Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2018 23:30 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir Öræfajökul sýna merki þess að vera að undirbúa sig fyrir gos. Mynd/Samsett Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. Á næstu vikum verður ákveðið hvort ástæða þyki til að hækka viðbúnaðarstig við jökulinn upp í gult. Magnús Tumi staðfestir í samtali við Vísi að fundað hafi verið um málið á Veðurstofu Íslands í dag. Hann segir viss merki um að þensla sé að aukast í Öræfajökli en leggur þó áherslu á að þar gæti verið um að ræða árstíðabundnar breytingar. Þá bendir hann einnig á að mælar við Öræfajökull voru settir upp í vetur og vor og því hafi sérfræðingar engan samanburð við fyrri ár. „Þess vegna ætlum við að sofa á þessu og sjá til hvort þetta sé raunveruleg þensluaukning,“ segir Magnús Tumi.Ekki á því stigi að eitthvað fari að gerast Viðbúnaðarstig við íslensku eldfjöllin eru fjögur: grænt, gult appelsínugult og rautt. Grænt stig þýðir að allt sé við eðlilegar aðstæður, á gulu viðbúnaðarstigi er virkni umfram meðallag, appelsínugult stig þýðir að raunverulegar líkur séu á að gos hefjist og rautt þýðir að gos sé að hefjast eða það sé hafið. Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss var til að mynda hækkað í gult stig í júlí í fyrra en hefur verið lækkað aftur niður í grænt.Sjá einnig: Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi „Við ætlum að sjá hvort þessi merki í Öræfajökli halda áfram og hvernig þau þróast á næstu tveimur vikum. Þannig að við erum róleg yfir þessu. Þetta er ekki á því stigi að við höldum að það sé eitthvað að fara að gerast.“ segir Magnús Tumi. Dregur þó ekki úr virkni Þá sé aðalatriðið að ekki sé talin ástæða til að gera neinar breytingar á viðbúnaðarstigi einmitt núna. Ákvörðun um breytinguna verði tekin, eins og áður sagði, á næstu vikum. „En það eru hins vegar engin merki um að það sé að draga neitt úr virkninni,“ segir Magnús Tumi. Öræfajökull hefur verið á óvissustigi hjá Almannavörnum síðan í nóvember síðastliðnum þegar aukinn jarðhiti mældist við jökulinn og aukin skjálftavirkni samhliða honum. Þá vakti Magnús sjálfur athygli á þenslu í Öræfajökli fyrir tæpum tveimur vikum og sagði mikilvægt að fólk hefði varann á vegna jarðhræringa í jöklinum. Öræfajökull er ekki eitt af virkustu eldfjöllum landsins en hann er stærsta eldstöðin í rúmmáli talið. Fjallið hefur gosið tvisvar síðan um landnám, annars vegar árið 1362 og hins vegar árið 1727. Fyrra gosið var stærsta sprengigos Íslandssögunnar og eyddi heilli byggð sem þá hét Litla-Hérað en heitir nú Öræfi, einmitt vegna gossins. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Við sjáum ekki að það sé neitt að hægja á þessu og þetta eru merki sem eldfjöll sýna fyrir gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að fólk verði að hafa varann á vegna jarðhræringa í Öræfajökli. Mælingar sýni að fjallið sé að þenjast út og ekkert lát sé á virkni í fjallinu. 16. júlí 2018 11:00 Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03 Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. Á næstu vikum verður ákveðið hvort ástæða þyki til að hækka viðbúnaðarstig við jökulinn upp í gult. Magnús Tumi staðfestir í samtali við Vísi að fundað hafi verið um málið á Veðurstofu Íslands í dag. Hann segir viss merki um að þensla sé að aukast í Öræfajökli en leggur þó áherslu á að þar gæti verið um að ræða árstíðabundnar breytingar. Þá bendir hann einnig á að mælar við Öræfajökull voru settir upp í vetur og vor og því hafi sérfræðingar engan samanburð við fyrri ár. „Þess vegna ætlum við að sofa á þessu og sjá til hvort þetta sé raunveruleg þensluaukning,“ segir Magnús Tumi.Ekki á því stigi að eitthvað fari að gerast Viðbúnaðarstig við íslensku eldfjöllin eru fjögur: grænt, gult appelsínugult og rautt. Grænt stig þýðir að allt sé við eðlilegar aðstæður, á gulu viðbúnaðarstigi er virkni umfram meðallag, appelsínugult stig þýðir að raunverulegar líkur séu á að gos hefjist og rautt þýðir að gos sé að hefjast eða það sé hafið. Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss var til að mynda hækkað í gult stig í júlí í fyrra en hefur verið lækkað aftur niður í grænt.Sjá einnig: Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi „Við ætlum að sjá hvort þessi merki í Öræfajökli halda áfram og hvernig þau þróast á næstu tveimur vikum. Þannig að við erum róleg yfir þessu. Þetta er ekki á því stigi að við höldum að það sé eitthvað að fara að gerast.“ segir Magnús Tumi. Dregur þó ekki úr virkni Þá sé aðalatriðið að ekki sé talin ástæða til að gera neinar breytingar á viðbúnaðarstigi einmitt núna. Ákvörðun um breytinguna verði tekin, eins og áður sagði, á næstu vikum. „En það eru hins vegar engin merki um að það sé að draga neitt úr virkninni,“ segir Magnús Tumi. Öræfajökull hefur verið á óvissustigi hjá Almannavörnum síðan í nóvember síðastliðnum þegar aukinn jarðhiti mældist við jökulinn og aukin skjálftavirkni samhliða honum. Þá vakti Magnús sjálfur athygli á þenslu í Öræfajökli fyrir tæpum tveimur vikum og sagði mikilvægt að fólk hefði varann á vegna jarðhræringa í jöklinum. Öræfajökull er ekki eitt af virkustu eldfjöllum landsins en hann er stærsta eldstöðin í rúmmáli talið. Fjallið hefur gosið tvisvar síðan um landnám, annars vegar árið 1362 og hins vegar árið 1727. Fyrra gosið var stærsta sprengigos Íslandssögunnar og eyddi heilli byggð sem þá hét Litla-Hérað en heitir nú Öræfi, einmitt vegna gossins.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Við sjáum ekki að það sé neitt að hægja á þessu og þetta eru merki sem eldfjöll sýna fyrir gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að fólk verði að hafa varann á vegna jarðhræringa í Öræfajökli. Mælingar sýni að fjallið sé að þenjast út og ekkert lát sé á virkni í fjallinu. 16. júlí 2018 11:00 Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03 Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
„Við sjáum ekki að það sé neitt að hægja á þessu og þetta eru merki sem eldfjöll sýna fyrir gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að fólk verði að hafa varann á vegna jarðhræringa í Öræfajökli. Mælingar sýni að fjallið sé að þenjast út og ekkert lát sé á virkni í fjallinu. 16. júlí 2018 11:00
Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03
Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00