Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. júlí 2018 15:54 Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. vísir/jón sigurður „Ég vona að ég verði góður bæjarstjóri og muni reynast samstarfsfólki mínu, íbúum og samfélaginu vel,“ segir Ásthildur Sturludóttir sem hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri Akureyrar. Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem hefur gegnt starfinu síðastliðin átta ár. Ásthildur segir að hagsmunagæsla fyrir sveitarfélagið vera stærsta verkefnið framundan. „Það er bara alltaf þannig að landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig og stöðugt að vera að gæta sinna hagsmuna, alveg sama hvaða pólitíska landslag er hverju sinni,“ segir Ásthildur. Sveitarstjórnir þurfi í sífellu að gæta að því að tryggja nægt fjármagn fyrir verkefnin. Ásthildur þekkir þessa baráttu vel af eigin raun því hún hefur verið bæjarstjóri í Vesturbyggð síðastliðin átta ár. „Þetta er svo sem ekkert nýtt fyrir mér. Ég hef verið að standa í samskiptum við ríkið þessi ár sem ég hef verið bæjarstjóri. Það eru mjög stór verkefni sem sveitarfélögin vinna með ríkinu. Framundan eru stór mál á dagskrá eins og flugvöllurinn, raforkuöryggi og önnur samskipti ríkis og sveitarfélaga varðandi verkaskiptingu.“ Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, sagði í byrjun júní, í samtali við fréttastofu, að bæjarstjóri Akureyrar þyrfti að leiða stjórnsýslu bæjarins og meirihlutasamstarfið en á sama tíma að bæta meirihlutasamstarfið með styrkleika sínum. Þá sé afar brýnt að nýr bæjarstjóri þekkti til stjórnsýslunnar. Ásthildur er með MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York. „Ég hef verið starfandi sem bæjarstjóri í átta ár svo ég þekki mjög vel til stjórnsýslunnar og hef í raun starfað innan stjórnsýslunnar allt frá því ég lauk háskólaprófi þannig að ég þekki mjög vel til,“ segir Ásthildur. Ásthildur hefur enga tengingu norður í land en er afar spennt að kynnast samfélaginu á Akureyri. Hún hefur störf um miðjan september. „Þetta er allt nýtt fyrir okkur fjölskyldunni. Við erum full tilhlökkunar og erum sannfærð um að þetta verði mikið gæfuspor,“ segir Ásthildur. Ráðningar Tengdar fréttir Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
„Ég vona að ég verði góður bæjarstjóri og muni reynast samstarfsfólki mínu, íbúum og samfélaginu vel,“ segir Ásthildur Sturludóttir sem hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri Akureyrar. Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem hefur gegnt starfinu síðastliðin átta ár. Ásthildur segir að hagsmunagæsla fyrir sveitarfélagið vera stærsta verkefnið framundan. „Það er bara alltaf þannig að landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig og stöðugt að vera að gæta sinna hagsmuna, alveg sama hvaða pólitíska landslag er hverju sinni,“ segir Ásthildur. Sveitarstjórnir þurfi í sífellu að gæta að því að tryggja nægt fjármagn fyrir verkefnin. Ásthildur þekkir þessa baráttu vel af eigin raun því hún hefur verið bæjarstjóri í Vesturbyggð síðastliðin átta ár. „Þetta er svo sem ekkert nýtt fyrir mér. Ég hef verið að standa í samskiptum við ríkið þessi ár sem ég hef verið bæjarstjóri. Það eru mjög stór verkefni sem sveitarfélögin vinna með ríkinu. Framundan eru stór mál á dagskrá eins og flugvöllurinn, raforkuöryggi og önnur samskipti ríkis og sveitarfélaga varðandi verkaskiptingu.“ Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, sagði í byrjun júní, í samtali við fréttastofu, að bæjarstjóri Akureyrar þyrfti að leiða stjórnsýslu bæjarins og meirihlutasamstarfið en á sama tíma að bæta meirihlutasamstarfið með styrkleika sínum. Þá sé afar brýnt að nýr bæjarstjóri þekkti til stjórnsýslunnar. Ásthildur er með MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York. „Ég hef verið starfandi sem bæjarstjóri í átta ár svo ég þekki mjög vel til stjórnsýslunnar og hef í raun starfað innan stjórnsýslunnar allt frá því ég lauk háskólaprófi þannig að ég þekki mjög vel til,“ segir Ásthildur. Ásthildur hefur enga tengingu norður í land en er afar spennt að kynnast samfélaginu á Akureyri. Hún hefur störf um miðjan september. „Þetta er allt nýtt fyrir okkur fjölskyldunni. Við erum full tilhlökkunar og erum sannfærð um að þetta verði mikið gæfuspor,“ segir Ásthildur.
Ráðningar Tengdar fréttir Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30