Ljósmæður farnar að snúa til baka til starfa á Landspítala Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. júlí 2018 07:00 Ingibjörg Hreiðarsdóttir, ein af yfirljósmæðrum í fæðingarþjónustu, að störfum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Helgin var erfið en þetta er hægt og rólega að komast í samt lag,“ segir Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á göngudeild mæðraverndar og fósturgreiningu á Landspítalanum. Hún segir að þær ljósmæður sem létu af störfum 1. júlí séu byrjaðar að skila sér til baka. „Einhverjar þeirra hafa sótt um aftur og meðal annars eru fimm umsóknir á meðgöngu- og sængurlegudeild. Þá eru einhverjar búnar að ráða sig til okkar tímabundið.“ Spítalinn hefur heimild til að ráða inn tímabundið eða á tímavinnusamningum til að brúa bilið við svona aðstæður. Að sögn Ingibjargar er aðgerðaáætlunin sem sett var upp í byrjun mánaðarins enn í gildi. „Það er misjafnt hversu ítarlega við þurfum að fylgja henni. Við tökum þetta enn bara einn dag í einu. Við erum samt bjartsýn á að þessi vika verði betri en síðasta.“ Ingibjörg segir það hjálpa til að um síðastliðna helgi hafi verið skipt út fólki í sumarleyfum. Þannig hafi starfsmenn komið til baka úr sumarleyfum og aðrir hafið sín leyfi. Það hljóti að hjálpa til á næstunni þar sem mikið álag hafi verið á starfsmönnum undanfarið og mikillar þreytu farið að gæta hjá ljósmæðrum.Sjá einnig: Átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka „Eins og staðan er núna þurfum við ekki að senda konur á aðrar heilbrigðisstofnanir en sá möguleiki er enn fyrir hendi verði þörf á því. Samstarfið hefur verið mjög farsælt og í raun farið fram úr björtustu vonum enda hefur þetta ástand verið erfitt fyrir alla.“Ríkissáttasemjari skipaði í gær þriggja manna gerðardóm í deilu Ljósmæðrafélagsins og ríkisins. Dóminn skipa þau Magnús Pétursson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, sem er formaður, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, og Bára Hildur Jóhannesdóttir, ljósmóðir og deildarstjóri á Landspítala. Skipun gerðardómsins var hluti miðlunartillögu sem ljósmæður samþykktu með miklum meirihluta í síðustu viku. Gerðardómi er ætlað að meta hvort launasetning ljósmæðra sé í samræmi við menntun, álag og inntak starfsins. Í tilkynningu frá Ríkissáttasemjara segir að gerðardómur skuli hafa til hliðsjónar við ákvörðun sína kjör og launaþróun þeirra hópa sem sinni sambærilegum störfum og hafi sambærilega menntun, vinnutíma og ábyrgð. Niðurstaða gerðardóms á að liggja fyrir í síðasta lagi 1. september næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka Alls hafa átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka á Landspítalanum en alls höfðu 34 ljósmæður sagt upp á spítalanum á meðan á kjaradeilu þeirra við ríkið stóð. 26. júlí 2018 15:39 Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Ríkissáttasemjari skipar gerðardóm í ljósmæðradeilu Gerðardómurinn er skipaður á grundvelli miðlunartillögu sáttasemjara sem samþykkt var af samningsaðilum. 30. júlí 2018 11:19 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Helgin var erfið en þetta er hægt og rólega að komast í samt lag,“ segir Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á göngudeild mæðraverndar og fósturgreiningu á Landspítalanum. Hún segir að þær ljósmæður sem létu af störfum 1. júlí séu byrjaðar að skila sér til baka. „Einhverjar þeirra hafa sótt um aftur og meðal annars eru fimm umsóknir á meðgöngu- og sængurlegudeild. Þá eru einhverjar búnar að ráða sig til okkar tímabundið.“ Spítalinn hefur heimild til að ráða inn tímabundið eða á tímavinnusamningum til að brúa bilið við svona aðstæður. Að sögn Ingibjargar er aðgerðaáætlunin sem sett var upp í byrjun mánaðarins enn í gildi. „Það er misjafnt hversu ítarlega við þurfum að fylgja henni. Við tökum þetta enn bara einn dag í einu. Við erum samt bjartsýn á að þessi vika verði betri en síðasta.“ Ingibjörg segir það hjálpa til að um síðastliðna helgi hafi verið skipt út fólki í sumarleyfum. Þannig hafi starfsmenn komið til baka úr sumarleyfum og aðrir hafið sín leyfi. Það hljóti að hjálpa til á næstunni þar sem mikið álag hafi verið á starfsmönnum undanfarið og mikillar þreytu farið að gæta hjá ljósmæðrum.Sjá einnig: Átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka „Eins og staðan er núna þurfum við ekki að senda konur á aðrar heilbrigðisstofnanir en sá möguleiki er enn fyrir hendi verði þörf á því. Samstarfið hefur verið mjög farsælt og í raun farið fram úr björtustu vonum enda hefur þetta ástand verið erfitt fyrir alla.“Ríkissáttasemjari skipaði í gær þriggja manna gerðardóm í deilu Ljósmæðrafélagsins og ríkisins. Dóminn skipa þau Magnús Pétursson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, sem er formaður, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, og Bára Hildur Jóhannesdóttir, ljósmóðir og deildarstjóri á Landspítala. Skipun gerðardómsins var hluti miðlunartillögu sem ljósmæður samþykktu með miklum meirihluta í síðustu viku. Gerðardómi er ætlað að meta hvort launasetning ljósmæðra sé í samræmi við menntun, álag og inntak starfsins. Í tilkynningu frá Ríkissáttasemjara segir að gerðardómur skuli hafa til hliðsjónar við ákvörðun sína kjör og launaþróun þeirra hópa sem sinni sambærilegum störfum og hafi sambærilega menntun, vinnutíma og ábyrgð. Niðurstaða gerðardóms á að liggja fyrir í síðasta lagi 1. september næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka Alls hafa átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka á Landspítalanum en alls höfðu 34 ljósmæður sagt upp á spítalanum á meðan á kjaradeilu þeirra við ríkið stóð. 26. júlí 2018 15:39 Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Ríkissáttasemjari skipar gerðardóm í ljósmæðradeilu Gerðardómurinn er skipaður á grundvelli miðlunartillögu sáttasemjara sem samþykkt var af samningsaðilum. 30. júlí 2018 11:19 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka Alls hafa átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka á Landspítalanum en alls höfðu 34 ljósmæður sagt upp á spítalanum á meðan á kjaradeilu þeirra við ríkið stóð. 26. júlí 2018 15:39
Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00
Ríkissáttasemjari skipar gerðardóm í ljósmæðradeilu Gerðardómurinn er skipaður á grundvelli miðlunartillögu sáttasemjara sem samþykkt var af samningsaðilum. 30. júlí 2018 11:19
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent