Yfir hundrað hlaupa fyrir Ágúst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. ágúst 2018 19:00 Um hundrað manns hafa ákveðið að hlaupa fyrir félaga sinn í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst en hann greindist með MND sjúkdóminn fyrir ári . Eiginkona hans segir þetta einn stærsta stuðningshópinn hingað til en markmiðið er að safna fimm milljónum króna fyrir MND félagið á Íslandi. Þremur dögum eftir fimmtugsafmæli Ágústar Guðmundssonar körfuboltaþjálfara og athafnamanns á Akureyri greindist hann með MND sjúkdóminn. Í apríl á þessu ári hvatti hann fjölskyldu og vini til að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar MND félaginu. Óhætt er að segja að vel hafi verið tekið í áskorunina og í kringum hann er hópur sem heitir Hlaupum fyrir Ágúst. Guðrún Gísladóttir eiginkona hans segir stóran hóp ætla að styðja málefnið. „Það eru mörg hundruð manns í hópnum „Hlaupum fyrir Ágúst“ en þeir sem ætla að hlaupa eru um hundrað og vonandi verða þeir ennþá fleiri,“ segir Guðrún. Aðspurð segir hún að líklega sé þetta stærsti hópurinn sem hafi skráð sig hingað til. „Ég hugsa að þetta sé stærsti hópurinn sem er kominn hingað til og þegar kemur nær hlaupinu þá á hann eftir að stækka enn meira,“ segir hún. Guðrún segir Ágúst taka lífinu af miklu æðruleysi þrátt fyrir mikil veikindi. „Í dag á hann erfiðara með mál og öndun og finnur máttleysi í höndum og fótum,“ segir hún. Henning Henningsson félagi Ágústar er einn af þeim hundrað sem hefur nú þegar skrá sig í hlaupið. „Það er hreint út sagt ótrúlegt hvernig Ágúst hefur tæklað þennan erfiða sjúkdóm og hvernig Guðrún hefur stutt við bakið á honum. Það er mjög auðvelt að hrífast með og taka þátt í þessu með þeim,“ segir hann. Nú þegar hafa safnast um þrjár milljónir króna í áheit fyrir félagið. „Fjölskylda og vinir Ágústar eru talsmenn hópsins og stór hluti þeirra er fyrir norðan. Þá er mikill hópur úr körfuboltahreyfingunni sem er að taka þátt í þessu líka,“ segir hann að lokum. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Um hundrað manns hafa ákveðið að hlaupa fyrir félaga sinn í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst en hann greindist með MND sjúkdóminn fyrir ári . Eiginkona hans segir þetta einn stærsta stuðningshópinn hingað til en markmiðið er að safna fimm milljónum króna fyrir MND félagið á Íslandi. Þremur dögum eftir fimmtugsafmæli Ágústar Guðmundssonar körfuboltaþjálfara og athafnamanns á Akureyri greindist hann með MND sjúkdóminn. Í apríl á þessu ári hvatti hann fjölskyldu og vini til að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar MND félaginu. Óhætt er að segja að vel hafi verið tekið í áskorunina og í kringum hann er hópur sem heitir Hlaupum fyrir Ágúst. Guðrún Gísladóttir eiginkona hans segir stóran hóp ætla að styðja málefnið. „Það eru mörg hundruð manns í hópnum „Hlaupum fyrir Ágúst“ en þeir sem ætla að hlaupa eru um hundrað og vonandi verða þeir ennþá fleiri,“ segir Guðrún. Aðspurð segir hún að líklega sé þetta stærsti hópurinn sem hafi skráð sig hingað til. „Ég hugsa að þetta sé stærsti hópurinn sem er kominn hingað til og þegar kemur nær hlaupinu þá á hann eftir að stækka enn meira,“ segir hún. Guðrún segir Ágúst taka lífinu af miklu æðruleysi þrátt fyrir mikil veikindi. „Í dag á hann erfiðara með mál og öndun og finnur máttleysi í höndum og fótum,“ segir hún. Henning Henningsson félagi Ágústar er einn af þeim hundrað sem hefur nú þegar skrá sig í hlaupið. „Það er hreint út sagt ótrúlegt hvernig Ágúst hefur tæklað þennan erfiða sjúkdóm og hvernig Guðrún hefur stutt við bakið á honum. Það er mjög auðvelt að hrífast með og taka þátt í þessu með þeim,“ segir hann. Nú þegar hafa safnast um þrjár milljónir króna í áheit fyrir félagið. „Fjölskylda og vinir Ágústar eru talsmenn hópsins og stór hluti þeirra er fyrir norðan. Þá er mikill hópur úr körfuboltahreyfingunni sem er að taka þátt í þessu líka,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira