Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. júlí 2018 06:00 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, á fundinum á Þingvöllum. VÍSIR/ANTON BRINK Danskir fjölmiðlar hafa sýnt mikinn áhuga á mótmælaaðgerðum íslenskra þingmanna vegna þátttöku danska þingforsetans Piu Kjærsgaard í hátíðarfundi Alþingis. Auk viðtala við Kjærsgaard sjálfa hafa danskir miðlar reynt að ná tali af Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, og rætt við þingkonurnar Helgu Völu Helgadóttur og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur sem báðar mótmæltu nærveru Piu á hátíðarfundinum hvor með sínum hætti. Það eru ekki eingöngu fjölmiðlar frændþjóðarinnar sem sýna málinu áhuga heldur hafa virkir í athugasemdum Extrablaðsins ekki látið sitt eftir liggja og ausið svívirðingum yfir Íslendinga og reyndar einnig múslima sem leitað hafa hælis í Danmörku. Margir segjast helst vilja senda Íslendingum allt það fólk eða jafnvel einnig Grænlendingum með vonum um að það verði ísbjörnum að bráð. Svo mikið lá þeim heitustu á hjarta að stjórnendur vefs Extrablaðsins voru teknir að eyða út svæsnustu athugasemdunum síðdegis í gær. Innan um má þó einnig sjá athugasemdir með þökkum til þeirra þingmanna sem sniðgengu ræðu Piu eða gagnrýndu nærveru hennar. Í viðtölum í heimalandi sínu fer Pia Kjærsgaard hörðum orðum um þingmenn Pírata. Í viðtali við TV2 sagðist hún líta svo á að Píratar höguðu sér eins og illa upp aldir unglingar og ættu að tileinka sér betri mannasiði.Pia Kjærsgaard sendir Helgu Völu Helgadóttur tóninn.Vísir/HannaKjærsgaard gagnrýnir einnig Helgu Völu Helgadóttur og Loga Einarsson, þingmenn Samfylkingarinnar, og segir ljóst að þau viti greinilega ekki hvað sé að gerast í heiminum og þekki ekki sinn eigin systurflokk í Danmörku. Yfirlýsing kom frá forseta Alþingis um miðjan dag í gær. Þar segir að það séu vonbrigði að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin í tilefni fullveldisafmælisins. „Mér finnst auðvitað leitt að dagskráin hafi leitt til þess að ákveðinn blettur kom á þessi hátíðarhöld,“ segir Helga Vala Helgadóttir um yfirlýsingu forsetans og bætir við: „Það er hann sem fer með dagskrárvaldið en ekki sá sem á hana bendir.“ Um athugasemdir Piu segir Helga Vala að jafnaðarmenn á Íslandi þekki vel til systurflokksins í Danmörku og þyki leitt að hann hafi villst af leið frá jöfnuði, umhyggju fyrir öðru fólki og mannréttindum. Deilt hefur verið um hvort og á hvaða tíma þingmenn fengu upplýsingar um þátttöku Piu í hátíðarhöldunum en fyrir liggur að tilkynning þess efnis kom inn á vef þingsins 20. apríl síðastliðinn. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í forsætisnefnd, sendi í gær fyrirspurn á forseta þingsins og óskaði svara um ferlið að baki ákvörðun um boð Kjærsgaard í afmælið, hvenær ákvörðunin hefði verið tekin og hver ferill ákvörðunarinnar hefði verið. Deilt hefur verið um hversu upplýstir þingmenn voru um komu forseta danska þjóðþingsins á hátíðarfundinn á Þingvöllum í fyrradag. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Pia Kjærsgaard ekki móðguð en skýtur á Samfylkinguna "Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön.“ 19. júlí 2018 18:01 Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. 19. júlí 2018 07:35 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Danskir fjölmiðlar hafa sýnt mikinn áhuga á mótmælaaðgerðum íslenskra þingmanna vegna þátttöku danska þingforsetans Piu Kjærsgaard í hátíðarfundi Alþingis. Auk viðtala við Kjærsgaard sjálfa hafa danskir miðlar reynt að ná tali af Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, og rætt við þingkonurnar Helgu Völu Helgadóttur og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur sem báðar mótmæltu nærveru Piu á hátíðarfundinum hvor með sínum hætti. Það eru ekki eingöngu fjölmiðlar frændþjóðarinnar sem sýna málinu áhuga heldur hafa virkir í athugasemdum Extrablaðsins ekki látið sitt eftir liggja og ausið svívirðingum yfir Íslendinga og reyndar einnig múslima sem leitað hafa hælis í Danmörku. Margir segjast helst vilja senda Íslendingum allt það fólk eða jafnvel einnig Grænlendingum með vonum um að það verði ísbjörnum að bráð. Svo mikið lá þeim heitustu á hjarta að stjórnendur vefs Extrablaðsins voru teknir að eyða út svæsnustu athugasemdunum síðdegis í gær. Innan um má þó einnig sjá athugasemdir með þökkum til þeirra þingmanna sem sniðgengu ræðu Piu eða gagnrýndu nærveru hennar. Í viðtölum í heimalandi sínu fer Pia Kjærsgaard hörðum orðum um þingmenn Pírata. Í viðtali við TV2 sagðist hún líta svo á að Píratar höguðu sér eins og illa upp aldir unglingar og ættu að tileinka sér betri mannasiði.Pia Kjærsgaard sendir Helgu Völu Helgadóttur tóninn.Vísir/HannaKjærsgaard gagnrýnir einnig Helgu Völu Helgadóttur og Loga Einarsson, þingmenn Samfylkingarinnar, og segir ljóst að þau viti greinilega ekki hvað sé að gerast í heiminum og þekki ekki sinn eigin systurflokk í Danmörku. Yfirlýsing kom frá forseta Alþingis um miðjan dag í gær. Þar segir að það séu vonbrigði að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin í tilefni fullveldisafmælisins. „Mér finnst auðvitað leitt að dagskráin hafi leitt til þess að ákveðinn blettur kom á þessi hátíðarhöld,“ segir Helga Vala Helgadóttir um yfirlýsingu forsetans og bætir við: „Það er hann sem fer með dagskrárvaldið en ekki sá sem á hana bendir.“ Um athugasemdir Piu segir Helga Vala að jafnaðarmenn á Íslandi þekki vel til systurflokksins í Danmörku og þyki leitt að hann hafi villst af leið frá jöfnuði, umhyggju fyrir öðru fólki og mannréttindum. Deilt hefur verið um hvort og á hvaða tíma þingmenn fengu upplýsingar um þátttöku Piu í hátíðarhöldunum en fyrir liggur að tilkynning þess efnis kom inn á vef þingsins 20. apríl síðastliðinn. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í forsætisnefnd, sendi í gær fyrirspurn á forseta þingsins og óskaði svara um ferlið að baki ákvörðun um boð Kjærsgaard í afmælið, hvenær ákvörðunin hefði verið tekin og hver ferill ákvörðunarinnar hefði verið. Deilt hefur verið um hversu upplýstir þingmenn voru um komu forseta danska þjóðþingsins á hátíðarfundinn á Þingvöllum í fyrradag.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Pia Kjærsgaard ekki móðguð en skýtur á Samfylkinguna "Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön.“ 19. júlí 2018 18:01 Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. 19. júlí 2018 07:35 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Pia Kjærsgaard ekki móðguð en skýtur á Samfylkinguna "Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön.“ 19. júlí 2018 18:01
Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52
Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56
Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. 19. júlí 2018 07:35
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent