Golf

Tiger skammt á eftir efstu mönnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tiger virðist vera að komast aftur í fremstu röð eftir erfiða tíma undanfarin ár
Tiger virðist vera að komast aftur í fremstu röð eftir erfiða tíma undanfarin ár vísir/getty
Skærasta stjarna golfsögunnar, Tiger Woods, hélt áfram að spila vel á öðrum hring Bridgestone Invitational mótsins sem fram fer á Firestone vellinum í Akron í Ohio fylki í Bandaríkjunum um helgina. 

Tiger er á samtals sex höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina og er jafn í 10.sæti ásamt fimm öðrum kylfingum og eru þeir fimm höggum á eftir efstu mönnum.

Englendingarnir Ian Poulter og Tommy Fleetwood ásamt Bandaríkjamanninum Justin Thomas eru jafnir í fyrsta sæti á samtals ellefu höggum undir pari.

Mótið er hluti af Heimsmótaröðinni og telur því bæði á stigalista PGA og Evrópumótaraðarinnar.

Keppni heldur áfram í dag og hefst útsending frá mótinu á Stöð 2 Sport 4 klukkan 16:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×