Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2018 17:30 Haraldur Franklín er mættur frá Skotlandi og keppir á Íslandsmótinu um helgina. vísir/getty Íslandsmótið í golfi hefst á fimmtudaginn en það fer fram í Vestmannaeyjum. Flestir af bestu kylfingum landsins mæta til leiks, meðal annars Haraldur Franklín Magnús sem keppti á Opna breska meistaramótinu í síðustu viku. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir, Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson verða ekki með vegna verkefna erlendis í atvinnmennskunni. Vestmannaeyjavöllur er par 70 og vallarmetið 63 högg eða sjö högg undir pari. Metið setti Skagamaðurinn Helgi Dan Steinsson á stigamótaröð GSÍ (Eimskipsmótaröðin í dag) árið 2002.Helgi segir skemmtilega frá hringnum sem að hann setti metið á og lýsir hverri holu fyrir sig í viðtali við Golf á Íslandi en vefútgáfuna má finna hér. Það fyndna er að Helgi ætlaði ekki einu sinni að spila á mótinu. „Þetta var í maí 2002 og ég ætlaði ekkert í þetta golfmót. Vinur minn Ingi Rúnar Gíslason, sem var á þessum tíma golfkennari hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, hringdi í mig vikunni fyrir mótið. Í því símtali sannfærði hann mig um að koma með sér og hópi af strákum úr Hafnafirði til Vestmannaeyja,“ segir Helgi Dan. Hann sá ekki eftir ákvörðuninni en hann setti niður fugl á 18. holu og kláraði hringinn á 63 höggum. Maðurinn sem ætlaði ekki að keppa á enn þá vallarmetið sextán árum síðar. Golf Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Íslandsmótið í golfi hefst á fimmtudaginn en það fer fram í Vestmannaeyjum. Flestir af bestu kylfingum landsins mæta til leiks, meðal annars Haraldur Franklín Magnús sem keppti á Opna breska meistaramótinu í síðustu viku. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir, Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson verða ekki með vegna verkefna erlendis í atvinnmennskunni. Vestmannaeyjavöllur er par 70 og vallarmetið 63 högg eða sjö högg undir pari. Metið setti Skagamaðurinn Helgi Dan Steinsson á stigamótaröð GSÍ (Eimskipsmótaröðin í dag) árið 2002.Helgi segir skemmtilega frá hringnum sem að hann setti metið á og lýsir hverri holu fyrir sig í viðtali við Golf á Íslandi en vefútgáfuna má finna hér. Það fyndna er að Helgi ætlaði ekki einu sinni að spila á mótinu. „Þetta var í maí 2002 og ég ætlaði ekkert í þetta golfmót. Vinur minn Ingi Rúnar Gíslason, sem var á þessum tíma golfkennari hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, hringdi í mig vikunni fyrir mótið. Í því símtali sannfærði hann mig um að koma með sér og hópi af strákum úr Hafnafirði til Vestmannaeyja,“ segir Helgi Dan. Hann sá ekki eftir ákvörðuninni en hann setti niður fugl á 18. holu og kláraði hringinn á 63 höggum. Maðurinn sem ætlaði ekki að keppa á enn þá vallarmetið sextán árum síðar.
Golf Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira