Minni framleiðsla og fækkun afurðastöðva meðal tillagna Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. júlí 2018 06:00 Formaður Landssambands sauðfjárbænda hefði viljað sjá meira afgerandi tillögur í úttekt KPMG. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta sýnir að það eru möguleikar til hagræðingar. Það er ljóst miðað við þær kannanir sem hafa verið gerðar meðal bænda að það er vilji hjá þeim til að skoða breytingar,“ segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic lamb, um nýútkomna úttekt KPMG á afurðastöðvum. Sú ályktun er dregin í úttektinni að arðsemi í virðiskeðju sauðfjárbænda, það er „frá bónda til búðar“, sé óásættanleg. Bent er á að framleiðsla á kindakjöti hafi vaxið umfram innlenda neyslu undanfarin ár. Útflutningur á umframframleiðslunni hafi aukist en við núverandi aðstæður sé framleiðslukostnaður hærri en heimsmarkaðsverð og meðal útflutningsverð. Svavar segir sum útflutningsverkefni ganga vel en önnur ekki. „Gengi krónunnar hefur haft áhrif. Það er samt þannig að ef ekki á að draga mikið saman í sauðfjárrækt, verður að vera hægt að flytja út þá hluta af lambinu sem ekki seljast hér.“ Hann segir vilja hjá bændum að skoða stofnun sameiginlegs útflutningsfyrirtækis. „Svo höfum við náð árangri í markaðssetningu fyrir ferðamenn. Neysla þeirra er að aukast.“ Meðal leiða sem nefndar eru í hagræðingarskyni er fækkun afurðastöðva og að kannaðir verði kostir þess að minnka framleiðsluna þar til jafnvægi næst milli framboðs og innlendrar eftirspurnar.Svavar Halldórsson,framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic lamb.Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir að þótt gagnlegar upplýsingar sé að finna í umræddri úttekt, hefði hún viljað sjá meira afgerandi niðurstöður og tillögur. „Það þarf að skoða allt verðmyndunarferlið, frá bónda til neytanda.“ Hún segir að tillögurnar þurfi að skoða vel og hagræða þurfi alls staðar þar sem hægt er. „Við höfum lagt á það áherslu að það geti verið skynsamlegt að draga úr framleiðslunni. En það þarf líka að efla afurðastöðvarnar. Það blasa við möguleikar en það þarf að hugsa þetta með tilliti til hagsmuna bænda og neytenda.“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, tekur undir það að fækka megi afurðastöðvum, þó þannig að eðlileg samkeppni verði tryggð. „Framleiðslan er of mikil. Það þarf að draga úr henni þannig að við séum að framleiða fyrst og fremst fyrir innanlandsmarkað. Þótt einhver útflutningur sé eðlilegur verður áhættan sem honum fylgir að vera á ábyrgð framleiðenda sjálfra.“ Hún segist hafa efasemdir um að skynsamlegt sé að halda áfram að framleiða í stórtækum mæli fyrir erlenda markaði. „Það ætti að vera næg áskorun að halda í heimamarkaðinn og fá ferðamenn til að borða meira af okkar innlendu framleiðslu.“ Endurskoðun á samningi um starfsskilyrði í sauðfjárrækt stendur yfir og er gert ráð fyrir að úttekt KPMG verði innlegg í þá vinnu. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Sala lambakjöts jókst um 3,5 prósent 10.619 tonn voru framleidd af lamba- og kindakjöti í fyrra. Þar af var dilkakjöt um 9.200 tonn og ærkjöt um 1.200 tonn. 29. janúar 2018 07:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
„Þetta sýnir að það eru möguleikar til hagræðingar. Það er ljóst miðað við þær kannanir sem hafa verið gerðar meðal bænda að það er vilji hjá þeim til að skoða breytingar,“ segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic lamb, um nýútkomna úttekt KPMG á afurðastöðvum. Sú ályktun er dregin í úttektinni að arðsemi í virðiskeðju sauðfjárbænda, það er „frá bónda til búðar“, sé óásættanleg. Bent er á að framleiðsla á kindakjöti hafi vaxið umfram innlenda neyslu undanfarin ár. Útflutningur á umframframleiðslunni hafi aukist en við núverandi aðstæður sé framleiðslukostnaður hærri en heimsmarkaðsverð og meðal útflutningsverð. Svavar segir sum útflutningsverkefni ganga vel en önnur ekki. „Gengi krónunnar hefur haft áhrif. Það er samt þannig að ef ekki á að draga mikið saman í sauðfjárrækt, verður að vera hægt að flytja út þá hluta af lambinu sem ekki seljast hér.“ Hann segir vilja hjá bændum að skoða stofnun sameiginlegs útflutningsfyrirtækis. „Svo höfum við náð árangri í markaðssetningu fyrir ferðamenn. Neysla þeirra er að aukast.“ Meðal leiða sem nefndar eru í hagræðingarskyni er fækkun afurðastöðva og að kannaðir verði kostir þess að minnka framleiðsluna þar til jafnvægi næst milli framboðs og innlendrar eftirspurnar.Svavar Halldórsson,framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic lamb.Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir að þótt gagnlegar upplýsingar sé að finna í umræddri úttekt, hefði hún viljað sjá meira afgerandi niðurstöður og tillögur. „Það þarf að skoða allt verðmyndunarferlið, frá bónda til neytanda.“ Hún segir að tillögurnar þurfi að skoða vel og hagræða þurfi alls staðar þar sem hægt er. „Við höfum lagt á það áherslu að það geti verið skynsamlegt að draga úr framleiðslunni. En það þarf líka að efla afurðastöðvarnar. Það blasa við möguleikar en það þarf að hugsa þetta með tilliti til hagsmuna bænda og neytenda.“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, tekur undir það að fækka megi afurðastöðvum, þó þannig að eðlileg samkeppni verði tryggð. „Framleiðslan er of mikil. Það þarf að draga úr henni þannig að við séum að framleiða fyrst og fremst fyrir innanlandsmarkað. Þótt einhver útflutningur sé eðlilegur verður áhættan sem honum fylgir að vera á ábyrgð framleiðenda sjálfra.“ Hún segist hafa efasemdir um að skynsamlegt sé að halda áfram að framleiða í stórtækum mæli fyrir erlenda markaði. „Það ætti að vera næg áskorun að halda í heimamarkaðinn og fá ferðamenn til að borða meira af okkar innlendu framleiðslu.“ Endurskoðun á samningi um starfsskilyrði í sauðfjárrækt stendur yfir og er gert ráð fyrir að úttekt KPMG verði innlegg í þá vinnu.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Sala lambakjöts jókst um 3,5 prósent 10.619 tonn voru framleidd af lamba- og kindakjöti í fyrra. Þar af var dilkakjöt um 9.200 tonn og ærkjöt um 1.200 tonn. 29. janúar 2018 07:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Sala lambakjöts jókst um 3,5 prósent 10.619 tonn voru framleidd af lamba- og kindakjöti í fyrra. Þar af var dilkakjöt um 9.200 tonn og ærkjöt um 1.200 tonn. 29. janúar 2018 07:00