Guðmundur Hörður vill verða formaður Neytendasamtakanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 10:21 Fyrrverandi formaður Landverndar vill stýra Neytendasamtökunum og boðar breytingar. Aðsend Guðmundur Hörður Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Neytendasamtakanna en nýr formaður verður kjörinn á þingi samtakanna 27. október næstkomandi. „Neytendasamtökin hafa gengið í gegnum erfitt tímabil að undanförnu og það felur að mínu mati í sér tækifæri til að staldra við, ná áttum og endurbyggja samtökin á þeim trausta grunni sem lagður hefur verið í 65 ár,“ segir Guðmundur í fréttatilkynningu um framboðið. Að mati Guðmundar á stjórnin að vera óhrædd við að breyta áherslum og mála samtökin í nýjum litum. Verði Guðmundur kjörinn hyggst hann leggja áherslu á andstöðu við hækkanir á neyslusköttum og kröfuna um að virðisaukaskattur á matvæli verði aftur lækkaður í 7% að lágmarki. Hann vill vandaða umfjöllun um kosti og galla netviðskipta og þau tækifæri sem þau veita neytendum til aukinnar samkeppni. Guðmundur boðar andstöðu við ofvexti bankakerfisins og óhóflegum þjónustugjöldum og vaxtagreiðslum lántakenda. Þá vill hann stöðva með öllu starfsemi smálánafyrirtækja. Guðmundur vill aukið aðhald með opinberum fyrirtækjum og stofnunum, aukið samstarf við stéttarfélög í tengslum við verðlagseftirlit og virka samkeppni. Þá vill hann efla samstarf við háskólasamfélagið. Hann vill leggja til „virkt samstarf við samtök framleiðenda og kaupmanna um aukna og bætta upplýsingagjöf til neytenda um mat og fleiri neysluvörur, t.d. er varðar upprunamerkingar, innihaldsefni, kolefnisfótspor, dýravelferð, matarsóun, siðræna viðskiptahætti og lyfjanotkun í matvælaframleiðslu.“ Guðmundur vill efla til muna neytendaaðstoð og almenna lögfræðiráðgjöf. Þá vill hann leggja vinnu í vef samtakanna og gera Neytendasamtökin fyrirferðameiri á samfélagsmiðlum. Hann hefur sett sér markmið um fjölgun félagsmanna og til þess að ná því leggur hann til að lækka almennt félagsgjald en á móti koma upp styrktarkerfi sem hvetur félagsmenn og aðra til að styrkja samtökin. Guðmundur var árið 2011 kosinn formaður Landverndar og stýrði samtökunum í fjögur ár. Þá sat hann í stjórn Neytendasamtakanna árin 2012-2014 og var í starfshópi um matvæli, umhverfismál og siðræna neyslu. „Á þeim tíma tók ég m.a. virkan þátt í árangursríkri baráttu samtakanna við að fá norræna hollustumerkið Skráargatið viðurkennt á Íslandi.“ Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Guðmundur Hörður Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Neytendasamtakanna en nýr formaður verður kjörinn á þingi samtakanna 27. október næstkomandi. „Neytendasamtökin hafa gengið í gegnum erfitt tímabil að undanförnu og það felur að mínu mati í sér tækifæri til að staldra við, ná áttum og endurbyggja samtökin á þeim trausta grunni sem lagður hefur verið í 65 ár,“ segir Guðmundur í fréttatilkynningu um framboðið. Að mati Guðmundar á stjórnin að vera óhrædd við að breyta áherslum og mála samtökin í nýjum litum. Verði Guðmundur kjörinn hyggst hann leggja áherslu á andstöðu við hækkanir á neyslusköttum og kröfuna um að virðisaukaskattur á matvæli verði aftur lækkaður í 7% að lágmarki. Hann vill vandaða umfjöllun um kosti og galla netviðskipta og þau tækifæri sem þau veita neytendum til aukinnar samkeppni. Guðmundur boðar andstöðu við ofvexti bankakerfisins og óhóflegum þjónustugjöldum og vaxtagreiðslum lántakenda. Þá vill hann stöðva með öllu starfsemi smálánafyrirtækja. Guðmundur vill aukið aðhald með opinberum fyrirtækjum og stofnunum, aukið samstarf við stéttarfélög í tengslum við verðlagseftirlit og virka samkeppni. Þá vill hann efla samstarf við háskólasamfélagið. Hann vill leggja til „virkt samstarf við samtök framleiðenda og kaupmanna um aukna og bætta upplýsingagjöf til neytenda um mat og fleiri neysluvörur, t.d. er varðar upprunamerkingar, innihaldsefni, kolefnisfótspor, dýravelferð, matarsóun, siðræna viðskiptahætti og lyfjanotkun í matvælaframleiðslu.“ Guðmundur vill efla til muna neytendaaðstoð og almenna lögfræðiráðgjöf. Þá vill hann leggja vinnu í vef samtakanna og gera Neytendasamtökin fyrirferðameiri á samfélagsmiðlum. Hann hefur sett sér markmið um fjölgun félagsmanna og til þess að ná því leggur hann til að lækka almennt félagsgjald en á móti koma upp styrktarkerfi sem hvetur félagsmenn og aðra til að styrkja samtökin. Guðmundur var árið 2011 kosinn formaður Landverndar og stýrði samtökunum í fjögur ár. Þá sat hann í stjórn Neytendasamtakanna árin 2012-2014 og var í starfshópi um matvæli, umhverfismál og siðræna neyslu. „Á þeim tíma tók ég m.a. virkan þátt í árangursríkri baráttu samtakanna við að fá norræna hollustumerkið Skráargatið viðurkennt á Íslandi.“
Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira