Gulli: Ég hef alveg átt nokkrar ágætis markvörslur í sumar Magnús Ellert Bjarnason skrifar 22. júlí 2018 21:30 Gulli hefur verið góður í sumar. vísir/ernir Það var ekki að sjá í kvöld að Gunnleifur Gunnleifsson (Gulli), markmaður Blika, sé elsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Varði hann nokkrum sinnum frábærlega í síðari hálfleik í stöðunni 1-1 og á hann því stóran þátt í mikilvægum 4-1 stórsigri Breiðabliks á FH í kvöld. Gulli gat því ekki verið annað en ánægður í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. „Það er geggjað að vinna frábært lið eins og FH 4-1. Þeir létu okkur heldur betur hafa fyrir þessu í kvöld, enda með gæðaleikmenn í öllum stöðum. En þetta var frábær frammistaða hjá grænklæddu strákunum og við verðskulduðum þennan sigur fyllilega. Við vissum að FH væru nýbúnir að spila erfiða evrópuleiki og að við gætum klárað þetta í seinni hálfleik,“ sagði Gulli. Tók Gulli eftir því að leikmenn FH væru þreyttir eftir leiki þeirra í Evrópukeppninni? „Já, mér fannst það. Mér fannst þeir ætla að reyna að knýja fram sigurmarkið og halda svo, en þeim tókst það sem betur fer ekki. FH vill að sjálfsögðu alltaf vinna, þeir sætta sig ekki við jafntefli, og þegar þeim tókst ekki að skora mark númer tvö fannst mér við ganga á lagið og hlaupa yfir þá, ” sagði Gulli. Gulli varði tvívegis stórkostlega í síðari hálfleik frá Steven Lennon og hélt sínum mönnum inní leiknum. Voru þetta hans bestu markvörslur í sumar? „Þótt þetta hafi kannski „lookað” vel hjá mér, þá voru þetta ekki mínar bestu markvörslur í sumar. Ég hef alveg átt nokkrar aðrar ágætar í sumar,” sagði Gulli að lokum og glotti. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 4-1 | Breiðablik niðurlægði FH Blikar fóru í annað skipti illa með FH á þessu tímabili. 22. júlí 2018 22:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Það var ekki að sjá í kvöld að Gunnleifur Gunnleifsson (Gulli), markmaður Blika, sé elsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Varði hann nokkrum sinnum frábærlega í síðari hálfleik í stöðunni 1-1 og á hann því stóran þátt í mikilvægum 4-1 stórsigri Breiðabliks á FH í kvöld. Gulli gat því ekki verið annað en ánægður í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. „Það er geggjað að vinna frábært lið eins og FH 4-1. Þeir létu okkur heldur betur hafa fyrir þessu í kvöld, enda með gæðaleikmenn í öllum stöðum. En þetta var frábær frammistaða hjá grænklæddu strákunum og við verðskulduðum þennan sigur fyllilega. Við vissum að FH væru nýbúnir að spila erfiða evrópuleiki og að við gætum klárað þetta í seinni hálfleik,“ sagði Gulli. Tók Gulli eftir því að leikmenn FH væru þreyttir eftir leiki þeirra í Evrópukeppninni? „Já, mér fannst það. Mér fannst þeir ætla að reyna að knýja fram sigurmarkið og halda svo, en þeim tókst það sem betur fer ekki. FH vill að sjálfsögðu alltaf vinna, þeir sætta sig ekki við jafntefli, og þegar þeim tókst ekki að skora mark númer tvö fannst mér við ganga á lagið og hlaupa yfir þá, ” sagði Gulli. Gulli varði tvívegis stórkostlega í síðari hálfleik frá Steven Lennon og hélt sínum mönnum inní leiknum. Voru þetta hans bestu markvörslur í sumar? „Þótt þetta hafi kannski „lookað” vel hjá mér, þá voru þetta ekki mínar bestu markvörslur í sumar. Ég hef alveg átt nokkrar aðrar ágætar í sumar,” sagði Gulli að lokum og glotti.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 4-1 | Breiðablik niðurlægði FH Blikar fóru í annað skipti illa með FH á þessu tímabili. 22. júlí 2018 22:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - FH 4-1 | Breiðablik niðurlægði FH Blikar fóru í annað skipti illa með FH á þessu tímabili. 22. júlí 2018 22:30