Kári neitar því að um „leikrit“ hafi verið að ræða Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2018 08:23 Kári Árnason tekur eitt tímabil í viðbót í atvinnumennskunni. Vísir/Getty Kári Árnason, landsliðsmiðvörður í fótbolta, snýr ekki aftur í Víkingsliðið í Pepsi-deildinni á þessari leiktíð en hann er á leiðinni til Tyrklands þar sem hann spilar á næsta tímabili í Evrópuboltanum. Liðið sem um ræðir er í B-deildinni í Tyrklandi, samkvæmt heimildum Vísis, en ekki hefur fengið uppgefið við hvaða lið Kári er að semja. Miðvörðurinn 35 ára gamli samdi við uppeldisfélagið sitt Víking í maí og fékk leikheimild áður en að hann fór til móts við landsliðið og spilaði á HM í Rússlandi. Hann ætlaði að snúa aftur eftir heimsmeistaramótið en ekkert varð af því. Til stóð að Kári myndi spila leik Víkings gegn Keflavík í Pepsi-deildinni á dögunum en hann meiddist á kálfa á æfingu daginn fyrir leikinn sem varð til þess að hann missti bæði af leiknum gegn Keflavík og bikarleiknum gegn Ólafsvíkingum. Þegar það fór að dragast á langinn að Kári spilaði með Víkingum eftir endurkomuna var farið að ræða á samfélagsmiðlum um að þetta væri leikrit hjá Víkingum og Kára, það stæði í raun og veru ekki til að hann myndi spila með Fossvogsliðinu á þessari leiktíð. „Ég var búinn að gera mig tilbúinn að spila fyrir Víkinga en svo meiddist ég í kálfa. Fólk hélt því fram að þetta væri leikrit til að ég gæti farið út en svo er alls ekki,“ segir Kári í viðtali við Morgunblaðið í dag. Kári ætlar sér að spila í rauðu og svörtu treyjunni áður en að ferlinum lýkur en það verður að bíða þar til á næstu leiktíð. „Ég er Víkingur í húð og hár og ég myndi aldrei viljandi sleppa því að spila leik. Ég hef áfram samband við Víkinga og ætla mér að spila með þeim næsta sumar,“ segir Kári Árnason. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kári mun ekki leika með Víkingi - Á leið til Tyrklands Víkingur Reykjavík hefur staðfest að Kári Árnason muni ekki leika með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar. 22. júlí 2018 15:51 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Víkingur 4-1 | Valur rúllaði yfir Víking Valur lengi í engum vandræðum með heita Víkinga á Hlíðarenda. 22. júlí 2018 19:30 Logi: Óskum Kára góðs gengis Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, þurfti að horfa upp á lið sitt fá skell í dag gegn toppliði Vals í kvöld er hans menn töpuðu 4-1. Ekki nóg með það heldur fóru tveir menn Víkings út af vellinum meiddir áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður. 22. júlí 2018 18:31 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Kári Árnason, landsliðsmiðvörður í fótbolta, snýr ekki aftur í Víkingsliðið í Pepsi-deildinni á þessari leiktíð en hann er á leiðinni til Tyrklands þar sem hann spilar á næsta tímabili í Evrópuboltanum. Liðið sem um ræðir er í B-deildinni í Tyrklandi, samkvæmt heimildum Vísis, en ekki hefur fengið uppgefið við hvaða lið Kári er að semja. Miðvörðurinn 35 ára gamli samdi við uppeldisfélagið sitt Víking í maí og fékk leikheimild áður en að hann fór til móts við landsliðið og spilaði á HM í Rússlandi. Hann ætlaði að snúa aftur eftir heimsmeistaramótið en ekkert varð af því. Til stóð að Kári myndi spila leik Víkings gegn Keflavík í Pepsi-deildinni á dögunum en hann meiddist á kálfa á æfingu daginn fyrir leikinn sem varð til þess að hann missti bæði af leiknum gegn Keflavík og bikarleiknum gegn Ólafsvíkingum. Þegar það fór að dragast á langinn að Kári spilaði með Víkingum eftir endurkomuna var farið að ræða á samfélagsmiðlum um að þetta væri leikrit hjá Víkingum og Kára, það stæði í raun og veru ekki til að hann myndi spila með Fossvogsliðinu á þessari leiktíð. „Ég var búinn að gera mig tilbúinn að spila fyrir Víkinga en svo meiddist ég í kálfa. Fólk hélt því fram að þetta væri leikrit til að ég gæti farið út en svo er alls ekki,“ segir Kári í viðtali við Morgunblaðið í dag. Kári ætlar sér að spila í rauðu og svörtu treyjunni áður en að ferlinum lýkur en það verður að bíða þar til á næstu leiktíð. „Ég er Víkingur í húð og hár og ég myndi aldrei viljandi sleppa því að spila leik. Ég hef áfram samband við Víkinga og ætla mér að spila með þeim næsta sumar,“ segir Kári Árnason.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kári mun ekki leika með Víkingi - Á leið til Tyrklands Víkingur Reykjavík hefur staðfest að Kári Árnason muni ekki leika með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar. 22. júlí 2018 15:51 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Víkingur 4-1 | Valur rúllaði yfir Víking Valur lengi í engum vandræðum með heita Víkinga á Hlíðarenda. 22. júlí 2018 19:30 Logi: Óskum Kára góðs gengis Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, þurfti að horfa upp á lið sitt fá skell í dag gegn toppliði Vals í kvöld er hans menn töpuðu 4-1. Ekki nóg með það heldur fóru tveir menn Víkings út af vellinum meiddir áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður. 22. júlí 2018 18:31 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Kári mun ekki leika með Víkingi - Á leið til Tyrklands Víkingur Reykjavík hefur staðfest að Kári Árnason muni ekki leika með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar. 22. júlí 2018 15:51
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Víkingur 4-1 | Valur rúllaði yfir Víking Valur lengi í engum vandræðum með heita Víkinga á Hlíðarenda. 22. júlí 2018 19:30
Logi: Óskum Kára góðs gengis Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, þurfti að horfa upp á lið sitt fá skell í dag gegn toppliði Vals í kvöld er hans menn töpuðu 4-1. Ekki nóg með það heldur fóru tveir menn Víkings út af vellinum meiddir áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður. 22. júlí 2018 18:31