Laun nýs bæjarstjóra í Árborg lækkuð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. ágúst 2018 11:19 Bæjarráð Árborgar skrifaði undir ráðningarsamning við Gísla Halldór, nýjan bæjarstjóra á fundi sínum í gær. Á myndinni eru frá vinstri, Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs, Gísli Halldór Halldórsson, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarráðsmaður og Gunnar Egilsson, bæjarráðsmaður. Mynd/Sveitarfélagið Árborg Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. Það vekur athygli að launin lækka umtalsvert miðað við þau laun sem fyrrverandi bæjarstjóri hafði, Ásta Stefánsdóttir. „Já, lækkunin nemur 130.000 krónum á mánuði eða um 1.560.000 krónur á ári, auk þess sem annað fyrirkomulag verður á akstursgreiðslum sem ég tel að kosti sveitarfélagið minna en fyrra fyrirkomulag, en það verður að koma í ljós á næstu mánuðum. Ástæðan fyrir þessari lækkun er sú að við teljum að laun bæjarstjóra almennt séu orðin óþarflega mikil, þó er nauðsynlegt að leitast við að vera samkeppnishæf,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs.1,5 milljón á mánuði Föst heildarlaun Gísla á mánuði verða 1.500.000 krónur. Ekki er greidd sérstök yfirvinna ef bæjarstjórinn þarf að vinna utan venjubundins vinnutíma eða helgidaga vegna ferðalaga eða sérstakra verkefna. Akstur er greiddur samkvæmt akstursdagbók í hverjum mánuði. Sveitarfélagið útvegar Gísla farsíma vegna starfa sinna og greiðir mánaðarlega samkvæmt reikningi fyrir GSM símareikning og heimasíma. Þá greiðir sveitarfélagið fyrir háhraða internettengingu (ADSL) heim til bæjarstjórans og kemur upp VPN tengingu. Árborg útvegar Gísla líka fartölvu til afnota vegna starfa sinna. Ráðningarsamningurinn gildir til loka yfirstandandi kjörtímabils. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. Það vekur athygli að launin lækka umtalsvert miðað við þau laun sem fyrrverandi bæjarstjóri hafði, Ásta Stefánsdóttir. „Já, lækkunin nemur 130.000 krónum á mánuði eða um 1.560.000 krónur á ári, auk þess sem annað fyrirkomulag verður á akstursgreiðslum sem ég tel að kosti sveitarfélagið minna en fyrra fyrirkomulag, en það verður að koma í ljós á næstu mánuðum. Ástæðan fyrir þessari lækkun er sú að við teljum að laun bæjarstjóra almennt séu orðin óþarflega mikil, þó er nauðsynlegt að leitast við að vera samkeppnishæf,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs.1,5 milljón á mánuði Föst heildarlaun Gísla á mánuði verða 1.500.000 krónur. Ekki er greidd sérstök yfirvinna ef bæjarstjórinn þarf að vinna utan venjubundins vinnutíma eða helgidaga vegna ferðalaga eða sérstakra verkefna. Akstur er greiddur samkvæmt akstursdagbók í hverjum mánuði. Sveitarfélagið útvegar Gísla farsíma vegna starfa sinna og greiðir mánaðarlega samkvæmt reikningi fyrir GSM símareikning og heimasíma. Þá greiðir sveitarfélagið fyrir háhraða internettengingu (ADSL) heim til bæjarstjórans og kemur upp VPN tengingu. Árborg útvegar Gísla líka fartölvu til afnota vegna starfa sinna. Ráðningarsamningurinn gildir til loka yfirstandandi kjörtímabils.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32