Hótel Adam í kastljósi fjölmiðla síðan 2016 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júlí 2018 19:45 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í dag starfsemi Hótels Adams við Skólavörðustíg. Hótel Adam komst í kastljós fjölmiðla árið 2016 þegar vakin var athygli á því að vatn í flöskum, sem selt var á hótelinu, reyndist vera kranavatn. Gestum hafði verið ráðlagt að drekka ekki kranavatnið og kaupa vatn á flöskum sem kostuðu 400 krónur. Í febrúar 2016 bókaði blaðamaður Vísis gistingu á hótelinu eftir að brösulega hafði gengið að fá svör frá eiganda þess. Ýmislegt kom á óvart í heimsókninni og um svipað leyti gerði heilbrigðiseftirlitið margvíslegar athugasemdir við aðbúnað á hótelinu. Árið 2017 var fyrirtækið sem heldur utan um rekstur hótelsins, R. Guðmundsson ehf. dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fyrrverandi starfsmanni hótelsins 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Í maí á þessu ári fór Íslandsbanki fram á að húsinæðið yrði sett á nauðungarsölu vegna skulda upp á tæpar 25 milljónir króna. Þá hefur Stundin fjallað um málefni hótelsins að undanförnu þar sem meðal annars er rætt við fyrrverandi starfsmann sem segist hafa verið niðurlægð og svikin af vinnuveitendum sínum. Rekstrarleyfi hótelsins rann út í nóvember 2017 en síðastliðinn föstudag fengu eigendur hótelsins 48 klukkustunda frest til að undirbúa lokun þess. Síðdegis í dag mætti lögregla á staðinn og innsiglaði reksturinn. Hvorki fulltrúar lögreglu, sýslumanns, né Ragnar Guðmundsson, eigandi hótelsins, vildu veita fréttastofu viðtal í dag en Ragnar bað fjölmiðla að yfirgefa hótelið. Sýslumaður hefur umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis til umfjöllunar en ljóst er að rekstur hótelsins liggur niðri, að minnsta kosti þar til afgreiðsla embættisins liggur fyrir. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Ragnar þarf að reiða fram 25 milljónir til að halda Hótel Adam Íslandsbanki hefur farið fram á að húsið á Skólavörðustíg 42 verði sett á nauðungarsölu. 14. maí 2018 13:12 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00 Lögreglan lokar herbergjum á Hótel Adam Meirihluta herbergja var lokað í morgun þar sem rekstraraðili hefur aðeins leyfi til að leigja út níu herbergi. 11. febrúar 2016 13:10 Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49 Lögreglan mun loka Hótel Adam á morgun Gert að kröfu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 22. júlí 2018 13:55 Hótel Adam greiði starfsmanni 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa Fyrrverandi starfsmaður Hótel Adam fær 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. 16. október 2017 16:40 Gestir í miðjum kaffisopa á Hótel Adam þegar lögreglan mætti til að loka Nokkrir sem sátu og drukku kaffi var bent á að verið væri að loka. 23. júlí 2018 16:30 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í dag starfsemi Hótels Adams við Skólavörðustíg. Hótel Adam komst í kastljós fjölmiðla árið 2016 þegar vakin var athygli á því að vatn í flöskum, sem selt var á hótelinu, reyndist vera kranavatn. Gestum hafði verið ráðlagt að drekka ekki kranavatnið og kaupa vatn á flöskum sem kostuðu 400 krónur. Í febrúar 2016 bókaði blaðamaður Vísis gistingu á hótelinu eftir að brösulega hafði gengið að fá svör frá eiganda þess. Ýmislegt kom á óvart í heimsókninni og um svipað leyti gerði heilbrigðiseftirlitið margvíslegar athugasemdir við aðbúnað á hótelinu. Árið 2017 var fyrirtækið sem heldur utan um rekstur hótelsins, R. Guðmundsson ehf. dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fyrrverandi starfsmanni hótelsins 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Í maí á þessu ári fór Íslandsbanki fram á að húsinæðið yrði sett á nauðungarsölu vegna skulda upp á tæpar 25 milljónir króna. Þá hefur Stundin fjallað um málefni hótelsins að undanförnu þar sem meðal annars er rætt við fyrrverandi starfsmann sem segist hafa verið niðurlægð og svikin af vinnuveitendum sínum. Rekstrarleyfi hótelsins rann út í nóvember 2017 en síðastliðinn föstudag fengu eigendur hótelsins 48 klukkustunda frest til að undirbúa lokun þess. Síðdegis í dag mætti lögregla á staðinn og innsiglaði reksturinn. Hvorki fulltrúar lögreglu, sýslumanns, né Ragnar Guðmundsson, eigandi hótelsins, vildu veita fréttastofu viðtal í dag en Ragnar bað fjölmiðla að yfirgefa hótelið. Sýslumaður hefur umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis til umfjöllunar en ljóst er að rekstur hótelsins liggur niðri, að minnsta kosti þar til afgreiðsla embættisins liggur fyrir.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Ragnar þarf að reiða fram 25 milljónir til að halda Hótel Adam Íslandsbanki hefur farið fram á að húsið á Skólavörðustíg 42 verði sett á nauðungarsölu. 14. maí 2018 13:12 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00 Lögreglan lokar herbergjum á Hótel Adam Meirihluta herbergja var lokað í morgun þar sem rekstraraðili hefur aðeins leyfi til að leigja út níu herbergi. 11. febrúar 2016 13:10 Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49 Lögreglan mun loka Hótel Adam á morgun Gert að kröfu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 22. júlí 2018 13:55 Hótel Adam greiði starfsmanni 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa Fyrrverandi starfsmaður Hótel Adam fær 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. 16. október 2017 16:40 Gestir í miðjum kaffisopa á Hótel Adam þegar lögreglan mætti til að loka Nokkrir sem sátu og drukku kaffi var bent á að verið væri að loka. 23. júlí 2018 16:30 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira
Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30
Ragnar þarf að reiða fram 25 milljónir til að halda Hótel Adam Íslandsbanki hefur farið fram á að húsið á Skólavörðustíg 42 verði sett á nauðungarsölu. 14. maí 2018 13:12
Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03
Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00
Lögreglan lokar herbergjum á Hótel Adam Meirihluta herbergja var lokað í morgun þar sem rekstraraðili hefur aðeins leyfi til að leigja út níu herbergi. 11. febrúar 2016 13:10
Óhætt að drekka kranavatnið á Hótel Adam samkvæmt matvælaeftirlitinu Bráðabirgðaniðurstöður benda einnig til að vatnið sem hótelið selur á flösku sé óhætt til neyslu. 12. febrúar 2016 14:49
Lögreglan mun loka Hótel Adam á morgun Gert að kröfu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 22. júlí 2018 13:55
Hótel Adam greiði starfsmanni 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa Fyrrverandi starfsmaður Hótel Adam fær 2,3 milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir lögreglu hafa rannsakað mál sitt sem mansalsmál. 16. október 2017 16:40
Gestir í miðjum kaffisopa á Hótel Adam þegar lögreglan mætti til að loka Nokkrir sem sátu og drukku kaffi var bent á að verið væri að loka. 23. júlí 2018 16:30