Verði að taka á vanda utangarðsfólks Ólöf Skaftadóttir skrifar 28. júlí 2018 07:15 Formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar vill gera betur við utangarðsfólk og samþykkti neyðarfund í borgarráði vegna málsins. Fréttablaðið/Anton Brink Fulltrúar þeirra flokka sem sitja í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur sendu frá sér í gær sameiginlega yfirlýsingu þar sem þess er krafist að gripið verði til tafarlausra neyðarúrræða í málefnum heimilislausra í borginni. Hefjast þurfi handa við að leysa þennan alvarlega vanda til frambúðar. Farið er fram á aukafund í borgarráði í næstu viku til að ræða þessi mál. Formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, segir sjálfsagt að verða við þeirri ósk og fundurinn verði í næstu viku. Fulltrúi minnihlutans, Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, segist fagna skjótum viðbrögðum Þórdísar Lóu við beiðni þeirra. Í yfirlýsingunni er aðgerðaleysi meirihlutans í borginni harmað og sagt að það sé fullkomið ábyrgðarleysi að fagráð borgarinnar séu komin í sumarleyfi á meðan vandinn sé enn óleystur. Fyrr í sumar hafi verið óskað eftir aukafundi í velferðarráði en þau svör fengist að ekki yrði unnt að verða við því fyrr en 10. ágúst. „En þótt Þórdís Lóa [Þórhallsdóttir] og Viðreisn séu nýkomin inn í borgarstjórn og lýsi yfir vilja til þess að laga þetta ástand, þá eru þau að setjast inn í meirihluta sem hefur sýnt algjört áhugaleysi á málaflokknum, eins og lýst er í áliti umboðsmanns,“ segir Vigdís.Álitið sé gott veganesti Umboðsmaður Alþingis fjallaði í nýlegu áliti um stöðu utangarðsfólks þar sem segir að Reykjavíkurborg tryggi þessum hópi ekki fullnægjandi aðstoð við lausn á bráðum húsnæðisvanda. Í álitinu segir að borgin eigi í almennum og viðvarandi vanda í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks og fólks með fjölþættan vanda. Hópurinn hafi tæplega tvöfaldast á fimm árum, eða um 95 prósent frá árinu 2012 til 2017. Þórdís Lóa segir meirihlutann ánægðan með álit umboðsmanns. „Við lítum á þetta skjal sem gott veganesti út í þá vinnu sem við ætluðum hvort eð er í. Það er skýrt í sáttmálanum. En það verður auðvitað ekki hjá því litið að Reykjavík er eina sveitarfélagið sem er að þjónusta þennan hóp,“ segir formaðurinn en bætir við að það sé ekki óvanalegt. Í stórum borgum úti í heimi sé hefð fyrir því að jaðarsettir hópar flykkist inn í þéttbýli og höfuðborgir. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að álit umboðsmanns sé gott veganesti út í þá vinnu sem farið verði í.Vísir/Stöð 2„Þetta er klárlega verkefni borgarinnar og við skorumst ekki undan því, en þetta er líka sameiginlegt verkefni okkar og heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytanna,“ útskýrir Þórdís Lóa, en umboðsmaður leitaði einnig svara hjá fimmtán stærstu sveitarfélögunum utan Reykjavíkur, og beindi tilmælum til þeirra að fara yfir málaflokkinn með tilliti til athugasemda sinna. Minnihlutinn með tillögur Vigdís segir minnihlutann vera með tillögur að því að leysa vandann. „Sem dæmi myndi það taka okkur í minnihlutanum fyrir hádegi á morgun að leysa ákveðin aðkallandi mál sem þessi hópur glímir við. Ef við tökum sem dæmi fólkið sem býr í húsvögnum og tjöldum í Laugardalnum, það eina sem þau hafa farið fram á er aðgangur að rafmagni og hreinlætisaðstöðu. Það er hægt að kippa því í liðinn á nokkrum klukkustundum. Við þurfum, strax í sumar, að finna lausnir til bráðabirgða, neyðarlausnir, meðan er verið að finna fjármagn fyrir fleiri félagslegum íbúðum. Það er verið að byggja hótel hringinn í kringum landið úr gámaeiningum, af hverju er ekki hægt að koma fleiri slíkum einingum fyrir í Reykjavík til að fólk sem þarf á slíku að halda fái þak yfir höfuðið, strax? Það þarf bara vilja til að framkvæma og svo þarf að kýla á það,“ segir Vigdís og bætir við: „Meirihlutinn hefur ýtt vandanum á undan sér og verið með afsakanir. Meðal annars um að fólk sem leitar á náðir borgarinnar um félagslegt húsnæði hafi haft lögheimili í öðru sveitarfélagi og þar af leiðandi beri borginni ekki skylda til að aðstoða það fólk, ég segi bara, björgum þessu fólki og sendum sveitarfélaginu sem á í hlut svo reikninginn. Við berum ákveðnar skyldur sem höfuðborg.“ Engin ein lausn fyrir alla Vigdís og Þórdís Lóa segja báðar mikilvægt að fram komi að hópurinn sem um ræðir er mjög fjölbreyttur. „Allar lausnir sem við komum upp með þurfa að mæta fjölbreytileikanum,“ segir Þórdís Lóa. „Það þarf að hlúa að þessum hópi af virðingu og passa upp á mannréttindi. Það er ekki hægt að koma til móts við þennan hóp með forsjárhyggju eða einföldum lausnum fyrir alla.“ Eitt dæmi um lausn sem henti sumum vel séu smáhýsin úti á Granda. „Það er lausn sem hefur gefist vel í sumum tilfellum, en hentar klárlega ekki öllum. Við þurfum bara að gera meira og gera betur.“ Vigdís segir minnihlutann munu kynna mun fleiri lausnir á vandanum á fundi borgarráðs í næstu viku. „Ég legg áherslu á að þessi mál verði leyst í sumar svo fólk þurfi ekki að horfa upp á haustið og ískaldan vetur á hrakhólum. Við erum forrík þjóð og það verður að finna fjármagn. Við getum byrjað að skera niður á skrifstofu borgarstjóra, sem kostar 800 milljónir á ári að reka, til þess að sinna fólkinu okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kalla eftir aukafundi vegna heimilislausra Minnihlutinn í borgarstjórn harmar það sem hann kallar "algjört aðgerðarleysi,“ í málefnum heimilislausra í Reykjavík. 27. júlí 2018 08:04 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Fulltrúar þeirra flokka sem sitja í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur sendu frá sér í gær sameiginlega yfirlýsingu þar sem þess er krafist að gripið verði til tafarlausra neyðarúrræða í málefnum heimilislausra í borginni. Hefjast þurfi handa við að leysa þennan alvarlega vanda til frambúðar. Farið er fram á aukafund í borgarráði í næstu viku til að ræða þessi mál. Formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, segir sjálfsagt að verða við þeirri ósk og fundurinn verði í næstu viku. Fulltrúi minnihlutans, Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, segist fagna skjótum viðbrögðum Þórdísar Lóu við beiðni þeirra. Í yfirlýsingunni er aðgerðaleysi meirihlutans í borginni harmað og sagt að það sé fullkomið ábyrgðarleysi að fagráð borgarinnar séu komin í sumarleyfi á meðan vandinn sé enn óleystur. Fyrr í sumar hafi verið óskað eftir aukafundi í velferðarráði en þau svör fengist að ekki yrði unnt að verða við því fyrr en 10. ágúst. „En þótt Þórdís Lóa [Þórhallsdóttir] og Viðreisn séu nýkomin inn í borgarstjórn og lýsi yfir vilja til þess að laga þetta ástand, þá eru þau að setjast inn í meirihluta sem hefur sýnt algjört áhugaleysi á málaflokknum, eins og lýst er í áliti umboðsmanns,“ segir Vigdís.Álitið sé gott veganesti Umboðsmaður Alþingis fjallaði í nýlegu áliti um stöðu utangarðsfólks þar sem segir að Reykjavíkurborg tryggi þessum hópi ekki fullnægjandi aðstoð við lausn á bráðum húsnæðisvanda. Í álitinu segir að borgin eigi í almennum og viðvarandi vanda í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks og fólks með fjölþættan vanda. Hópurinn hafi tæplega tvöfaldast á fimm árum, eða um 95 prósent frá árinu 2012 til 2017. Þórdís Lóa segir meirihlutann ánægðan með álit umboðsmanns. „Við lítum á þetta skjal sem gott veganesti út í þá vinnu sem við ætluðum hvort eð er í. Það er skýrt í sáttmálanum. En það verður auðvitað ekki hjá því litið að Reykjavík er eina sveitarfélagið sem er að þjónusta þennan hóp,“ segir formaðurinn en bætir við að það sé ekki óvanalegt. Í stórum borgum úti í heimi sé hefð fyrir því að jaðarsettir hópar flykkist inn í þéttbýli og höfuðborgir. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að álit umboðsmanns sé gott veganesti út í þá vinnu sem farið verði í.Vísir/Stöð 2„Þetta er klárlega verkefni borgarinnar og við skorumst ekki undan því, en þetta er líka sameiginlegt verkefni okkar og heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytanna,“ útskýrir Þórdís Lóa, en umboðsmaður leitaði einnig svara hjá fimmtán stærstu sveitarfélögunum utan Reykjavíkur, og beindi tilmælum til þeirra að fara yfir málaflokkinn með tilliti til athugasemda sinna. Minnihlutinn með tillögur Vigdís segir minnihlutann vera með tillögur að því að leysa vandann. „Sem dæmi myndi það taka okkur í minnihlutanum fyrir hádegi á morgun að leysa ákveðin aðkallandi mál sem þessi hópur glímir við. Ef við tökum sem dæmi fólkið sem býr í húsvögnum og tjöldum í Laugardalnum, það eina sem þau hafa farið fram á er aðgangur að rafmagni og hreinlætisaðstöðu. Það er hægt að kippa því í liðinn á nokkrum klukkustundum. Við þurfum, strax í sumar, að finna lausnir til bráðabirgða, neyðarlausnir, meðan er verið að finna fjármagn fyrir fleiri félagslegum íbúðum. Það er verið að byggja hótel hringinn í kringum landið úr gámaeiningum, af hverju er ekki hægt að koma fleiri slíkum einingum fyrir í Reykjavík til að fólk sem þarf á slíku að halda fái þak yfir höfuðið, strax? Það þarf bara vilja til að framkvæma og svo þarf að kýla á það,“ segir Vigdís og bætir við: „Meirihlutinn hefur ýtt vandanum á undan sér og verið með afsakanir. Meðal annars um að fólk sem leitar á náðir borgarinnar um félagslegt húsnæði hafi haft lögheimili í öðru sveitarfélagi og þar af leiðandi beri borginni ekki skylda til að aðstoða það fólk, ég segi bara, björgum þessu fólki og sendum sveitarfélaginu sem á í hlut svo reikninginn. Við berum ákveðnar skyldur sem höfuðborg.“ Engin ein lausn fyrir alla Vigdís og Þórdís Lóa segja báðar mikilvægt að fram komi að hópurinn sem um ræðir er mjög fjölbreyttur. „Allar lausnir sem við komum upp með þurfa að mæta fjölbreytileikanum,“ segir Þórdís Lóa. „Það þarf að hlúa að þessum hópi af virðingu og passa upp á mannréttindi. Það er ekki hægt að koma til móts við þennan hóp með forsjárhyggju eða einföldum lausnum fyrir alla.“ Eitt dæmi um lausn sem henti sumum vel séu smáhýsin úti á Granda. „Það er lausn sem hefur gefist vel í sumum tilfellum, en hentar klárlega ekki öllum. Við þurfum bara að gera meira og gera betur.“ Vigdís segir minnihlutann munu kynna mun fleiri lausnir á vandanum á fundi borgarráðs í næstu viku. „Ég legg áherslu á að þessi mál verði leyst í sumar svo fólk þurfi ekki að horfa upp á haustið og ískaldan vetur á hrakhólum. Við erum forrík þjóð og það verður að finna fjármagn. Við getum byrjað að skera niður á skrifstofu borgarstjóra, sem kostar 800 milljónir á ári að reka, til þess að sinna fólkinu okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kalla eftir aukafundi vegna heimilislausra Minnihlutinn í borgarstjórn harmar það sem hann kallar "algjört aðgerðarleysi,“ í málefnum heimilislausra í Reykjavík. 27. júlí 2018 08:04 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Kalla eftir aukafundi vegna heimilislausra Minnihlutinn í borgarstjórn harmar það sem hann kallar "algjört aðgerðarleysi,“ í málefnum heimilislausra í Reykjavík. 27. júlí 2018 08:04
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent