Dönsuðu við ræningjana Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. júlí 2018 06:00 „Sjórán voru á þessum tíma álitin nokkuð heiðvirð starfsemi,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur. VÍSIR/VILHELM Þann 23. júlí 1808 kom enskt víkingaskip búið 23 fallbyssum til landsins í því skyni að ræna þeim verðmætum sem hér kynnu að finnast. Kvaðst foringi sjóræningjana, Thomas Gilpin, vera óvinur Danakonungs og hefði hann í hyggju ræna eignum konungs hér á landi. Sjóræningjarnir tóku land í Hafnarfirði og hófu fjársjóðsleit þar en héldu svo til Bessastaða. Ekki hafðist neitt upp úr krafsinu á hvorugum þessara staða og héldu skipverjar því til Reykjavíkur, fundu þar landfógeta og neyddu hann til að vísa þeim á fjárhirslu konungs. Embættismenn sem komið höfðu saman til neyðarfundar sáu fljótt að ekki þýddi að sýna mótspyrnu. Úr fjárhirslunni hirti Gilpin allt sem í henni var; 37 þúsund dali. Hann varð þó fyrir vonbrigðum með alla seðlana sem hann taldi alveg verðlausa og heimtaði silfurpeninga af kaupmönnum, ella myndi hann hirða af þeim alla vöru. Á meðan kaupmenn reyndu að smala saman því silfri sem þeir gátu fundið, fór sjóræningjaflokkurinn um nærliggjandi sveitir í leit að verðmætum. Svo var slegið upp dansi og bæjarbúar dönsuðu við ræningja sína tvær nætur. Það orð fór af Gilpin og ræningjaflokki hans að þeir væru kurteisir menn. Kaupmönnum tókst að safna saman töluverðu fé eða um 6.700 ríkisdölum og fóru sjóræningjarnir með þá og önnur verðmæti sem þeir höfðu skrapað saman og yfirgáfu landið 8. ágúst eftir tveggja vikna dvöl. „Gilpinsránið er svona dæmigerður merkilegur atburður sem fellur fullkomlega í skuggann af öðrum merkisatburðum sem verða á sama tíma,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur. Hann segir Jörund sem tók land hér ári síðar hafa stolið senunni í sögubókunum enda svo miklu meiri dramatík í kringum han og fyrir vikið gleymi allir Gilpin og sjóráninu hans. „Ef Jörundur hefði nú bara farist á sjó áður en hann kom hingað þá hefði Gilpinsránið eflaust fengið meiri athygli og sess í sögunni, krakkar hefðu lært um hann í skólum og þar fram eftir götunum.“ Stefán segir málinu þó ekki hafa lokið með brottför sjóræningjana enda hafi sprottið af málinu dómsmál og sjóránið dæmt ólögmætt. „Sjórán voru á þessum tíma álitin nokkuð heiðvirð starfsemi og menn sóttu um leyfi til sjórána. Slíkt leyfi hafði Gilpin fengið hjá bresku krúnunni og taldist því löggiltur sjóræningi,“ segir Stefán. Hann segir ólögmæti sjóránsins hins vegar hafa falist í því að Íslendingar hafi verið of varnarlausir, leikurinn ójafn og sjóránið því í raun með öllu ósanngjarnt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Þann 23. júlí 1808 kom enskt víkingaskip búið 23 fallbyssum til landsins í því skyni að ræna þeim verðmætum sem hér kynnu að finnast. Kvaðst foringi sjóræningjana, Thomas Gilpin, vera óvinur Danakonungs og hefði hann í hyggju ræna eignum konungs hér á landi. Sjóræningjarnir tóku land í Hafnarfirði og hófu fjársjóðsleit þar en héldu svo til Bessastaða. Ekki hafðist neitt upp úr krafsinu á hvorugum þessara staða og héldu skipverjar því til Reykjavíkur, fundu þar landfógeta og neyddu hann til að vísa þeim á fjárhirslu konungs. Embættismenn sem komið höfðu saman til neyðarfundar sáu fljótt að ekki þýddi að sýna mótspyrnu. Úr fjárhirslunni hirti Gilpin allt sem í henni var; 37 þúsund dali. Hann varð þó fyrir vonbrigðum með alla seðlana sem hann taldi alveg verðlausa og heimtaði silfurpeninga af kaupmönnum, ella myndi hann hirða af þeim alla vöru. Á meðan kaupmenn reyndu að smala saman því silfri sem þeir gátu fundið, fór sjóræningjaflokkurinn um nærliggjandi sveitir í leit að verðmætum. Svo var slegið upp dansi og bæjarbúar dönsuðu við ræningja sína tvær nætur. Það orð fór af Gilpin og ræningjaflokki hans að þeir væru kurteisir menn. Kaupmönnum tókst að safna saman töluverðu fé eða um 6.700 ríkisdölum og fóru sjóræningjarnir með þá og önnur verðmæti sem þeir höfðu skrapað saman og yfirgáfu landið 8. ágúst eftir tveggja vikna dvöl. „Gilpinsránið er svona dæmigerður merkilegur atburður sem fellur fullkomlega í skuggann af öðrum merkisatburðum sem verða á sama tíma,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur. Hann segir Jörund sem tók land hér ári síðar hafa stolið senunni í sögubókunum enda svo miklu meiri dramatík í kringum han og fyrir vikið gleymi allir Gilpin og sjóráninu hans. „Ef Jörundur hefði nú bara farist á sjó áður en hann kom hingað þá hefði Gilpinsránið eflaust fengið meiri athygli og sess í sögunni, krakkar hefðu lært um hann í skólum og þar fram eftir götunum.“ Stefán segir málinu þó ekki hafa lokið með brottför sjóræningjana enda hafi sprottið af málinu dómsmál og sjóránið dæmt ólögmætt. „Sjórán voru á þessum tíma álitin nokkuð heiðvirð starfsemi og menn sóttu um leyfi til sjórána. Slíkt leyfi hafði Gilpin fengið hjá bresku krúnunni og taldist því löggiltur sjóræningi,“ segir Stefán. Hann segir ólögmæti sjóránsins hins vegar hafa falist í því að Íslendingar hafi verið of varnarlausir, leikurinn ójafn og sjóránið því í raun með öllu ósanngjarnt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira