Davíð segir „öfgafull viðbrögð“ stjórnar SÍF valda áhyggjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2018 08:49 Davíð Snær Jónsson, fyrrverandi formaður SÍF. mYND/Aðsend Davíð Snær Jónsson, sem í gær var vísað úr stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vegna umdeildrar greinar sem birt var á Vísi í síðustu viku, segir viðbrögð stjórnarinnar „öfgafull“ og að þau valdi „eðlilega áhyggjum.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Davíð sendi á fjölmiðla nú í morgun en hann gegndi formennsku í SÍF þar til í gær. Þar segir Davíð að fimm stjórnarmenn SÍF hafi krafið hann um afsögn. Hann segir „upphlaup“ þeirra hafa komið sér mjög á óvart. Sjá einnig:Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði „Ég boðaði strax til stjórnarfundar eftir að mér varð ljóst að óánægju gætti um skrif mín innan stjórnarinnar, en ágreiningur er eðlilegur hluti af félagsstarfi og þá sérstaklega þegar þessi risavaxni málaflokkur er undir, menntakerfið. Af þeim fundi varð ekki og ákvað meirihluti stjórnar þess í stað að grípa til fyrrgreindra aðgerða og víkja mér úr formennsku. Þess skal getið að ekki var einhugur um þessa ákvörðun innan stjórnarinnar, að mér frátöldum,“ segir Davíð í yfirlýsingunni og heldur áfram: „Þessi öfgafullu viðbrögð stjórnarinnar valda eðlilega áhyggjum. Í félagasamtökum eru ákvarðanir sem þessar teknar á stjórnarfundum, en ekki í tölvupóstsamskiptum einstakra stjórnarmeðlima. Að virða ekki fundarsköp eða almennar vinnureglur sýnir vanhæfni stjórnarmanna til þess að taka ákvarðanir sem þessar.“ Þá segir hann að frelsi til að gagnrýna sé einn af hornsteinum lýðræðisins og að umræða um menn og málefni sé merki heilbrigðs samfélags. „Mitt starf sem formaður hefur verið að tala fyrir betra menntakerfi. Ef menntakerfið er hafið yfir gagnrýni, má spyrja sig hvað sé gagnrýnisvert og hvað ekki. Skoðanafrelsi einstaklinga er brennt á teini ef þær skoðanir sem tjáðar eru, eru ekki réttar. Ég hef áhyggjur af Íslensku menntakerfi, þess vegna tjáði ég mig og myndi ekki hika við að gera það aftur í sömu stöðu,“ segir í yfirlýsingunni. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Davíð Snær Jónsson, sem í gær var vísað úr stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vegna umdeildrar greinar sem birt var á Vísi í síðustu viku, segir viðbrögð stjórnarinnar „öfgafull“ og að þau valdi „eðlilega áhyggjum.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Davíð sendi á fjölmiðla nú í morgun en hann gegndi formennsku í SÍF þar til í gær. Þar segir Davíð að fimm stjórnarmenn SÍF hafi krafið hann um afsögn. Hann segir „upphlaup“ þeirra hafa komið sér mjög á óvart. Sjá einnig:Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði „Ég boðaði strax til stjórnarfundar eftir að mér varð ljóst að óánægju gætti um skrif mín innan stjórnarinnar, en ágreiningur er eðlilegur hluti af félagsstarfi og þá sérstaklega þegar þessi risavaxni málaflokkur er undir, menntakerfið. Af þeim fundi varð ekki og ákvað meirihluti stjórnar þess í stað að grípa til fyrrgreindra aðgerða og víkja mér úr formennsku. Þess skal getið að ekki var einhugur um þessa ákvörðun innan stjórnarinnar, að mér frátöldum,“ segir Davíð í yfirlýsingunni og heldur áfram: „Þessi öfgafullu viðbrögð stjórnarinnar valda eðlilega áhyggjum. Í félagasamtökum eru ákvarðanir sem þessar teknar á stjórnarfundum, en ekki í tölvupóstsamskiptum einstakra stjórnarmeðlima. Að virða ekki fundarsköp eða almennar vinnureglur sýnir vanhæfni stjórnarmanna til þess að taka ákvarðanir sem þessar.“ Þá segir hann að frelsi til að gagnrýna sé einn af hornsteinum lýðræðisins og að umræða um menn og málefni sé merki heilbrigðs samfélags. „Mitt starf sem formaður hefur verið að tala fyrir betra menntakerfi. Ef menntakerfið er hafið yfir gagnrýni, má spyrja sig hvað sé gagnrýnisvert og hvað ekki. Skoðanafrelsi einstaklinga er brennt á teini ef þær skoðanir sem tjáðar eru, eru ekki réttar. Ég hef áhyggjur af Íslensku menntakerfi, þess vegna tjáði ég mig og myndi ekki hika við að gera það aftur í sömu stöðu,“ segir í yfirlýsingunni.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23
Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12
SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12