Sport

Predrag komst ekki í undanúrslit

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Predrag Milos var að keppa á sínu fyrsta stórmóti en hér er hann með Antoni Sveini McKee.
Predrag Milos var að keppa á sínu fyrsta stórmóti en hér er hann með Antoni Sveini McKee. Mynd/Instagram-síða Predrag Milos
Predrag Milos komst ekki í undanúrslit í 50 metra skriðsundi á EM í sundi í morgun. Hann varð þriðji í sínum undanriðli.

Predrag synti á 23,21 sekúndu sem skilaði honum þriðja sætinu í undanriðli þrjú. Í undanrásunum voru átta riðlar og aðeins 16 bestu tímarnir komust áfram. Enginn úr riðli Predrag komst áfram.

Lakasti tíminn inn í undanúrslitinn var 22,48 sekúndur. Besta tímann átti Grikkinn Kristian Gkolomeev, 21,68 sekúndur.

Predrag var síðastur Íslendinganna til þess að keppa í sundinu. Í ár eru í fyrsta skipti samrýmd Evrópumeistaramót í mörgum íþróttagreinum. Enn eru Íslendingar í keppni á EM í frjálsum og nýju EM í golfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×