Dásamlegt að hjóla um Ísland þrátt fyrir holótta vegi, rútur í vegkanti og kanadíska flatlendið Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 09:00 Jacob Stasso og Cole Truant, kanadískir námsmenn á nítjánda ári, í rigningunni fyrir utan þjónustuðmiðstöðina við Gullfoss. Vísir/Vilhelm Það var úrhellisrigning þegar blaðamaður rakst á Cole Truant og Jacob Stasso, átján ára hjólagarpa frá Ontario í Kanada, í þann mund sem þeir sveigðu inn á bílastæði þjónustumiðstöðvarinnar við Gullfoss. Þeir voru blautir og kaldir þennan tiltekna dag í júlí, nýlagðir af stað í vikulanga hjólaferð um Ísland, en skælbrosandi og ólmir í að segja ferðasöguna. „Þetta er dásamlegt,“ sagði Cole þegar strákarnir voru inntir eftir því hvernig ferðin hefði gengið. „Landslagið er góð tilbreyting,“ bætti Jacob við en þeir voru jafnframt sammála um að töluvert auðveldara væri að hjóla í heimabyggðinni, borginni Windsor í Ontario, en á Íslandi. „Það er algjörlega flatt heima. Það eru í alvörunni engar brekkur, ekki ein,“ sagði Cole.Allir helstu staðirnir á dagskrá Strákarnir höfðu aðeins verið á ferðinni í rúman sólarhring þegar blaðamaður leitaði með þeim skjóls undan rigningunni í þjónustumiðstöðinni. Ferðin hófst í Reykjanesbæ daginn áður þar sem þeir tóku hjól á leigu og ferjuðu þau svo til höfuðborgarinnar með rútu. Þaðan héldu þeir á Flúðir og söfnuðu kröftum fyrir ferðalagið. „Við gistum á Flúðum í nótt, slökuðum á og fengum okkur að borða vegna þess að við vissum að ferðin yrði erfið,“ útskýrði Cole. Þá hugðust strákarnir koma við á öllum helstu áfangastöðum á Suðurlandi: á dagskrá voru meðal annars Geysir, Laugarvatn og Þingvellir.Holur í mölinni og rútur í vegkanti Aðspurðir sögðu Cole og Jacob aðstæður í upphafi ferðarinnar hafa verið ágætar, þó að orðið „óútreiknanlegt“ fangi ástand veðurs og vega á Íslandi ágætlega. „Það voru risastórar holur í mölinni. Holurnar voru mjög slæmar, maður er mjög hræddur um að það springi dekk þegar maður fer yfir þær,“ sagði Cole. Þá glímdu strákarnir við vandamál sem ferðalangar á Íslandi kannast eflaust margir við. „Það voru margar rútur stopp í vegkanti á leiðinni og ekki mikið pláss á vegunum, þeir eru ansi þröngir. Það gerir okkur svolítið stressaða.“Cole og Jacob hugðust stoppa við helstu ferðamannastaði á ferð sinni um Suðurland, þar á meðal Gullfoss.Vísir/VilhelmHugmyndin kviknaði í landafræðitíma í níunda bekk Bæði Jacob og Cole viðurkenndu að hvorugur þeirra væri sérstaklega „ákafur“ hjólreiðamaður, þó að þeir nytu þess báðir að hjóla. En hvað varð þá til þess að þeir ákváðu að rífa sig frá flatlendinu í Ontario og skella sér á holótt malbikið á Íslandi – og hjóla þar stanslaust í viku? Strákarnir sögðu hugmyndina hafa kviknað í landafræðitíma í níunda bekk. „Upphaflega ætlaði ég að fara einn,“ sagði Cole. „Við gerðum landafræðiverkefni um Ísland í níunda bekk og mér fannst landið stórkostlegt, bara út frá myndunum. Þremur árum síðar horfðum við svo á umfjöllun um mann sem hjólaði þvert yfir Kanada og ég skeytti þessum hugmyndum saman. Ég hugsaði með mér að það yrði æðisleg ferð, að hjóla um Ísland.“ Tveimur mánuðum áður en Cole hélt í ferðina ákvað Jacob svo að uppfylla langþráðan draum og slást í för með honum. „Mig hefur alltaf langað til að heimsækja Ísland og ég greip tækifærið,“ sagði Jacob. Blaðamaður skildi við Cole og Jacob þar sem þeir stóðu í biðröð eftir kærkomnum kaffibolla. Ferðin var rétt að byrja og ýmislegt spennandi framundan, þó að strákarnir væru raunar strax farnir að renna hýru auga til þess sem á dagskrá var síðasta daginn: dýfu í Bláa lónið til að hvíla lúna fætur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Sjá meira
Það var úrhellisrigning þegar blaðamaður rakst á Cole Truant og Jacob Stasso, átján ára hjólagarpa frá Ontario í Kanada, í þann mund sem þeir sveigðu inn á bílastæði þjónustumiðstöðvarinnar við Gullfoss. Þeir voru blautir og kaldir þennan tiltekna dag í júlí, nýlagðir af stað í vikulanga hjólaferð um Ísland, en skælbrosandi og ólmir í að segja ferðasöguna. „Þetta er dásamlegt,“ sagði Cole þegar strákarnir voru inntir eftir því hvernig ferðin hefði gengið. „Landslagið er góð tilbreyting,“ bætti Jacob við en þeir voru jafnframt sammála um að töluvert auðveldara væri að hjóla í heimabyggðinni, borginni Windsor í Ontario, en á Íslandi. „Það er algjörlega flatt heima. Það eru í alvörunni engar brekkur, ekki ein,“ sagði Cole.Allir helstu staðirnir á dagskrá Strákarnir höfðu aðeins verið á ferðinni í rúman sólarhring þegar blaðamaður leitaði með þeim skjóls undan rigningunni í þjónustumiðstöðinni. Ferðin hófst í Reykjanesbæ daginn áður þar sem þeir tóku hjól á leigu og ferjuðu þau svo til höfuðborgarinnar með rútu. Þaðan héldu þeir á Flúðir og söfnuðu kröftum fyrir ferðalagið. „Við gistum á Flúðum í nótt, slökuðum á og fengum okkur að borða vegna þess að við vissum að ferðin yrði erfið,“ útskýrði Cole. Þá hugðust strákarnir koma við á öllum helstu áfangastöðum á Suðurlandi: á dagskrá voru meðal annars Geysir, Laugarvatn og Þingvellir.Holur í mölinni og rútur í vegkanti Aðspurðir sögðu Cole og Jacob aðstæður í upphafi ferðarinnar hafa verið ágætar, þó að orðið „óútreiknanlegt“ fangi ástand veðurs og vega á Íslandi ágætlega. „Það voru risastórar holur í mölinni. Holurnar voru mjög slæmar, maður er mjög hræddur um að það springi dekk þegar maður fer yfir þær,“ sagði Cole. Þá glímdu strákarnir við vandamál sem ferðalangar á Íslandi kannast eflaust margir við. „Það voru margar rútur stopp í vegkanti á leiðinni og ekki mikið pláss á vegunum, þeir eru ansi þröngir. Það gerir okkur svolítið stressaða.“Cole og Jacob hugðust stoppa við helstu ferðamannastaði á ferð sinni um Suðurland, þar á meðal Gullfoss.Vísir/VilhelmHugmyndin kviknaði í landafræðitíma í níunda bekk Bæði Jacob og Cole viðurkenndu að hvorugur þeirra væri sérstaklega „ákafur“ hjólreiðamaður, þó að þeir nytu þess báðir að hjóla. En hvað varð þá til þess að þeir ákváðu að rífa sig frá flatlendinu í Ontario og skella sér á holótt malbikið á Íslandi – og hjóla þar stanslaust í viku? Strákarnir sögðu hugmyndina hafa kviknað í landafræðitíma í níunda bekk. „Upphaflega ætlaði ég að fara einn,“ sagði Cole. „Við gerðum landafræðiverkefni um Ísland í níunda bekk og mér fannst landið stórkostlegt, bara út frá myndunum. Þremur árum síðar horfðum við svo á umfjöllun um mann sem hjólaði þvert yfir Kanada og ég skeytti þessum hugmyndum saman. Ég hugsaði með mér að það yrði æðisleg ferð, að hjóla um Ísland.“ Tveimur mánuðum áður en Cole hélt í ferðina ákvað Jacob svo að uppfylla langþráðan draum og slást í för með honum. „Mig hefur alltaf langað til að heimsækja Ísland og ég greip tækifærið,“ sagði Jacob. Blaðamaður skildi við Cole og Jacob þar sem þeir stóðu í biðröð eftir kærkomnum kaffibolla. Ferðin var rétt að byrja og ýmislegt spennandi framundan, þó að strákarnir væru raunar strax farnir að renna hýru auga til þess sem á dagskrá var síðasta daginn: dýfu í Bláa lónið til að hvíla lúna fætur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Sjá meira