Sænska leiðin farin á ný Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. ágúst 2018 10:30 Erik Hamrén. Vísir/Getty Líkt og síðast þegar íslenska karlalandsliðið vantaði nýjan þjálfara leitaði KSÍ til fyrrverandi þjálfara sænska landsliðsins. Lars Lagerbäck var ráðinn síðla árs 2011 og nú sjö árum síðar verður maðurinn sem tók við sænska landsliðinu af honum, Erik Hamrén, næsti landsliðsþjálfari Íslands. Tilkynnt verður um ráðningu hans á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Hamrén stýrði sænska landsliðinu á árunum 2009-16. Hann kom Svíþjóð á EM 2012 og 2016 en ekki á HM 2014. Hamrén stýrði Svíum í 83 leikjum; 45 þeirra unnust, 16 enduðu með jafntefli og 22 töpuðust. Marcus Christenson, fótboltaritstjóri The Guardian, er frá Svíþjóð og hefur fylgst vel með sænska landsliðinu undanfarin ár. Hann segir að Hamrén hafi staðið sig sæmilega í starfi landsliðsþjálfara. „Hann gerði þokkalega hluti. Hann var ekki frábær en heldur ekki slæmur. Ef ég ætti að gefa honum einkunn á skalanum 1-10 fengi hann sex. En nýi landsliðsþjálfarinn [Janne Andersson] hefur sýnt að það var hægt að gera meira með liðið og vera jákvæðari,“ sagði Christenson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hamrén byggði sænska liðið í kringum Zlatan Ibrahimovic. Framherjinn sjálfsöruggi skoraði haug af mörkum fyrir Svía undir stjórn Hamrén og var allt í öllu í leik sænska liðsins.Zlatan Ibrahimovic.Vísir/GettyZlatan og hinir tíu „Tilfinningin í Svíþjóð er að Zlatan hafi stjórnað öllu og gert nokkurn veginn það sem honum sýndist. En hann gerði allt í liðinu og kom því á EM 2016 nánast upp á sitt eindæmi. Það er erfitt að segja hvort önnur nálgun hefði verið betri. Svíum fannst Hamrén kannski full linur við Zlatan og að sænska liðið hafi ekki verið alvöru lið heldur Zlatan og tíu aðrir leikmenn,“ sagði Christenson. Þótt Svíar hafi komist á EM 2012 og 2016 gerðu þeir lítið þegar á hólminn var komið og féllu út í riðlakeppninni í bæði skiptin. Frammistaðan á EM 2016 olli miklum vonbrigðum en Svíþjóð fékk aðeins eitt stig og skoraði eitt mark í leikjunum þremur í riðlakeppninni. Á meðan Hamrén var landsliðsþjálfari var samband hans við sænsku pressuna stirt og þá sérstaklega undir lokin. „Sambandið var fínt í byrjun en versnaði svo eftir því sem leið á,“ sagði Christenson. „Liðið var gagnrýnt og hætti að vera opið í samskiptum við fjölmiðla eins og það hafði verið.“ Christenson segir að Andersson, núverandi þjálfari sænska landsliðsins, sé mun vinsælli meðal almennings í Svíþjóð en Hamrén sem komi illa út úr þeim samanburði.Janne Andersson.Vísir/GettyEkki jafn vinsæll og Andersson „Það er frekar hægt að tala um tómlæti en að hann hafi verið sérstaklega óvinsæll. Hann var samt ekki nálægt því jafn dáður og Andersson er núna. Hamrén hafði ekki úrslitin með sér og það var ekki jafn auðvelt að hrífast af honum og Andersson,“ sagði Christenson en Svíar komust í 8-liða úrslit á HM í sumar. Christenson segir að Hamrén sé nokkuð frábrugðinn Lars Lagerbäck sem þjálfari. Hann aðhyllist annan leikstíl og aðra hugmyndafræði og sé jafnvel sveigjanlegri en Lars. „Lagerbäck er kerfisbundinn og taktískur. Hamrén vill að liðin sín spili opnari og frjálsari bolta. Hann lagar sig að andstæðingunum á meðan Lagerbäck hélt sig alltaf við sama leikstílinn, hvort sem það var á móti Lúxemborg eða Frakklandi. Hamrén er kannski sveigjanlegri, en Lagerbäck leggur meiri áherslu á liðsheildina,“ sagði Christenson að lokum. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Líkt og síðast þegar íslenska karlalandsliðið vantaði nýjan þjálfara leitaði KSÍ til fyrrverandi þjálfara sænska landsliðsins. Lars Lagerbäck var ráðinn síðla árs 2011 og nú sjö árum síðar verður maðurinn sem tók við sænska landsliðinu af honum, Erik Hamrén, næsti landsliðsþjálfari Íslands. Tilkynnt verður um ráðningu hans á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Hamrén stýrði sænska landsliðinu á árunum 2009-16. Hann kom Svíþjóð á EM 2012 og 2016 en ekki á HM 2014. Hamrén stýrði Svíum í 83 leikjum; 45 þeirra unnust, 16 enduðu með jafntefli og 22 töpuðust. Marcus Christenson, fótboltaritstjóri The Guardian, er frá Svíþjóð og hefur fylgst vel með sænska landsliðinu undanfarin ár. Hann segir að Hamrén hafi staðið sig sæmilega í starfi landsliðsþjálfara. „Hann gerði þokkalega hluti. Hann var ekki frábær en heldur ekki slæmur. Ef ég ætti að gefa honum einkunn á skalanum 1-10 fengi hann sex. En nýi landsliðsþjálfarinn [Janne Andersson] hefur sýnt að það var hægt að gera meira með liðið og vera jákvæðari,“ sagði Christenson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hamrén byggði sænska liðið í kringum Zlatan Ibrahimovic. Framherjinn sjálfsöruggi skoraði haug af mörkum fyrir Svía undir stjórn Hamrén og var allt í öllu í leik sænska liðsins.Zlatan Ibrahimovic.Vísir/GettyZlatan og hinir tíu „Tilfinningin í Svíþjóð er að Zlatan hafi stjórnað öllu og gert nokkurn veginn það sem honum sýndist. En hann gerði allt í liðinu og kom því á EM 2016 nánast upp á sitt eindæmi. Það er erfitt að segja hvort önnur nálgun hefði verið betri. Svíum fannst Hamrén kannski full linur við Zlatan og að sænska liðið hafi ekki verið alvöru lið heldur Zlatan og tíu aðrir leikmenn,“ sagði Christenson. Þótt Svíar hafi komist á EM 2012 og 2016 gerðu þeir lítið þegar á hólminn var komið og féllu út í riðlakeppninni í bæði skiptin. Frammistaðan á EM 2016 olli miklum vonbrigðum en Svíþjóð fékk aðeins eitt stig og skoraði eitt mark í leikjunum þremur í riðlakeppninni. Á meðan Hamrén var landsliðsþjálfari var samband hans við sænsku pressuna stirt og þá sérstaklega undir lokin. „Sambandið var fínt í byrjun en versnaði svo eftir því sem leið á,“ sagði Christenson. „Liðið var gagnrýnt og hætti að vera opið í samskiptum við fjölmiðla eins og það hafði verið.“ Christenson segir að Andersson, núverandi þjálfari sænska landsliðsins, sé mun vinsælli meðal almennings í Svíþjóð en Hamrén sem komi illa út úr þeim samanburði.Janne Andersson.Vísir/GettyEkki jafn vinsæll og Andersson „Það er frekar hægt að tala um tómlæti en að hann hafi verið sérstaklega óvinsæll. Hann var samt ekki nálægt því jafn dáður og Andersson er núna. Hamrén hafði ekki úrslitin með sér og það var ekki jafn auðvelt að hrífast af honum og Andersson,“ sagði Christenson en Svíar komust í 8-liða úrslit á HM í sumar. Christenson segir að Hamrén sé nokkuð frábrugðinn Lars Lagerbäck sem þjálfari. Hann aðhyllist annan leikstíl og aðra hugmyndafræði og sé jafnvel sveigjanlegri en Lars. „Lagerbäck er kerfisbundinn og taktískur. Hamrén vill að liðin sín spili opnari og frjálsari bolta. Hann lagar sig að andstæðingunum á meðan Lagerbäck hélt sig alltaf við sama leikstílinn, hvort sem það var á móti Lúxemborg eða Frakklandi. Hamrén er kannski sveigjanlegri, en Lagerbäck leggur meiri áherslu á liðsheildina,“ sagði Christenson að lokum.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira