Annie sagði frá því á Instagram-síðu sinni á milli greina í gær að hún hafi fundið fyrir hjartsláttaruflunum í fyrri grein gærdagsins.
Hún segir að þetta hafi verið að hrjá hana síðan hún var unglingur en komi einungis upp þrisvar til fjórum sinnum ári. Hún hafi ekki viljað fara í aðgerð vegna þess.
Hún bætir einnig við að þetta hafi aldrei gerst í keppni en á mikilvægu augnabliki í fyrri grein gærdagsins kom þetta upp.
„Stundum fara ekki hlutirnir eins og þú vilt að þeir fari en það eina sem þú getur stjórnað er hvernig þú bregst við," skrifaði hún í lok færslunnar.
Reiknað er með að Annie mæti til leiks í dag er síðasta dagur Crossfit-leikanna fer fram. Í dag verður úr því skorið hver verður hraustasta kona heims.