Greinileg merki um aukinn jarðhita á Reykjaneshrygg Jóhann K. Jóhannsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 9. ágúst 2018 20:45 Í fyrsta skipti hefur tekist að kafa niður að hafsbotninum á Reykjaneshrygg og kanna jarðhitann og lífríkið á svæðinu. Greinileg merki eru um aukinn jarðhita á sjávarbotninum næst Íslandi. Þýska rannsóknarskipið Maria S. Merian lagðist að bryggju við Reykjavíkurhöfn í gærmorgun eftir sex vikna leiðangur suður af Íslandi. Áhöfnin var glaðbeitt eftir vel heppnaðan túr þar sem leitað var eftir jarðhitavirkni á Reykjaneshrygg og var sjávarbotninn kortlagður nákvæmlega á völdum stöðum. Einungis tókst að finna virkt jarðhitasvæði á Steinhóli sem er næst Íslandi en á hinum svæðunum var engin jarðhitavirkni. „Við vorum að reyna að komast að því hvernig eldstöðvar á hafsbotni virka. Það hefur ekki verið auðvelt að finna hvar þær gefa frá sér hita út í sjóinn. Þær ættu að gera það og við reyndum að finna hvar hitinn kemur út,” segir Collin Devey prófessor og sérfræðingur í eldfjallafræði neðansjávar við Geomar stofnunina í Kiel. Rannsóknarverkefnið var gríðarlega umfangsmikið en um fjörutíu vísindamenn voru í áhöfn skipsins en auk þeirra koma mun fleiri að úrvinnslu allra þeirra gagna sem var safnað. Devey segir að það hafi komið vísindamönnum á óvart að eldfjöll neðansjávar á svæðinu eru ekki eins stór eins og ætla mætti og neðansjávareldgos sem verða séu ekki stór. „Þau ættu að vera það en svo virðist ekki vera svo ég hef brotið heilann mikið um hvað sé í gangi þarna niðri,” segir Devey. Í fyrsta sinn var kafað niður að jarðhitastrýtum, sýni tekin og lífríki greint og í fyrsta skipti var sjávarbotninn kannaður. Jarðhitastrýturnar eru rúmlega meters háar og sáu vísindamenn hvernig hitinn streymdi út í vatnið „Fiskarnir syntu í kring en fóru ekki í heita vatnið því þeir vilja ekki láta sjóða sig á hafsbotni,” segir Devey. Lífríkið á svæðinu var ekki rannsakað og segir líffræðingur um borð að nýjar lífverur hafi fundist. „Við gerðum margar óvæntar uppgötvanir. Við kunnum meira að segja að hafa fundið nýja ætt dýra. Flokkunarfræðingarnir um borð verða að lýsa henni. Og líka nýjar tegundir. Mikið af spennandi efni,“ segir Dr. Saskia Brix sjávarlíffræðingur. Jarðvísindadeild Háskóla Íslands kemur að rannsóknunum en nemi í meistaranámi í jarðvísindum var í áhöfn skipsins. „Það sem að við fáum út úr þessu er náttúrulega gríðarlegt gagnasafn af kortagögnum af hafsbotninum og á mjög áhugaverðu svæði. Þannig það verður mikil vinna næstu árin að skoða þetta,” segir Daníel Þórhallsson, meistaranemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands. Umhverfismál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Í fyrsta skipti hefur tekist að kafa niður að hafsbotninum á Reykjaneshrygg og kanna jarðhitann og lífríkið á svæðinu. Greinileg merki eru um aukinn jarðhita á sjávarbotninum næst Íslandi. Þýska rannsóknarskipið Maria S. Merian lagðist að bryggju við Reykjavíkurhöfn í gærmorgun eftir sex vikna leiðangur suður af Íslandi. Áhöfnin var glaðbeitt eftir vel heppnaðan túr þar sem leitað var eftir jarðhitavirkni á Reykjaneshrygg og var sjávarbotninn kortlagður nákvæmlega á völdum stöðum. Einungis tókst að finna virkt jarðhitasvæði á Steinhóli sem er næst Íslandi en á hinum svæðunum var engin jarðhitavirkni. „Við vorum að reyna að komast að því hvernig eldstöðvar á hafsbotni virka. Það hefur ekki verið auðvelt að finna hvar þær gefa frá sér hita út í sjóinn. Þær ættu að gera það og við reyndum að finna hvar hitinn kemur út,” segir Collin Devey prófessor og sérfræðingur í eldfjallafræði neðansjávar við Geomar stofnunina í Kiel. Rannsóknarverkefnið var gríðarlega umfangsmikið en um fjörutíu vísindamenn voru í áhöfn skipsins en auk þeirra koma mun fleiri að úrvinnslu allra þeirra gagna sem var safnað. Devey segir að það hafi komið vísindamönnum á óvart að eldfjöll neðansjávar á svæðinu eru ekki eins stór eins og ætla mætti og neðansjávareldgos sem verða séu ekki stór. „Þau ættu að vera það en svo virðist ekki vera svo ég hef brotið heilann mikið um hvað sé í gangi þarna niðri,” segir Devey. Í fyrsta sinn var kafað niður að jarðhitastrýtum, sýni tekin og lífríki greint og í fyrsta skipti var sjávarbotninn kannaður. Jarðhitastrýturnar eru rúmlega meters háar og sáu vísindamenn hvernig hitinn streymdi út í vatnið „Fiskarnir syntu í kring en fóru ekki í heita vatnið því þeir vilja ekki láta sjóða sig á hafsbotni,” segir Devey. Lífríkið á svæðinu var ekki rannsakað og segir líffræðingur um borð að nýjar lífverur hafi fundist. „Við gerðum margar óvæntar uppgötvanir. Við kunnum meira að segja að hafa fundið nýja ætt dýra. Flokkunarfræðingarnir um borð verða að lýsa henni. Og líka nýjar tegundir. Mikið af spennandi efni,“ segir Dr. Saskia Brix sjávarlíffræðingur. Jarðvísindadeild Háskóla Íslands kemur að rannsóknunum en nemi í meistaranámi í jarðvísindum var í áhöfn skipsins. „Það sem að við fáum út úr þessu er náttúrulega gríðarlegt gagnasafn af kortagögnum af hafsbotninum og á mjög áhugaverðu svæði. Þannig það verður mikil vinna næstu árin að skoða þetta,” segir Daníel Þórhallsson, meistaranemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands.
Umhverfismál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira