Þrjú kynferðisbrot á borði lögreglu í Vestmannaeyjum Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2018 19:20 lls sinntu 26 lögregluþjónar löggæslu á þremur lögreglubílum auk 150 gæslumanna undir stjórn lögreglu. Vísir/Óskar Pétur Friðriksson Lögreglan í Vestmannaeyjum telur að 15 þúsund manns hafi sótt þjóðhátíð Vestmannaeyja í ár og hátíðin sé með þeim stærstu sem hafi verið haldin. Þrjú kynferðisbrot eru til rannsóknar og komu fimm líkamsárásir inn á borð lögreglu. Þar að auki komu upp 35 fíkniefnamál. Alls sinntu 26 lögregluþjónar löggæslu á þremur lögreglubílum auk 150 gæslumanna undir stjórn lögreglu. Þá voru tveir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra til aðstoðar lögreglu á sérútbúnum bíl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook. Þar kemur einnig fram að sex óeinkennisklæddir lögregluþjónar hafi sinnt fíkniefnaeftirliti og hafi þeir haft þrjá til fjóra fíkniefnaleitarhunda sér til aðstoðar. Heildarfjöldi fíkniefnamála sem kom upp var 35 og er talið að tvö þeirra tengist sölu fíkniefna. Í fyrra voru þau 47, árið 2016 voru þau 30 og árið 2015 voru þau 72. „Lögregla er ánægð með árangurinn og hefur það sýnt sig að öflugt fíkniefnaeftirlit skilar árangri. Að mati lögreglu var minna um fíkniefnaneyslu á hátíðinni nú en oft áður,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. Eins og áður hefur komið fram eru þrjú kynferðisbrot til rannsóknar. Ein kona varð fyrir kynferðislegri áreitni á bílastæði í dalnum að kvöldi laugardags og í hinum tveimur er uppi grunur um misneytingu, eins og það er orðað í tilkynningunni. Kærur liggja ekki fyrir í málunum. Alvarlegasta líkamsárásin, af fimm, var spark í líkama sem olli innvortis blæðingum og var sá sem fyrir árásinni varð fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Önnur alvarleg árás olli nefbroti og hinar þrjár minniháttar áverkum. Kærur liggja fyrir vegna tveggja árása og var ein árásin heimilisofbeldismál. Önnur brot voru sex eignaspjöll, fimm auðgunarbrot, eitt húsbrot, ein hótun, fimm áfengislagabrot, fjórir fíknefnaakstrar og einn ölvunarakstur. „Lögregla sinnti fjölmörgum verkefnum yfir hátíðina og gekk vel að leysa úr öllum verkefnum sem komu inn á borð hennar. Að mati lögreglu gekk löggæsla vel og voru bæði lögregla og gæslumenn áberandi í Herjólfsdal og stutt í aðstoð. Viðbragð í sjúkraskýli, hjá áfallateymi og barnavernd var gott og var fjölmörgum sinnt vegna mismunandi erfiðleika. Veður setti strik í reikninginn á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags en þjóðhátíðargestir voru almennt vel búnir og vel gekk að koma fólki í skjól í íþróttahúsi sem þurfti á því að halda. Lögregla þakkar viðbragðsaðilum fyrir gott samstarf vegna þjóðhátíðar sem er jafnan stærsta löggæsluverkefni lögreglunnar á ári hverju.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum telur að 15 þúsund manns hafi sótt þjóðhátíð Vestmannaeyja í ár og hátíðin sé með þeim stærstu sem hafi verið haldin. Þrjú kynferðisbrot eru til rannsóknar og komu fimm líkamsárásir inn á borð lögreglu. Þar að auki komu upp 35 fíkniefnamál. Alls sinntu 26 lögregluþjónar löggæslu á þremur lögreglubílum auk 150 gæslumanna undir stjórn lögreglu. Þá voru tveir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra til aðstoðar lögreglu á sérútbúnum bíl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook. Þar kemur einnig fram að sex óeinkennisklæddir lögregluþjónar hafi sinnt fíkniefnaeftirliti og hafi þeir haft þrjá til fjóra fíkniefnaleitarhunda sér til aðstoðar. Heildarfjöldi fíkniefnamála sem kom upp var 35 og er talið að tvö þeirra tengist sölu fíkniefna. Í fyrra voru þau 47, árið 2016 voru þau 30 og árið 2015 voru þau 72. „Lögregla er ánægð með árangurinn og hefur það sýnt sig að öflugt fíkniefnaeftirlit skilar árangri. Að mati lögreglu var minna um fíkniefnaneyslu á hátíðinni nú en oft áður,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. Eins og áður hefur komið fram eru þrjú kynferðisbrot til rannsóknar. Ein kona varð fyrir kynferðislegri áreitni á bílastæði í dalnum að kvöldi laugardags og í hinum tveimur er uppi grunur um misneytingu, eins og það er orðað í tilkynningunni. Kærur liggja ekki fyrir í málunum. Alvarlegasta líkamsárásin, af fimm, var spark í líkama sem olli innvortis blæðingum og var sá sem fyrir árásinni varð fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Önnur alvarleg árás olli nefbroti og hinar þrjár minniháttar áverkum. Kærur liggja fyrir vegna tveggja árása og var ein árásin heimilisofbeldismál. Önnur brot voru sex eignaspjöll, fimm auðgunarbrot, eitt húsbrot, ein hótun, fimm áfengislagabrot, fjórir fíknefnaakstrar og einn ölvunarakstur. „Lögregla sinnti fjölmörgum verkefnum yfir hátíðina og gekk vel að leysa úr öllum verkefnum sem komu inn á borð hennar. Að mati lögreglu gekk löggæsla vel og voru bæði lögregla og gæslumenn áberandi í Herjólfsdal og stutt í aðstoð. Viðbragð í sjúkraskýli, hjá áfallateymi og barnavernd var gott og var fjölmörgum sinnt vegna mismunandi erfiðleika. Veður setti strik í reikninginn á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags en þjóðhátíðargestir voru almennt vel búnir og vel gekk að koma fólki í skjól í íþróttahúsi sem þurfti á því að halda. Lögregla þakkar viðbragðsaðilum fyrir gott samstarf vegna þjóðhátíðar sem er jafnan stærsta löggæsluverkefni lögreglunnar á ári hverju.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Sjá meira