Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. júlí 2018 15:54 Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. vísir/jón sigurður „Ég vona að ég verði góður bæjarstjóri og muni reynast samstarfsfólki mínu, íbúum og samfélaginu vel,“ segir Ásthildur Sturludóttir sem hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri Akureyrar. Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem hefur gegnt starfinu síðastliðin átta ár. Ásthildur segir að hagsmunagæsla fyrir sveitarfélagið vera stærsta verkefnið framundan. „Það er bara alltaf þannig að landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig og stöðugt að vera að gæta sinna hagsmuna, alveg sama hvaða pólitíska landslag er hverju sinni,“ segir Ásthildur. Sveitarstjórnir þurfi í sífellu að gæta að því að tryggja nægt fjármagn fyrir verkefnin. Ásthildur þekkir þessa baráttu vel af eigin raun því hún hefur verið bæjarstjóri í Vesturbyggð síðastliðin átta ár. „Þetta er svo sem ekkert nýtt fyrir mér. Ég hef verið að standa í samskiptum við ríkið þessi ár sem ég hef verið bæjarstjóri. Það eru mjög stór verkefni sem sveitarfélögin vinna með ríkinu. Framundan eru stór mál á dagskrá eins og flugvöllurinn, raforkuöryggi og önnur samskipti ríkis og sveitarfélaga varðandi verkaskiptingu.“ Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, sagði í byrjun júní, í samtali við fréttastofu, að bæjarstjóri Akureyrar þyrfti að leiða stjórnsýslu bæjarins og meirihlutasamstarfið en á sama tíma að bæta meirihlutasamstarfið með styrkleika sínum. Þá sé afar brýnt að nýr bæjarstjóri þekkti til stjórnsýslunnar. Ásthildur er með MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York. „Ég hef verið starfandi sem bæjarstjóri í átta ár svo ég þekki mjög vel til stjórnsýslunnar og hef í raun starfað innan stjórnsýslunnar allt frá því ég lauk háskólaprófi þannig að ég þekki mjög vel til,“ segir Ásthildur. Ásthildur hefur enga tengingu norður í land en er afar spennt að kynnast samfélaginu á Akureyri. Hún hefur störf um miðjan september. „Þetta er allt nýtt fyrir okkur fjölskyldunni. Við erum full tilhlökkunar og erum sannfærð um að þetta verði mikið gæfuspor,“ segir Ásthildur. Ráðningar Tengdar fréttir Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Ég vona að ég verði góður bæjarstjóri og muni reynast samstarfsfólki mínu, íbúum og samfélaginu vel,“ segir Ásthildur Sturludóttir sem hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri Akureyrar. Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem hefur gegnt starfinu síðastliðin átta ár. Ásthildur segir að hagsmunagæsla fyrir sveitarfélagið vera stærsta verkefnið framundan. „Það er bara alltaf þannig að landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig og stöðugt að vera að gæta sinna hagsmuna, alveg sama hvaða pólitíska landslag er hverju sinni,“ segir Ásthildur. Sveitarstjórnir þurfi í sífellu að gæta að því að tryggja nægt fjármagn fyrir verkefnin. Ásthildur þekkir þessa baráttu vel af eigin raun því hún hefur verið bæjarstjóri í Vesturbyggð síðastliðin átta ár. „Þetta er svo sem ekkert nýtt fyrir mér. Ég hef verið að standa í samskiptum við ríkið þessi ár sem ég hef verið bæjarstjóri. Það eru mjög stór verkefni sem sveitarfélögin vinna með ríkinu. Framundan eru stór mál á dagskrá eins og flugvöllurinn, raforkuöryggi og önnur samskipti ríkis og sveitarfélaga varðandi verkaskiptingu.“ Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, sagði í byrjun júní, í samtali við fréttastofu, að bæjarstjóri Akureyrar þyrfti að leiða stjórnsýslu bæjarins og meirihlutasamstarfið en á sama tíma að bæta meirihlutasamstarfið með styrkleika sínum. Þá sé afar brýnt að nýr bæjarstjóri þekkti til stjórnsýslunnar. Ásthildur er með MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York. „Ég hef verið starfandi sem bæjarstjóri í átta ár svo ég þekki mjög vel til stjórnsýslunnar og hef í raun starfað innan stjórnsýslunnar allt frá því ég lauk háskólaprófi þannig að ég þekki mjög vel til,“ segir Ásthildur. Ásthildur hefur enga tengingu norður í land en er afar spennt að kynnast samfélaginu á Akureyri. Hún hefur störf um miðjan september. „Þetta er allt nýtt fyrir okkur fjölskyldunni. Við erum full tilhlökkunar og erum sannfærð um að þetta verði mikið gæfuspor,“ segir Ásthildur.
Ráðningar Tengdar fréttir Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30