Ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur en þau geti liðkað fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 19:00 Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness spáði frostavetri í kjaramálum um liðna helgi beitti ríkið sér ekki fyrir róttækum kerfisbreytingum eins og t.d. vaxtalækkun og minni skattbyrði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Seðlabankans að lækka vexti en undirbúningur að skattalækkun tekjulægstu hópanna sé hafinn. „Ýmsum hefur þótt vaxtalækkanir ganga hægt en þeir hafa þó verið að lækka,“ segir hún. „Það er vinna í gangi um endurskoðun á skattkerfinu en markmiðið er að lækka skatta hjá tekjulægri hópum.“ Hún segir að nú þegar hafi verið brugðist við ýmsum kröfum launþegahreyfingarinnar t.d. hafi Kjararáð verið lagt niður. „Þegar kemur að launahækkunum æðstu embættismanna og stjórnmálamanna er stærsta málið að laun þessara hópa eiga ekki að vera leiðandi heldur fylgja almennri launaþróun,“ segir hún. Katrín segir stjórnvöld ekki einn viðsemjenda í næstu kjarasamningum. „Þar eru stjórnvöld ekki einn viðsemjenda en við höfum lagt áherslu á það sem við getum gert. Það er í raun launþegahreyfingarinnar og atvinnurekenda að semja sín á milli.“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur að stjórnvöld geti liðkað fyrir næstu kjarasamningum með því að lækka matvælaverð og breyta peningastefnunni þannig að vextir lækki. „Fjögurra manna fjölskylda gæti sparað um 150 þúsund kr. á mánuði ef húsnæðisvextir og matarkostnaður væru sambærilegir og á norðurlöndum,“ segir Þorsteinn. En hverjar telur hann líkurnar á að þetta verði? „Það má alltaf vona að þetta verði en auðvitað hefur vilji stjórnvalda varðandi þetta verið afskaplega takmarkaður,“ segir hann. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness spáði frostavetri í kjaramálum um liðna helgi beitti ríkið sér ekki fyrir róttækum kerfisbreytingum eins og t.d. vaxtalækkun og minni skattbyrði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Seðlabankans að lækka vexti en undirbúningur að skattalækkun tekjulægstu hópanna sé hafinn. „Ýmsum hefur þótt vaxtalækkanir ganga hægt en þeir hafa þó verið að lækka,“ segir hún. „Það er vinna í gangi um endurskoðun á skattkerfinu en markmiðið er að lækka skatta hjá tekjulægri hópum.“ Hún segir að nú þegar hafi verið brugðist við ýmsum kröfum launþegahreyfingarinnar t.d. hafi Kjararáð verið lagt niður. „Þegar kemur að launahækkunum æðstu embættismanna og stjórnmálamanna er stærsta málið að laun þessara hópa eiga ekki að vera leiðandi heldur fylgja almennri launaþróun,“ segir hún. Katrín segir stjórnvöld ekki einn viðsemjenda í næstu kjarasamningum. „Þar eru stjórnvöld ekki einn viðsemjenda en við höfum lagt áherslu á það sem við getum gert. Það er í raun launþegahreyfingarinnar og atvinnurekenda að semja sín á milli.“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur að stjórnvöld geti liðkað fyrir næstu kjarasamningum með því að lækka matvælaverð og breyta peningastefnunni þannig að vextir lækki. „Fjögurra manna fjölskylda gæti sparað um 150 þúsund kr. á mánuði ef húsnæðisvextir og matarkostnaður væru sambærilegir og á norðurlöndum,“ segir Þorsteinn. En hverjar telur hann líkurnar á að þetta verði? „Það má alltaf vona að þetta verði en auðvitað hefur vilji stjórnvalda varðandi þetta verið afskaplega takmarkaður,“ segir hann.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira