Bakvörðurinn Felix Örn Friðriksson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir ÍBV í sumar og er á leið í dönsku úrvalsdeildina. Þetta staðfesti mbl.is í morgun.
Felix Örn er 18 ára og hefur verið fastamaður í vinstri bakvarðarstöðu ÍBV. Hann á að baki 44 leiki fyrir ÍBV í Pepsi deildinni og spilað fyrir U21 árs landslið Íslands. Þá á hann tvo vináttulandsleiki fyrir A-landslið Íslands.
Felix spilaði allan leikinn fyrir ÍBV í gær þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fjölni í Pepsi deildinni. Það var hans síðasti leikur fyrir ÍBV og heldur hann til Danmörkur í vikunni og gengur til liðs við úrvalsdeildarliðið Vejle.
Vejle tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni í Danmörku á síðasta tímabilið og er án taps í fyrstu tveimur leikjum sínum. ÍBV er í 9. sæti Pepsi deildarinnar með 13 stig líkt og Fjölnir í 10. sæti.
Felix Örn yfirgefur ÍBV
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn




Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn
