Banaslysum hefur fjölgað frá því í fyrra Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. júlí 2018 20:00 Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu Mynd/Skjáskot Banaslysum í umferðinni hefur fjölgað frá því í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Umferðin verði sífellt hættulegri hér á landi, en flest slysanna tengist mannlegum þáttum. Það sem af er ári hafa 11 manns látið lífið í umferðarslysum. Um fjölgun banaslysa er að ræða en á sama tíma í fyrra höfðu átta manns látið lífið. Tala látinna í slíkum slysum hefur hækkað um þrjá frá því á sama tíma í fyrra. Samskiptastjóri Samgöngustofu segist uggandi yfir þessum tölum, en samkvæmt tölfræði fyrri ára, fari slysum fjölgandi eftir því sem líður á árið. „Ef hlutfallið helst þá horfir ekki vel á þessu ári,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Slysin gerist á öllum tímum árs. En þó sé færðin verst yfir vetrartímann. Þá segir hún slysatölur dreifast nokkuð jafnt um landið allt. „Það eru örlítið fleiri banaslys sem hafa orðið í dreifbýli eða úti á vegum landsins en þau hafa einnig verið þónokkur innanbæjar. Þetta eru alls ekki góðar fréttir fyrir okkur hér á Íslandi að umferðin sé orðin svona greinilega hættulegri en hún var. Fyrir því eru ýmsar orsakir,“ segir Þórhildur. Hún segir flest slys verða vegna mannlegra þátta. Þó sé færð á vegum gjarnan skráð sem orsakavaldur slysa. „Þetta er ákvörðun hjá hverjum og einum að taka áður en lagt er af stað, að halda löglegum hámarkshraða í það minnsta,“ segir Þórhildur. Samgöngur Tengdar fréttir Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi Var búsett í Reykjavík. 23. júlí 2018 14:48 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Banaslysum í umferðinni hefur fjölgað frá því í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Umferðin verði sífellt hættulegri hér á landi, en flest slysanna tengist mannlegum þáttum. Það sem af er ári hafa 11 manns látið lífið í umferðarslysum. Um fjölgun banaslysa er að ræða en á sama tíma í fyrra höfðu átta manns látið lífið. Tala látinna í slíkum slysum hefur hækkað um þrjá frá því á sama tíma í fyrra. Samskiptastjóri Samgöngustofu segist uggandi yfir þessum tölum, en samkvæmt tölfræði fyrri ára, fari slysum fjölgandi eftir því sem líður á árið. „Ef hlutfallið helst þá horfir ekki vel á þessu ári,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Slysin gerist á öllum tímum árs. En þó sé færðin verst yfir vetrartímann. Þá segir hún slysatölur dreifast nokkuð jafnt um landið allt. „Það eru örlítið fleiri banaslys sem hafa orðið í dreifbýli eða úti á vegum landsins en þau hafa einnig verið þónokkur innanbæjar. Þetta eru alls ekki góðar fréttir fyrir okkur hér á Íslandi að umferðin sé orðin svona greinilega hættulegri en hún var. Fyrir því eru ýmsar orsakir,“ segir Þórhildur. Hún segir flest slys verða vegna mannlegra þátta. Þó sé færð á vegum gjarnan skráð sem orsakavaldur slysa. „Þetta er ákvörðun hjá hverjum og einum að taka áður en lagt er af stað, að halda löglegum hámarkshraða í það minnsta,“ segir Þórhildur.
Samgöngur Tengdar fréttir Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi Var búsett í Reykjavík. 23. júlí 2018 14:48 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30