Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Birgir Olgeirsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 27. júlí 2018 13:29 Páll Einarsson jarðfræðingur. Vísir Öræfajökull er að skipta um skap og sýnir af sér dæmigerða hegðun fyrir eldfjall sem er að búa sig undir eldgos. Þetta segir Páll Einarsson jarðfræðingur um virknina í Öræfajökli sem hann segir óvenjulega miðað við sögu eldstöðvarinnar. Fundað var um virknina á Veðurstofu Íslands í gær vegna þess að viss merki eru um að þensla sé að aukast í Öræfajökli. Er til skoðunar hvort ástæða sé til að hækka viðbúnaðarstig við jökulinn upp í gult. „Það sem er í gangi er framhald á atburðarás sem byrjaði fyrst haustið 2016. Þó tókum við eftir því að það var að aukast jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Það hafa verið skjálftamælingar í Öræfasveit frá 1976. Samkvæmt þeim hefur eldfjallið verið með rólegra móti og ekki neitt óeðlilegt á ferðinni þar. Þegar fór að líða á haustið 2016 fóru jarðskjálftar að vera tíðari og síðan þá hefur þetta ástand verið viðvarandi. Ef við setjum í samhengi við aðrar eldstöðvar þá er þessi atburðarás mjög hæg. Þetta er ekki bráðabreyting sem er í gangi, þetta er bara ótvírætt merki um að eldfjallið er að skipta um skap og dæmigerð hegðun fyrir eldfjall sem er að búa sig undir eldgos,“ segir Páll Einarsson. Öræfajökull er stærsta eldstöð Íslands í rúmmáli talið og hefur gosið tvisvar á sögulegum tímum, annars vegar árið 1362 og hins vegar árið 1727. „Þetta er ekki eitt af okkar sprækustu eldfjöllum. Reyndar var annað af þessum gosum mjög stórt og eitt af stærstu gosum á sögulegum tímum,“ segir Páll. Hann segir þrjátíu virk eldstöðvarkerfi á Íslandi, þar af fjögur sem eru í sama ham og Öræfajökull en það eru Bárðarbunga, Grímsvötn og Hekla. Viðbúnaðarstigin fyrir eldfjöll eru fjögur, grænt, gult, appelsínugult og rautt. Núverandi ástand fyrir Öræfajökul er grænt, það er virk eldstöð sem sýnir engar vísbendingar um að gos sé væntanlegt. Gult viðbúnaðarstig er þegar eldstöð sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand. Appelsínugult stig er þegar eldstöðin sýnir aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Rautt stig er þegar eldgos er yfirvofandi eða hafið og líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00 Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Öræfajökull er að skipta um skap og sýnir af sér dæmigerða hegðun fyrir eldfjall sem er að búa sig undir eldgos. Þetta segir Páll Einarsson jarðfræðingur um virknina í Öræfajökli sem hann segir óvenjulega miðað við sögu eldstöðvarinnar. Fundað var um virknina á Veðurstofu Íslands í gær vegna þess að viss merki eru um að þensla sé að aukast í Öræfajökli. Er til skoðunar hvort ástæða sé til að hækka viðbúnaðarstig við jökulinn upp í gult. „Það sem er í gangi er framhald á atburðarás sem byrjaði fyrst haustið 2016. Þó tókum við eftir því að það var að aukast jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Það hafa verið skjálftamælingar í Öræfasveit frá 1976. Samkvæmt þeim hefur eldfjallið verið með rólegra móti og ekki neitt óeðlilegt á ferðinni þar. Þegar fór að líða á haustið 2016 fóru jarðskjálftar að vera tíðari og síðan þá hefur þetta ástand verið viðvarandi. Ef við setjum í samhengi við aðrar eldstöðvar þá er þessi atburðarás mjög hæg. Þetta er ekki bráðabreyting sem er í gangi, þetta er bara ótvírætt merki um að eldfjallið er að skipta um skap og dæmigerð hegðun fyrir eldfjall sem er að búa sig undir eldgos,“ segir Páll Einarsson. Öræfajökull er stærsta eldstöð Íslands í rúmmáli talið og hefur gosið tvisvar á sögulegum tímum, annars vegar árið 1362 og hins vegar árið 1727. „Þetta er ekki eitt af okkar sprækustu eldfjöllum. Reyndar var annað af þessum gosum mjög stórt og eitt af stærstu gosum á sögulegum tímum,“ segir Páll. Hann segir þrjátíu virk eldstöðvarkerfi á Íslandi, þar af fjögur sem eru í sama ham og Öræfajökull en það eru Bárðarbunga, Grímsvötn og Hekla. Viðbúnaðarstigin fyrir eldfjöll eru fjögur, grænt, gult, appelsínugult og rautt. Núverandi ástand fyrir Öræfajökul er grænt, það er virk eldstöð sem sýnir engar vísbendingar um að gos sé væntanlegt. Gult viðbúnaðarstig er þegar eldstöð sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand. Appelsínugult stig er þegar eldstöðin sýnir aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Rautt stig er þegar eldgos er yfirvofandi eða hafið og líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00 Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03
Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30
Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00
Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00