Einblínt á konur í listum á Extreme Chill Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2018 11:34 Pan Thorarensen, tónlistarmaður og einn skipuleggjenda Extreme Chill-tónlistarhátíðarinnar. Mynd/Ómar Sverrisson Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival fer fram í níunda sinn í Reykjavík dagana 6.-9.september 2018. Fjölmargir listamenn koma fram á hátíðinni sem haldin er á fjórum stöðum í Reykjavík. Í ár verður einblínt á konur í listum, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. „Styrkja þarf kynjahlutfall á öllum sviðum listarinnar að mínu mati þannig að fyllsta jafnræðis sé gætt,“ segir Pan Thorarensen, tónlistarmaður og einn skipuleggjenda Extreme Chill.Hátíðin verður haldin á fjórum mismunandi stöðum í miðborginni: Kaldalónssal Hörpu, Gamla Bíó, skemmtistaðnum Húrra og Fríkirkjunni í Reykjavík, ásamt nokkrum minni stöðum til viðbótar sem auglýstir verða síðar. Í ár kemur mikill fjöldi listamanna fram á hátíðinni sem verður með enn stærra sniði en áður. Á meðal þeirra sem troða upp eru Jan Jelinek, Bára Gísladóttir, Banco De Gaia, Dj Flugvél og Geimskip, Marsen Jules, Ragnhild May, Astrid Sonne, Andrew Heath, Sillus og Mankan (Kippi Kaninus & Tom Manoury). Í tilkynningu segir að hátíðin hafi vakið mikla athygli víða um heim og var t.d. valin ein af eftirtektaverðustu tónlistarhátíðum 2012 í breska dagblaðinu The Guardian, „sökum einstakrar tengingar tónlistar og náttúru.“ Passi á hátíðina kostar 8900 krónur fyrir alla fjóra dagana og fer miðasala fram á midi.is. Extreme Chill hefur verið haldin bæði í Berlín og víða um land. Hátíðin hefur einnig verið í samstarfi við ýmsar hátíðir bæði hérlendis og erlendis og er nú partur af nýju verkefni sem kallast Up node Network. Um er að ræða norrænt samstarf á milli allra helstu raftónlistarhátíða Norðurlanda. Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival fer fram í níunda sinn í Reykjavík dagana 6.-9.september 2018. Fjölmargir listamenn koma fram á hátíðinni sem haldin er á fjórum stöðum í Reykjavík. Í ár verður einblínt á konur í listum, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. „Styrkja þarf kynjahlutfall á öllum sviðum listarinnar að mínu mati þannig að fyllsta jafnræðis sé gætt,“ segir Pan Thorarensen, tónlistarmaður og einn skipuleggjenda Extreme Chill.Hátíðin verður haldin á fjórum mismunandi stöðum í miðborginni: Kaldalónssal Hörpu, Gamla Bíó, skemmtistaðnum Húrra og Fríkirkjunni í Reykjavík, ásamt nokkrum minni stöðum til viðbótar sem auglýstir verða síðar. Í ár kemur mikill fjöldi listamanna fram á hátíðinni sem verður með enn stærra sniði en áður. Á meðal þeirra sem troða upp eru Jan Jelinek, Bára Gísladóttir, Banco De Gaia, Dj Flugvél og Geimskip, Marsen Jules, Ragnhild May, Astrid Sonne, Andrew Heath, Sillus og Mankan (Kippi Kaninus & Tom Manoury). Í tilkynningu segir að hátíðin hafi vakið mikla athygli víða um heim og var t.d. valin ein af eftirtektaverðustu tónlistarhátíðum 2012 í breska dagblaðinu The Guardian, „sökum einstakrar tengingar tónlistar og náttúru.“ Passi á hátíðina kostar 8900 krónur fyrir alla fjóra dagana og fer miðasala fram á midi.is. Extreme Chill hefur verið haldin bæði í Berlín og víða um land. Hátíðin hefur einnig verið í samstarfi við ýmsar hátíðir bæði hérlendis og erlendis og er nú partur af nýju verkefni sem kallast Up node Network. Um er að ræða norrænt samstarf á milli allra helstu raftónlistarhátíða Norðurlanda.
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“