Aron Einar: Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og er spenntur að vinna með öðrum Svía Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2018 08:30 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann tjáði sig um næsta landsliðsþjálfara Íslands, Svíann Erik Hamrén. Erik Hamrén hefur sagt starfi sínu lausu hjá Mamelodi Sundowns og suður-afríska félagið hefur staðfest að Hamrén sé að fara að taka við íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn er sáttur með nýja þjálfarann en hann var líka spurður út í stöðuna á honum sjálfum. Enska úrvalsdeildin hefst um næstu helgi. „Skrokkurinn er allt í lagi og hann er að koma til. Ég spilaði inn í meiðslin í lok tímabilsins og fékk þá ekki þá endurhæfingu eftir meiðslin sem ég þurfti. Ég var að reyna að flýta öllu til að reyna að ná HM. Það spilar aðeins inn í það hvar ég stend í dag,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Þeir hjá Cardiff vita þetta og hafa byggt mig hægt og rólega upp. Ég verð aðeins til hliðar í byrjun tímabilsins og tek þá auka styrktaræfingar frekar en að fara á æfingu og spila leiki,“ sagði Aron Einar. „Ég fann kannski ekki beint mikið fyrir þessum meiðslum á HM en ég fann fyrir þeim í undirbúningnum. Þar var mikil keyrsla og mikið lagt í það að ná sér góðum. Ég var ekki leikklár en ég var búinn að æfa mikið, hjóla mikið og synda mikið. Þegar kemur að fótboltanum sjálfum þá var ég ekki í nógu góðu formi og ég fann það sjálfur. Það sást örugglega á mér þótt að ég hafi verið að reyna að fela það,“ sagði Aron Einar „Þetta gekk samt framar vonum og ég náði mótinu sem fólk reiknaði kannski ekki með því ég var meiddur á báðum löppum en ekki bara á einni löpp,“ sagði Aron Einar. Aron Einar fór líka yfir heimsmeistaramótið í Rússlandi þar sem Ísland var hársbreidd frá þvi að komast í sextán liða úrslitin. Næst á dagskrá er Þjóðardeildin og þar verður þjálfari Íslands Svíinn Erik Hamrén. „Ég þekki hann ekkert. Ég átti ágætis spjall við Guðna (Begsson, formann KSÍ), fyrir nokkum dögum þar sem við vorum að spjalla um hann. Hann var þá búinn að tala við Hamrén. Þetta hljómar mjög vel,“ sagði Aron Einar „Sumt sem maður hefur lesið hljómar vel en svo er annað sem maður sér. Fólk hefur skoðun á þjálfurum eins og það hefur á leikmönnum. Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og það verður fróðlegt. Ég er spenntur ef þetta gerist og ég er spenntur að vinna með öðrum Svía,“ sagði Aron Einar „Það er alveg á hreinu að við þurfum að halda í okkar gildi. Við vitum hvað við erum góðir í. Það verða einhverjar breytingar og það verða einhverjir ungir peyjar sem koma inn í þetta. Við þurfum líka að sýna þeim hvað við höfum gert til þess að ná þessum árangri,“ sagði Aron Einar. „Með nýjum þjálfara og nýjum áherslum þá bætum við okkur í einhverju sem við höfum ekki verið nógu góðir í. Það er bara bónus en við þurfum að halda í okkar gildi og þau hafa alltaf verið þau sömu,“ sagði Aron Einar Það má heyra allt viðtalið við Aron Einar með því að smella á spilarann hér fyrir ofan eða hér fyrir neðan. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann tjáði sig um næsta landsliðsþjálfara Íslands, Svíann Erik Hamrén. Erik Hamrén hefur sagt starfi sínu lausu hjá Mamelodi Sundowns og suður-afríska félagið hefur staðfest að Hamrén sé að fara að taka við íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn er sáttur með nýja þjálfarann en hann var líka spurður út í stöðuna á honum sjálfum. Enska úrvalsdeildin hefst um næstu helgi. „Skrokkurinn er allt í lagi og hann er að koma til. Ég spilaði inn í meiðslin í lok tímabilsins og fékk þá ekki þá endurhæfingu eftir meiðslin sem ég þurfti. Ég var að reyna að flýta öllu til að reyna að ná HM. Það spilar aðeins inn í það hvar ég stend í dag,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Þeir hjá Cardiff vita þetta og hafa byggt mig hægt og rólega upp. Ég verð aðeins til hliðar í byrjun tímabilsins og tek þá auka styrktaræfingar frekar en að fara á æfingu og spila leiki,“ sagði Aron Einar. „Ég fann kannski ekki beint mikið fyrir þessum meiðslum á HM en ég fann fyrir þeim í undirbúningnum. Þar var mikil keyrsla og mikið lagt í það að ná sér góðum. Ég var ekki leikklár en ég var búinn að æfa mikið, hjóla mikið og synda mikið. Þegar kemur að fótboltanum sjálfum þá var ég ekki í nógu góðu formi og ég fann það sjálfur. Það sást örugglega á mér þótt að ég hafi verið að reyna að fela það,“ sagði Aron Einar „Þetta gekk samt framar vonum og ég náði mótinu sem fólk reiknaði kannski ekki með því ég var meiddur á báðum löppum en ekki bara á einni löpp,“ sagði Aron Einar. Aron Einar fór líka yfir heimsmeistaramótið í Rússlandi þar sem Ísland var hársbreidd frá þvi að komast í sextán liða úrslitin. Næst á dagskrá er Þjóðardeildin og þar verður þjálfari Íslands Svíinn Erik Hamrén. „Ég þekki hann ekkert. Ég átti ágætis spjall við Guðna (Begsson, formann KSÍ), fyrir nokkum dögum þar sem við vorum að spjalla um hann. Hann var þá búinn að tala við Hamrén. Þetta hljómar mjög vel,“ sagði Aron Einar „Sumt sem maður hefur lesið hljómar vel en svo er annað sem maður sér. Fólk hefur skoðun á þjálfurum eins og það hefur á leikmönnum. Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og það verður fróðlegt. Ég er spenntur ef þetta gerist og ég er spenntur að vinna með öðrum Svía,“ sagði Aron Einar „Það er alveg á hreinu að við þurfum að halda í okkar gildi. Við vitum hvað við erum góðir í. Það verða einhverjar breytingar og það verða einhverjir ungir peyjar sem koma inn í þetta. Við þurfum líka að sýna þeim hvað við höfum gert til þess að ná þessum árangri,“ sagði Aron Einar. „Með nýjum þjálfara og nýjum áherslum þá bætum við okkur í einhverju sem við höfum ekki verið nógu góðir í. Það er bara bónus en við þurfum að halda í okkar gildi og þau hafa alltaf verið þau sömu,“ sagði Aron Einar Það má heyra allt viðtalið við Aron Einar með því að smella á spilarann hér fyrir ofan eða hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira