Heilunin fólst í því að tjá sig um ofbeldið Sylvía Hall skrifar 28. júlí 2018 17:15 María ásamt eiginkonu sinni, Ingileif Friðriksdóttur. Vísir/María Rut Kristinsdóttir María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. María Rut ásamt eiginkonu sinni, Ingileif Friðriksdóttir, hefur verið framarlega í baráttunni fyrir jafnrétti síðustu ár og var hún meðal annars talskona Druslugöngunnar á árunum 2013-2015. Í ræðu sinni talaði María um ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu uppeldisföður síns og hvaða áhrif það hafði á hana. Hún segist hafa ætlað að harka ofbeldið af sér og lokaði á allar tilfinningar eftir tveggja ára ferli innan réttarkerfisins, en uppeldisfaðir hennar var sýknaður í málinu. Það var því kærkomið þegar Druslugangan hafði samband við hana árið 2013 og bað hana um að vera talskona göngunnar. Hún hafði þá tjáð sig um ofbeldið í fjölmiðlum og tilboðið komið flatt upp á hana, en hún hafi fundið kraftinn til að horfast í augu við áhrif ofbeldisins.María ásamt eiginkonu sinni, Ingileif Friðriksdóttur, í göngunni í dag.Vísir/María Rut Kristinsdóttir„Með hjálp Drusluteymisins, sem ég elska af öllu hjarta, og með því að fara í ótal viðtöl til að ræða mikilvægi göngunnar og þess að uppræta ofbeldið fann ég að hægt og rólega gat ég skorið af mér þau þykku lög sem ég var búin að smyrja utan um mig og berskjaldaði mig alltaf meir og meir. Það var dýrmætt.“ Í ræðunni segir María það vera mikilvægt að umræðan sé opnuð, því það að geta rætt opinskátt um ofbeldið geti verið mikilvægt skref í bataferli þolenda. Hennar eigin heilun hafi falist í því að tjá sig og það séu mistök að loka tilfinningar inni. „Tilfinningar eru nefnilega eins og suðupottur, ef maður setur lokið á mun alltaf flæða upp úr.“ Samfélagið þurfi að ákveða hvernig tekið sé á móti gerendum María segir þróun göngunnar hafa verið ótrúlega og hún hafi verið stór þáttur í því að þolendur hafi loksins fundið hugrekkið til að stíga fram. Samstaðan sé einstök og það veiti þolendum kraft til þess að rjúfa þögnina sem hefur fengið að ráða för alltof lengi. Þá segir hún að samfélagið þurfi að finna út úr því hvernig tekið verði á móti þeim sem beita ofbeldi. Það sé ekki mikið rými til þess að viðurkenna brot og það sé auðveldara fyrir gerendur að neita fyrir verknaðinn. Í kjölfarið brotaþolar ekki þá viðurkenningu á verknaðinum, sem getur verið mikilvægur þáttur í því að vinna úr slíku. „Mig dreymir um samfélag þar sem hægt er að takast á við vandann á annan hátt, mig dreymir um mun kröftugri fræðslu um samskipti og kynlíf.“, segir María og bætir við að þriðjungur gerenda hér á landi séu börn í skilningi laga. Með tilkomu Druslugöngunnar segir hún hafa skapast vettvangur til þess að ræða kynferðisbrot opinskátt og fræða aðstandendur um þessi mál. Hún hafi sjálf öðlast það tækifæri með göngunni og endurheimt samskipti við sína nánustu. Hún hafi lært að tala um ofbeldið og það hafi orðið til þess að hún hafi náð miklum bata. „Ég er ekki að segja að ég sé orðin fullkomlega heil, en ofbeldið sem eitt sinn skilgreindi hver ég er, skilgreinir mig ekki lengur.“Frá Druslugöngunni 2015.Vísir/Valgarður Gíslason Druslugangan Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. María Rut ásamt eiginkonu sinni, Ingileif Friðriksdóttir, hefur verið framarlega í baráttunni fyrir jafnrétti síðustu ár og var hún meðal annars talskona Druslugöngunnar á árunum 2013-2015. Í ræðu sinni talaði María um ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu uppeldisföður síns og hvaða áhrif það hafði á hana. Hún segist hafa ætlað að harka ofbeldið af sér og lokaði á allar tilfinningar eftir tveggja ára ferli innan réttarkerfisins, en uppeldisfaðir hennar var sýknaður í málinu. Það var því kærkomið þegar Druslugangan hafði samband við hana árið 2013 og bað hana um að vera talskona göngunnar. Hún hafði þá tjáð sig um ofbeldið í fjölmiðlum og tilboðið komið flatt upp á hana, en hún hafi fundið kraftinn til að horfast í augu við áhrif ofbeldisins.María ásamt eiginkonu sinni, Ingileif Friðriksdóttur, í göngunni í dag.Vísir/María Rut Kristinsdóttir„Með hjálp Drusluteymisins, sem ég elska af öllu hjarta, og með því að fara í ótal viðtöl til að ræða mikilvægi göngunnar og þess að uppræta ofbeldið fann ég að hægt og rólega gat ég skorið af mér þau þykku lög sem ég var búin að smyrja utan um mig og berskjaldaði mig alltaf meir og meir. Það var dýrmætt.“ Í ræðunni segir María það vera mikilvægt að umræðan sé opnuð, því það að geta rætt opinskátt um ofbeldið geti verið mikilvægt skref í bataferli þolenda. Hennar eigin heilun hafi falist í því að tjá sig og það séu mistök að loka tilfinningar inni. „Tilfinningar eru nefnilega eins og suðupottur, ef maður setur lokið á mun alltaf flæða upp úr.“ Samfélagið þurfi að ákveða hvernig tekið sé á móti gerendum María segir þróun göngunnar hafa verið ótrúlega og hún hafi verið stór þáttur í því að þolendur hafi loksins fundið hugrekkið til að stíga fram. Samstaðan sé einstök og það veiti þolendum kraft til þess að rjúfa þögnina sem hefur fengið að ráða för alltof lengi. Þá segir hún að samfélagið þurfi að finna út úr því hvernig tekið verði á móti þeim sem beita ofbeldi. Það sé ekki mikið rými til þess að viðurkenna brot og það sé auðveldara fyrir gerendur að neita fyrir verknaðinn. Í kjölfarið brotaþolar ekki þá viðurkenningu á verknaðinum, sem getur verið mikilvægur þáttur í því að vinna úr slíku. „Mig dreymir um samfélag þar sem hægt er að takast á við vandann á annan hátt, mig dreymir um mun kröftugri fræðslu um samskipti og kynlíf.“, segir María og bætir við að þriðjungur gerenda hér á landi séu börn í skilningi laga. Með tilkomu Druslugöngunnar segir hún hafa skapast vettvangur til þess að ræða kynferðisbrot opinskátt og fræða aðstandendur um þessi mál. Hún hafi sjálf öðlast það tækifæri með göngunni og endurheimt samskipti við sína nánustu. Hún hafi lært að tala um ofbeldið og það hafi orðið til þess að hún hafi náð miklum bata. „Ég er ekki að segja að ég sé orðin fullkomlega heil, en ofbeldið sem eitt sinn skilgreindi hver ég er, skilgreinir mig ekki lengur.“Frá Druslugöngunni 2015.Vísir/Valgarður Gíslason
Druslugangan Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“