist Frá móður til dóttur – frá dóttur til móður og verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar að Þverholti 2 á morgun, 3. ágúst. Þar getur að líta teikningar og málverk, líka vefnað og önnur textílverk. „Um það leyti sem ég fæddist tók mamma námskeið í teikningu og málun og svo hafa alltaf fylgt henni og formæðrum hennar miklar hannyrðir,“ segir Jóní og heldur áfram. „Við erum með tilvísun í ömmu hennar, sem hét Sigurlína eins og hún, hún lét mömmu og systur hennar snúa saman band þannig að það líktist köðlum og vinna fleira í höndunum, meðan hún prjónaði á prjónavél. Við mamma bjuggum til snúrur og ófum úr þeim. Einnig erum við með mæðgnaspuna, enda vann mamma á spunavélum í gamla daga, bæði í Gefjun og á Álafossi. Við notum meira að segja garn sem henni áskotnaðist þar og er á stórum keilum.“ Jóní var einn af stofnendum Gjörningaklúbbsins og hefur síðustu 22 ár unnið við flesta miðla á sviði myndlistar. „Ég er viss um að ef mamma hefði farið sömu braut og ég og í alla þessa listaskóla hefði hún náð miklu lengra en ég. Hún er svo flink. Svo er hún músíkölsk, er með 7. stig á píanó, syngur frábærlega, spilar á gítar, kann alla texta og semur ljóð.“ Verkin á sýningunni eru öll ný. Jóní segir þau flest hafa orðið til á heimili móður hennar og nefnir eitt þeirra. „Ég bað mömmu að teikna mynd eftir mínu minni. Það var fyrsta myndin sem ég sá hana teikna en er nú löngu týnd og mamma var búin að gleyma henni. Myndin var af konu með snák um hálsinn sem er að kyrkja hana. Hún var dálítið ógnandi. Þá átti mamma erfitt í lífinu en henni líður svo vel í dag að á myndinni núna er konan voða sæt og undrandi.“ Sjálf kveðst Jóní bæta pönkgöddum inn í textílverk og einnig pendúl. „Við mamma höfum skemmt okkur yfir þessu verkefni og líka grátið,“ segir hún. „Sum af okkar umræðuefnum koma í ljós á sýningunni, til dæmis í innsetningu sem er alger flækja og heitir Fjölskyldan.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er að opna einkasýningu en hún er til heiðurs mömmu og hún hefur unnið hana með mér. Mamma er minn fyrsti áhrifavaldur og hefur kennt mér svo margt sem ég hef notað í listinni,“ segir Jóní Jónsdóttir myndlistarmaður. Sýningin nefnist Frá móður til dóttur – frá dóttur til móður og verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar að Þverholti 2 á morgun, 3. ágúst. Þar getur að líta teikningar og málverk, líka vefnað og önnur textílverk. „Um það leyti sem ég fæddist tók mamma námskeið í teikningu og málun og svo hafa alltaf fylgt henni og formæðrum hennar miklar hannyrðir,“ segir Jóní og heldur áfram. „Við erum með tilvísun í ömmu hennar, sem hét Sigurlína eins og hún, hún lét mömmu og systur hennar snúa saman band þannig að það líktist köðlum og vinna fleira í höndunum, meðan hún prjónaði á prjónavél. Við mamma bjuggum til snúrur og ófum úr þeim. Einnig erum við með mæðgnaspuna, enda vann mamma á spunavélum í gamla daga, bæði í Gefjun og á Álafossi. Við notum meira að segja garn sem henni áskotnaðist þar og er á stórum keilum.“ Jóní var einn af stofnendum Gjörningaklúbbsins og hefur síðustu 22 ár unnið við flesta miðla á sviði myndlistar. „Ég er viss um að ef mamma hefði farið sömu braut og ég og í alla þessa listaskóla hefði hún náð miklu lengra en ég. Hún er svo flink. Svo er hún músíkölsk, er með 7. stig á píanó, syngur frábærlega, spilar á gítar, kann alla texta og semur ljóð.“ Verkin á sýningunni eru öll ný. Jóní segir þau flest hafa orðið til á heimili móður hennar og nefnir eitt þeirra. „Ég bað mömmu að teikna mynd eftir mínu minni. Það var fyrsta myndin sem ég sá hana teikna en er nú löngu týnd og mamma var búin að gleyma henni. Myndin var af konu með snák um hálsinn sem er að kyrkja hana. Hún var dálítið ógnandi. Þá átti mamma erfitt í lífinu en henni líður svo vel í dag að á myndinni núna er konan voða sæt og undrandi.“ Sjálf kveðst Jóní bæta pönkgöddum inn í textílverk og einnig pendúl. „Við mamma höfum skemmt okkur yfir þessu verkefni og líka grátið,“ segir hún. „Sum af okkar umræðuefnum koma í ljós á sýningunni, til dæmis í innsetningu sem er alger flækja og heitir Fjölskyldan.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira