Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Birgir Olgeirsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 27. júlí 2018 13:29 Páll Einarsson jarðfræðingur. Vísir Öræfajökull er að skipta um skap og sýnir af sér dæmigerða hegðun fyrir eldfjall sem er að búa sig undir eldgos. Þetta segir Páll Einarsson jarðfræðingur um virknina í Öræfajökli sem hann segir óvenjulega miðað við sögu eldstöðvarinnar. Fundað var um virknina á Veðurstofu Íslands í gær vegna þess að viss merki eru um að þensla sé að aukast í Öræfajökli. Er til skoðunar hvort ástæða sé til að hækka viðbúnaðarstig við jökulinn upp í gult. „Það sem er í gangi er framhald á atburðarás sem byrjaði fyrst haustið 2016. Þó tókum við eftir því að það var að aukast jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Það hafa verið skjálftamælingar í Öræfasveit frá 1976. Samkvæmt þeim hefur eldfjallið verið með rólegra móti og ekki neitt óeðlilegt á ferðinni þar. Þegar fór að líða á haustið 2016 fóru jarðskjálftar að vera tíðari og síðan þá hefur þetta ástand verið viðvarandi. Ef við setjum í samhengi við aðrar eldstöðvar þá er þessi atburðarás mjög hæg. Þetta er ekki bráðabreyting sem er í gangi, þetta er bara ótvírætt merki um að eldfjallið er að skipta um skap og dæmigerð hegðun fyrir eldfjall sem er að búa sig undir eldgos,“ segir Páll Einarsson. Öræfajökull er stærsta eldstöð Íslands í rúmmáli talið og hefur gosið tvisvar á sögulegum tímum, annars vegar árið 1362 og hins vegar árið 1727. „Þetta er ekki eitt af okkar sprækustu eldfjöllum. Reyndar var annað af þessum gosum mjög stórt og eitt af stærstu gosum á sögulegum tímum,“ segir Páll. Hann segir þrjátíu virk eldstöðvarkerfi á Íslandi, þar af fjögur sem eru í sama ham og Öræfajökull en það eru Bárðarbunga, Grímsvötn og Hekla. Viðbúnaðarstigin fyrir eldfjöll eru fjögur, grænt, gult, appelsínugult og rautt. Núverandi ástand fyrir Öræfajökul er grænt, það er virk eldstöð sem sýnir engar vísbendingar um að gos sé væntanlegt. Gult viðbúnaðarstig er þegar eldstöð sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand. Appelsínugult stig er þegar eldstöðin sýnir aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Rautt stig er þegar eldgos er yfirvofandi eða hafið og líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00 Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Öræfajökull er að skipta um skap og sýnir af sér dæmigerða hegðun fyrir eldfjall sem er að búa sig undir eldgos. Þetta segir Páll Einarsson jarðfræðingur um virknina í Öræfajökli sem hann segir óvenjulega miðað við sögu eldstöðvarinnar. Fundað var um virknina á Veðurstofu Íslands í gær vegna þess að viss merki eru um að þensla sé að aukast í Öræfajökli. Er til skoðunar hvort ástæða sé til að hækka viðbúnaðarstig við jökulinn upp í gult. „Það sem er í gangi er framhald á atburðarás sem byrjaði fyrst haustið 2016. Þó tókum við eftir því að það var að aukast jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Það hafa verið skjálftamælingar í Öræfasveit frá 1976. Samkvæmt þeim hefur eldfjallið verið með rólegra móti og ekki neitt óeðlilegt á ferðinni þar. Þegar fór að líða á haustið 2016 fóru jarðskjálftar að vera tíðari og síðan þá hefur þetta ástand verið viðvarandi. Ef við setjum í samhengi við aðrar eldstöðvar þá er þessi atburðarás mjög hæg. Þetta er ekki bráðabreyting sem er í gangi, þetta er bara ótvírætt merki um að eldfjallið er að skipta um skap og dæmigerð hegðun fyrir eldfjall sem er að búa sig undir eldgos,“ segir Páll Einarsson. Öræfajökull er stærsta eldstöð Íslands í rúmmáli talið og hefur gosið tvisvar á sögulegum tímum, annars vegar árið 1362 og hins vegar árið 1727. „Þetta er ekki eitt af okkar sprækustu eldfjöllum. Reyndar var annað af þessum gosum mjög stórt og eitt af stærstu gosum á sögulegum tímum,“ segir Páll. Hann segir þrjátíu virk eldstöðvarkerfi á Íslandi, þar af fjögur sem eru í sama ham og Öræfajökull en það eru Bárðarbunga, Grímsvötn og Hekla. Viðbúnaðarstigin fyrir eldfjöll eru fjögur, grænt, gult, appelsínugult og rautt. Núverandi ástand fyrir Öræfajökul er grænt, það er virk eldstöð sem sýnir engar vísbendingar um að gos sé væntanlegt. Gult viðbúnaðarstig er þegar eldstöð sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand. Appelsínugult stig er þegar eldstöðin sýnir aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Rautt stig er þegar eldgos er yfirvofandi eða hafið og líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00 Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03
Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30
Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00
Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00