Colbert spænir í eigin yfirmann Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2018 10:00 Stephen Colbert. Vísir/Getty Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær. Moonves hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af sex konum. Í samtali við blaðamanninn Ronan Farrow, sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein, sögðu konurnar að hann hefði bæði kysst og snert þær án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Farrow hefur einnig eftir þrjátíu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum CBS-stjónvarpsstöðvarinnar að Moonves hafi stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áreitni. Starfsmenn sem uppvísir voru að slíkri hegðun hafi fengið stöðuhækkanir og þolendunum hafi verið greitt fyrir þagmælsku sína. Sjá einnig: Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Colbert byrjaði þátt sinn á því að segja nokkra brandara um Moonves og meðal þeirra var sá brandari að hann vonaðist til þess að hann væri ekki að horfa á þáttinn. Seinna í þættinum, eftir upphafsræðu Colbert, varð hann þó heldur alvarlegri og tók málið sérstaklega fyrir. Eftir að hafa spurt hvort nokkuð væri búið að slökkva á útsendingu þeirra benti hann á að #MeToo vitundarvakningin væri að verða árs gömul. Þá sagði hann gott að konur hefðu fundið aflið til að segja sögur sínar. „Því, það er skrítið að þurfa að segja þetta, það að valdamiklir menn níðist á tiltölulega valdlitlum starfsmönnum er rangt. Við vitum að það er rangt núna og við vissum að það var rangt þá. Hvernig vissum við að það var rangt þá? Því við vitum að þessir menn reyndu að koma í veg fyrir að konurnar sögðu sínar sögur,“ sagði Colbert. Þá sagði Colbert að ábyrgð væri tilganglaus ef hún næði ekki yfir alla. Hann sagðist ekki vita hvað muni gerast varðandi Moonves en hann trúði á að menn væri ábyrgir gjörða sinna og þá ekki bara stjórnmálamenn sem maður væri ósammála. „Allir vilja að menn séu ábyrgir gjörða sinna, nema umræddur maður er „þeirra maður“ og hafið á hreinu að Les Moonves er „minn maður“. Hann réði mig til að sitja í þessum stól. Hann stóð við bakið á þættinum á meðan við áttum erfitt með að finna okkur. Hann gaf okkur það sem við þurftum og stóð við bakið á okkur þegar fólk var reitt við mig og ég kann vel við að vinna fyrir hann. En ábyrgð er tilgangslaus, nema hún nái yfir alla. Hvort sem það er yfirmaður sjónvarpsstöðvar eða leiðtogi hins frjálsa heims,“ sagði Colbert. Fyrra myndbandið er upphaf þáttarins. Þar tjáir Colbert sig um Moonves í tæpar þrjár mínútur. Svo að neðan fer hann nánar í málið. MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær. Moonves hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af sex konum. Í samtali við blaðamanninn Ronan Farrow, sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein, sögðu konurnar að hann hefði bæði kysst og snert þær án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Farrow hefur einnig eftir þrjátíu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum CBS-stjónvarpsstöðvarinnar að Moonves hafi stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áreitni. Starfsmenn sem uppvísir voru að slíkri hegðun hafi fengið stöðuhækkanir og þolendunum hafi verið greitt fyrir þagmælsku sína. Sjá einnig: Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Colbert byrjaði þátt sinn á því að segja nokkra brandara um Moonves og meðal þeirra var sá brandari að hann vonaðist til þess að hann væri ekki að horfa á þáttinn. Seinna í þættinum, eftir upphafsræðu Colbert, varð hann þó heldur alvarlegri og tók málið sérstaklega fyrir. Eftir að hafa spurt hvort nokkuð væri búið að slökkva á útsendingu þeirra benti hann á að #MeToo vitundarvakningin væri að verða árs gömul. Þá sagði hann gott að konur hefðu fundið aflið til að segja sögur sínar. „Því, það er skrítið að þurfa að segja þetta, það að valdamiklir menn níðist á tiltölulega valdlitlum starfsmönnum er rangt. Við vitum að það er rangt núna og við vissum að það var rangt þá. Hvernig vissum við að það var rangt þá? Því við vitum að þessir menn reyndu að koma í veg fyrir að konurnar sögðu sínar sögur,“ sagði Colbert. Þá sagði Colbert að ábyrgð væri tilganglaus ef hún næði ekki yfir alla. Hann sagðist ekki vita hvað muni gerast varðandi Moonves en hann trúði á að menn væri ábyrgir gjörða sinna og þá ekki bara stjórnmálamenn sem maður væri ósammála. „Allir vilja að menn séu ábyrgir gjörða sinna, nema umræddur maður er „þeirra maður“ og hafið á hreinu að Les Moonves er „minn maður“. Hann réði mig til að sitja í þessum stól. Hann stóð við bakið á þættinum á meðan við áttum erfitt með að finna okkur. Hann gaf okkur það sem við þurftum og stóð við bakið á okkur þegar fólk var reitt við mig og ég kann vel við að vinna fyrir hann. En ábyrgð er tilgangslaus, nema hún nái yfir alla. Hvort sem það er yfirmaður sjónvarpsstöðvar eða leiðtogi hins frjálsa heims,“ sagði Colbert. Fyrra myndbandið er upphaf þáttarins. Þar tjáir Colbert sig um Moonves í tæpar þrjár mínútur. Svo að neðan fer hann nánar í málið.
MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira