Dósent í viðskiptafræði segir lífeyriskerfið valda því að kjör margra aldraðra séu skert Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. ágúst 2018 13:31 Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir lífeyriskerfið valda því að kjör margra aldraðra séu skert á meðan börnin þeirra muni að öllum líkindum fá betri tekjur. Þá geti stærð lífeyrissjóðanna á verðbréfa-og hlutabréfamarkaði hér á landi búið til samkeppnisvanda. Vísir/Sigurjón Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir lífeyriskerfið valda því að kjör margra aldraðra séu skert á meðan börnin þeirra muni að öllum líkindum fá betri tekjur. Þá geti stærð lífeyrissjóðanna á verðbréfa-og hlutabréfamarkaði hér á landi búið til samkeppnisvanda. Gylfi ræddi um lífeyrissjóðakerfið á Sprengisandi í morgun. Hann segir mikilvægt að spyrja gagnrýninna spurninga í ljósi þess að lífeyrissjóðakerfið muni stækka hraðar en hagkerfið á næstu áratugum. „Það gæti verið stöðugra kerfi sem krefðist ekki jafn mikillar sjóðssöfnunar að styrkja frekar það sem kallað er gegnumstreymisstoð, það er að segja peninga sem ekki fara í sjóð heldur renna jafnharðan frá þeim sem greiða iðgjöld til þeirra sem eru að þiggja lífeyri. Það væri að mínu mati minni áhætta að auka aðeins vægi þess og veðja á aðeins minni sjóðssöfnun.“ Hann segir að margir lífeyrisþegar búi við skert kjör. „Stefnan hefur verið í meira eða minna hálfa öld að sjóðssöfnun lífeyriskerfisins komi í staðinn fyrir gegnumstreymiskerfið sem hefur verið fyrst og fremst á hendi Tryggingastofnunar. Ekki eru allir ánægðir með það og heyrast mjög háværar gagnrýnisraddir frá öldruðum, og þeim sem hugsa um hag þeirra, sem benda einfaldlega á að núna fá menn nánast ekkert, í mörgum tilfellum frá Tryggingastofnun, en eru um leið ekki með neitt sérstaklega góð réttindi í lífeyrissjóðakerfinu sem þýðir auðvitað að heildartekjur eru ekkert mjög góðar hjá mörgum þeirra sem eru nú á eftirlaunum. Síðan horfa menn á það að yngra fólk, fólk sem er um fimmtugt eða yngra, það mun vera með, fyrirsjáanlega, talsvert betri réttindi í lífeyriskerfinu og fyrir það er kannski allt í lagi að Tryggingastofnun borgi ekki neitt því það verður með það góð réttindi frá lífeyrissjóðunum.“ Gylfi segir lífeyrissjóðina hafa gríðarleg efnahagsleg áhrif og telur að stærð þeirra á hlutabréfa-og skuldabréfamarkaði geti skapað vanda. „Því fylgja auðvitað ýmis vandamál ef að einn hópur stofnana, eða hvað sem við viljum kalla þetta, á orðið megnið af öllum verðbréfum á landinu; af skuldabréfum og hlutabréfum, það er einfaldlega erfitt fyrir markaðinn og þar með er búið til samkeppnisvandamál,“ segir Gylfi.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Gylfa á Sprengisandi í heild sinni. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir lífeyriskerfið valda því að kjör margra aldraðra séu skert á meðan börnin þeirra muni að öllum líkindum fá betri tekjur. Þá geti stærð lífeyrissjóðanna á verðbréfa-og hlutabréfamarkaði hér á landi búið til samkeppnisvanda. Gylfi ræddi um lífeyrissjóðakerfið á Sprengisandi í morgun. Hann segir mikilvægt að spyrja gagnrýninna spurninga í ljósi þess að lífeyrissjóðakerfið muni stækka hraðar en hagkerfið á næstu áratugum. „Það gæti verið stöðugra kerfi sem krefðist ekki jafn mikillar sjóðssöfnunar að styrkja frekar það sem kallað er gegnumstreymisstoð, það er að segja peninga sem ekki fara í sjóð heldur renna jafnharðan frá þeim sem greiða iðgjöld til þeirra sem eru að þiggja lífeyri. Það væri að mínu mati minni áhætta að auka aðeins vægi þess og veðja á aðeins minni sjóðssöfnun.“ Hann segir að margir lífeyrisþegar búi við skert kjör. „Stefnan hefur verið í meira eða minna hálfa öld að sjóðssöfnun lífeyriskerfisins komi í staðinn fyrir gegnumstreymiskerfið sem hefur verið fyrst og fremst á hendi Tryggingastofnunar. Ekki eru allir ánægðir með það og heyrast mjög háværar gagnrýnisraddir frá öldruðum, og þeim sem hugsa um hag þeirra, sem benda einfaldlega á að núna fá menn nánast ekkert, í mörgum tilfellum frá Tryggingastofnun, en eru um leið ekki með neitt sérstaklega góð réttindi í lífeyrissjóðakerfinu sem þýðir auðvitað að heildartekjur eru ekkert mjög góðar hjá mörgum þeirra sem eru nú á eftirlaunum. Síðan horfa menn á það að yngra fólk, fólk sem er um fimmtugt eða yngra, það mun vera með, fyrirsjáanlega, talsvert betri réttindi í lífeyriskerfinu og fyrir það er kannski allt í lagi að Tryggingastofnun borgi ekki neitt því það verður með það góð réttindi frá lífeyrissjóðunum.“ Gylfi segir lífeyrissjóðina hafa gríðarleg efnahagsleg áhrif og telur að stærð þeirra á hlutabréfa-og skuldabréfamarkaði geti skapað vanda. „Því fylgja auðvitað ýmis vandamál ef að einn hópur stofnana, eða hvað sem við viljum kalla þetta, á orðið megnið af öllum verðbréfum á landinu; af skuldabréfum og hlutabréfum, það er einfaldlega erfitt fyrir markaðinn og þar með er búið til samkeppnisvandamál,“ segir Gylfi.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Gylfa á Sprengisandi í heild sinni.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira