Nýr bæjarstjóri verði að hafa ástríðu fyrir svæðinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. júní 2018 12:02 Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segir að flokkarnir í meirihluta stefni á að undirrita málefnasamning á þriðjudag. Vísir/Auðunn Níelsson Samfylking, Framsóknarflokkur og L-listi hafa náð saman um myndun meirihluta á Akureyri en málefnasamningur verður um helgina lagður fyrir bakland flokkanna til samþykktar. Að því gefnu að félagsmenn ljái samningnum samþykki sitt koma talsmenn meirihlutasamstarfsins til með að kynna efni nýs málefnasamnings fyrir bæjarbúum á þriðjudag, áður en bæjarstjórnarfundur er settur. Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi að félagsmenn Samfylkingarinnar hefðu á undanförnum dögum komið að málefnavinnu meirihlutans en um helgina verður farið yfir málefnasamninginn á breiðari og formlegri grundvelli. Oddvitar flokkanna þriggja sögðu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga að þeir vildu faglega ráðinn bæjarstjóra en Hilda Jana segir að flokkarnir séu enn sömu skoðunar. Áframhaldandi meirihluti kemur því til að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra því Eiríkur Björn Björgvinsson, núverandi bæjarstjóri á Akureyri, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa.Hér má sjá bæjarfulltrúa á Akureyri á komandi kjörtímabili.vísir/GvendurEn hvaða eiginleikum þarf nýr bæjarstjóri á Akureyri að búa yfir og eftir hverju leitið þið?„Við erum að leita að hinni fullkomnu mannveru,“ segir Hilda Jana og skellir upp úr. „Nei nei, við erum að leita að einhverjum sem annars vegar leiðir stjórnsýslu bæjarins og meirihlutasamstarfið en á sama tíma getur bætt við þann hóp sem er í meirihluta; er með aðra styrkleika sem eru mikilvægir. Þetta er ennþá ekkert ákveðið en ég held að það yrði líka mikilvægt að viðkomandi þekkti til stjórnsýslunnar hjá ríkisvaldinu af því það eru stór mál sem eru framundan: Millilandaflug, tengsl við Isavia, raforkuflutningsgjöld, stofnsamningar vegna öldrunarmála, menningarmál og fleira. Það er þetta sem ég hef á bakvið eyrað en við eigum eftir að setja þetta niður,“ segir Hilda Jana sem bætir við að nýr bæjarstjóri verði að hafa ástríðu fyrir svæðinu. Í málefnasamningi, sem verður kynntur ítarlega á þriðjudag, eru leikskólamálin í brennidepli: „Það gefur augaleið að það sem við töluðum öll mest um í kosningabaráttunni eru leikskólamálin. Það verður mikil áhersla á þau. Það er eitthvað sem allir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Það er stóra málið.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36 Viðræður um myndun meirihluta ganga vel á Akureyri Flokkarnir hafa gefið sér tiltekinn tímaramma fyrir viðræðurnar og ætla að láta á það reyna hvort flokkarnir nái ekki saman fyrir mánaðamót. 29. maí 2018 16:42 L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Samfylking, Framsóknarflokkur og L-listi hafa náð saman um myndun meirihluta á Akureyri en málefnasamningur verður um helgina lagður fyrir bakland flokkanna til samþykktar. Að því gefnu að félagsmenn ljái samningnum samþykki sitt koma talsmenn meirihlutasamstarfsins til með að kynna efni nýs málefnasamnings fyrir bæjarbúum á þriðjudag, áður en bæjarstjórnarfundur er settur. Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi að félagsmenn Samfylkingarinnar hefðu á undanförnum dögum komið að málefnavinnu meirihlutans en um helgina verður farið yfir málefnasamninginn á breiðari og formlegri grundvelli. Oddvitar flokkanna þriggja sögðu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga að þeir vildu faglega ráðinn bæjarstjóra en Hilda Jana segir að flokkarnir séu enn sömu skoðunar. Áframhaldandi meirihluti kemur því til að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra því Eiríkur Björn Björgvinsson, núverandi bæjarstjóri á Akureyri, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa.Hér má sjá bæjarfulltrúa á Akureyri á komandi kjörtímabili.vísir/GvendurEn hvaða eiginleikum þarf nýr bæjarstjóri á Akureyri að búa yfir og eftir hverju leitið þið?„Við erum að leita að hinni fullkomnu mannveru,“ segir Hilda Jana og skellir upp úr. „Nei nei, við erum að leita að einhverjum sem annars vegar leiðir stjórnsýslu bæjarins og meirihlutasamstarfið en á sama tíma getur bætt við þann hóp sem er í meirihluta; er með aðra styrkleika sem eru mikilvægir. Þetta er ennþá ekkert ákveðið en ég held að það yrði líka mikilvægt að viðkomandi þekkti til stjórnsýslunnar hjá ríkisvaldinu af því það eru stór mál sem eru framundan: Millilandaflug, tengsl við Isavia, raforkuflutningsgjöld, stofnsamningar vegna öldrunarmála, menningarmál og fleira. Það er þetta sem ég hef á bakvið eyrað en við eigum eftir að setja þetta niður,“ segir Hilda Jana sem bætir við að nýr bæjarstjóri verði að hafa ástríðu fyrir svæðinu. Í málefnasamningi, sem verður kynntur ítarlega á þriðjudag, eru leikskólamálin í brennidepli: „Það gefur augaleið að það sem við töluðum öll mest um í kosningabaráttunni eru leikskólamálin. Það verður mikil áhersla á þau. Það er eitthvað sem allir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Það er stóra málið.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36 Viðræður um myndun meirihluta ganga vel á Akureyri Flokkarnir hafa gefið sér tiltekinn tímaramma fyrir viðræðurnar og ætla að láta á það reyna hvort flokkarnir nái ekki saman fyrir mánaðamót. 29. maí 2018 16:42 L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36
Viðræður um myndun meirihluta ganga vel á Akureyri Flokkarnir hafa gefið sér tiltekinn tímaramma fyrir viðræðurnar og ætla að láta á það reyna hvort flokkarnir nái ekki saman fyrir mánaðamót. 29. maí 2018 16:42
L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03