Fara í mál að fólkinu forspurðu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júlí 2018 07:00 Samkvæmt lauslegri samantekt er meðaltalsmálskostnaður rúmlega 1,5 milljónir króna VÍSIR/VILHELM Dæmi eru um að lögmenn landeigenda í svokölluðum þjóðlendumálum hafi farið með mál þeirra fyrir Hæstarétt án þess að nokkurt samráð hafi verið haft við þá. Málskostnaður vegna málanna greiðist úr ríkissjóði. Frá því að óbyggðanefnd var komið á fót árið 1998 hefur 88 málum verið skotið til dómstóla. Þar af hafa 68 þeirra farið fyrir Hæstarétt. Lausleg samantekt leiðir í ljós að meðaltalsmálskostnaður, hafi málið farið bæði fyrir héraðsdóm og Hæstarétt, er rétt rúmlega 1,5 milljónir króna. Heildarmálskostnaður vegna málanna er á annað hundrað milljóna. Fréttablaðið hefur undanfarna daga rætt við landeigendur sem hafa verið málsaðilar þjóðlendumáls. Í nokkrum tilfellum kom það fyrir að landeigendur komu af fjöllum þegar þeim var bent á að dómur hefði fallið í Hæstarétti í þeirra málum. Engum umræddra landeigenda barst reikningur frá lögmanni vegna vinnu þeirra.Sjá einnig: Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár „Áður en máli er skotið áfram til þess að fá úrslausn um inntak eignarréttar er metið hvort það sé nauðsynlegt sem hluti af stærri og samliggjandi heild eða bara eitt og sér,“ segir Friðbjörn E. Garðarsson en hann var lögmaður í einu slíku máli. „Ég man ekki eftir máli þar sem ekki var haft samráð við landeigendur, eða að minnsta kosti hluta þeirra ef um fleiri en einn var að ræða. Málarekstur af þessu tagi tekur oft mörg ár og því getur verið að jörð skipti um eigendur undir rekstri máls, jafnvel oftar en einu sinni,“ segir Friðbjörn. „Þegar umboð er fengið frá aðila til að reka málið þá gildir það yfirleitt bæði fyrir óbyggðanefnd og dómstólum. Það er yfirleitt gert ráð fyrir því að sótt sé um gjafsókn og þetta sé umbjóðendum að skaðlausu. Eðli mála samkvæmt þarf maður ekki að vera að trufla umbjóðanda í gríð og erg. Það er hins vegar almenn siðaregla að maður reki ekki mál án þess að tala við umbjóðanda sinn,“ segir Ólafur Björnsson lögmaður en hann hefur flutt fjölmörg mál landeigenda fyrir nefndinni og dómstólum síðan 1998. Sem fyrr segir er dæmdur málskostnaður hjá dómstólum oft kringum 1,5 milljónir króna. Ofan á þetta bætist málskostnaður fyrir nefndinni en hann er afar mismunandi eftir umfangi. Ólafur segir algengt að málskostnaðurinn nái ekki yfir þá vinnu sem liggur að baki hverju máli. Lögmenn ríkisins í málunum hafa fengið mun meira greitt en lögmenn landeigenda. „Þetta hefur yfirleitt verið meiri vinna en dæmd er. Mismunurinn hefur að hluta til verið greiddur af sveitarfélögum og einstaklingum. Þá hefur oft verið veittur afsláttur af vinnunni,“ segir Ólafur. Sjaldgæft er að einstaklingar séu krafðir um mismuninn vegna framlagðrar vinnu lögmanns og dæmds málskostnaðar. Dæmi eru þó um að slík mál hafi endað fyrir dómstólum. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. 23. júlí 2018 20:30 Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Dæmi eru um að lögmenn landeigenda í svokölluðum þjóðlendumálum hafi farið með mál þeirra fyrir Hæstarétt án þess að nokkurt samráð hafi verið haft við þá. Málskostnaður vegna málanna greiðist úr ríkissjóði. Frá því að óbyggðanefnd var komið á fót árið 1998 hefur 88 málum verið skotið til dómstóla. Þar af hafa 68 þeirra farið fyrir Hæstarétt. Lausleg samantekt leiðir í ljós að meðaltalsmálskostnaður, hafi málið farið bæði fyrir héraðsdóm og Hæstarétt, er rétt rúmlega 1,5 milljónir króna. Heildarmálskostnaður vegna málanna er á annað hundrað milljóna. Fréttablaðið hefur undanfarna daga rætt við landeigendur sem hafa verið málsaðilar þjóðlendumáls. Í nokkrum tilfellum kom það fyrir að landeigendur komu af fjöllum þegar þeim var bent á að dómur hefði fallið í Hæstarétti í þeirra málum. Engum umræddra landeigenda barst reikningur frá lögmanni vegna vinnu þeirra.Sjá einnig: Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár „Áður en máli er skotið áfram til þess að fá úrslausn um inntak eignarréttar er metið hvort það sé nauðsynlegt sem hluti af stærri og samliggjandi heild eða bara eitt og sér,“ segir Friðbjörn E. Garðarsson en hann var lögmaður í einu slíku máli. „Ég man ekki eftir máli þar sem ekki var haft samráð við landeigendur, eða að minnsta kosti hluta þeirra ef um fleiri en einn var að ræða. Málarekstur af þessu tagi tekur oft mörg ár og því getur verið að jörð skipti um eigendur undir rekstri máls, jafnvel oftar en einu sinni,“ segir Friðbjörn. „Þegar umboð er fengið frá aðila til að reka málið þá gildir það yfirleitt bæði fyrir óbyggðanefnd og dómstólum. Það er yfirleitt gert ráð fyrir því að sótt sé um gjafsókn og þetta sé umbjóðendum að skaðlausu. Eðli mála samkvæmt þarf maður ekki að vera að trufla umbjóðanda í gríð og erg. Það er hins vegar almenn siðaregla að maður reki ekki mál án þess að tala við umbjóðanda sinn,“ segir Ólafur Björnsson lögmaður en hann hefur flutt fjölmörg mál landeigenda fyrir nefndinni og dómstólum síðan 1998. Sem fyrr segir er dæmdur málskostnaður hjá dómstólum oft kringum 1,5 milljónir króna. Ofan á þetta bætist málskostnaður fyrir nefndinni en hann er afar mismunandi eftir umfangi. Ólafur segir algengt að málskostnaðurinn nái ekki yfir þá vinnu sem liggur að baki hverju máli. Lögmenn ríkisins í málunum hafa fengið mun meira greitt en lögmenn landeigenda. „Þetta hefur yfirleitt verið meiri vinna en dæmd er. Mismunurinn hefur að hluta til verið greiddur af sveitarfélögum og einstaklingum. Þá hefur oft verið veittur afsláttur af vinnunni,“ segir Ólafur. Sjaldgæft er að einstaklingar séu krafðir um mismuninn vegna framlagðrar vinnu lögmanns og dæmds málskostnaðar. Dæmi eru þó um að slík mál hafi endað fyrir dómstólum.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. 23. júlí 2018 20:30 Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. 23. júlí 2018 20:30
Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent