Fleiri dýrgripir sagðir í Minden Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. júlí 2018 06:00 Hluti áhafnar Seabed Worker. Óskar P. Friðriksson Verðmæti sem sögð eru mun meira virði en innihald skáps sem bjarga á úr flaki flutningaskipsins SS Minden eru nú sögð vera um borð. Aðeins yfirmenn í björgunarskipinu eru sagðir vita hvað þar sé um að ræða. Rannsóknarskipið Seabed Worker hefur undanfarið lónað yfir flaki SS Minden suður af Íslandi. Leyfi Umhverfisstofnunar til að bjástra við Minden rennur út í dag. Í umsókn Advanced Marine Services til Umhverfisstofnunar á sínum tíma sagði að ná ætti upp skáp eða kistu sem menn teldu geyma gull. Seabed Worker er vel búið skip.Óskar P. FriðrikssonMiðað við uppgefið rúmmál skápsins reiknaði Fréttablaðið út að verðmætið gæti verið yfir tólf milljarðar króna. Fulltrúar Advanced Marine Services hafa ekki vilja ræða við fjölmiðla um Minden-leiðangurinn. Samkvæmt gögnum sem fram hafa komið voru engir eðalmálmar eða önnur slík verðmæti skráð í farmi SS Minden. Farmurinn var að stærstum hluta harðviðarkvoða. Í Fréttablaðinu 29. apríl 2017 var rætt við sagnfræðinginn Þór Whitehead sem kvað ólíklegt að fjársjóðir væru í flakinu. „Skjöl útgerðarfélagsins um Minden liggja annars djúpt grafin í gögnum þess í ríkissafninu í Hamborg,“ benti sagnfræðingurinn á. Síðar sagði Fréttablaðið frá því að leiðangursmenn teldu gull um borð. Nú herma heimildir Fréttablaðsins að meðal undirmanna á Seabed Worker gangi sú saga að eitthvað enn mikilvægara en skápur með gulli leynist í Minden. Hvað það er nákvæmlega sé aðeins á vitorði örfárra manna um borð. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aðstæður erfiðar yfir SS Minden Rannsóknarskipið Seabed Worker hefur frá því síðdegis á föstudag verið á þeim slóðum þar sem flak flutningaskipsins SS Minden liggur hafsbotni 120 sjómílur undan Íslandsströndum. 26. júní 2018 06:00 Landhelgisgæslan fylgist með fjársjóðsleit Varðskipið Þór og flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, fylgdust í gær með vinnu rannsóknarskipsins Seabed Worker, en skipið kom inn í efnahagslögsöguna í gærmorgun. 23. júní 2018 10:07 Fjársjóðsmenn fá leyfi til 10. júlí Breska fyrirtækið Advanced Marine Services hefur fengið framlengingu hjá Umhverfisstofnun á leyfi til að bjarga verðmætum úr flaki SS Minden til og með 10. júlí. 27. júní 2018 06:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Verðmæti sem sögð eru mun meira virði en innihald skáps sem bjarga á úr flaki flutningaskipsins SS Minden eru nú sögð vera um borð. Aðeins yfirmenn í björgunarskipinu eru sagðir vita hvað þar sé um að ræða. Rannsóknarskipið Seabed Worker hefur undanfarið lónað yfir flaki SS Minden suður af Íslandi. Leyfi Umhverfisstofnunar til að bjástra við Minden rennur út í dag. Í umsókn Advanced Marine Services til Umhverfisstofnunar á sínum tíma sagði að ná ætti upp skáp eða kistu sem menn teldu geyma gull. Seabed Worker er vel búið skip.Óskar P. FriðrikssonMiðað við uppgefið rúmmál skápsins reiknaði Fréttablaðið út að verðmætið gæti verið yfir tólf milljarðar króna. Fulltrúar Advanced Marine Services hafa ekki vilja ræða við fjölmiðla um Minden-leiðangurinn. Samkvæmt gögnum sem fram hafa komið voru engir eðalmálmar eða önnur slík verðmæti skráð í farmi SS Minden. Farmurinn var að stærstum hluta harðviðarkvoða. Í Fréttablaðinu 29. apríl 2017 var rætt við sagnfræðinginn Þór Whitehead sem kvað ólíklegt að fjársjóðir væru í flakinu. „Skjöl útgerðarfélagsins um Minden liggja annars djúpt grafin í gögnum þess í ríkissafninu í Hamborg,“ benti sagnfræðingurinn á. Síðar sagði Fréttablaðið frá því að leiðangursmenn teldu gull um borð. Nú herma heimildir Fréttablaðsins að meðal undirmanna á Seabed Worker gangi sú saga að eitthvað enn mikilvægara en skápur með gulli leynist í Minden. Hvað það er nákvæmlega sé aðeins á vitorði örfárra manna um borð.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aðstæður erfiðar yfir SS Minden Rannsóknarskipið Seabed Worker hefur frá því síðdegis á föstudag verið á þeim slóðum þar sem flak flutningaskipsins SS Minden liggur hafsbotni 120 sjómílur undan Íslandsströndum. 26. júní 2018 06:00 Landhelgisgæslan fylgist með fjársjóðsleit Varðskipið Þór og flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, fylgdust í gær með vinnu rannsóknarskipsins Seabed Worker, en skipið kom inn í efnahagslögsöguna í gærmorgun. 23. júní 2018 10:07 Fjársjóðsmenn fá leyfi til 10. júlí Breska fyrirtækið Advanced Marine Services hefur fengið framlengingu hjá Umhverfisstofnun á leyfi til að bjarga verðmætum úr flaki SS Minden til og með 10. júlí. 27. júní 2018 06:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Aðstæður erfiðar yfir SS Minden Rannsóknarskipið Seabed Worker hefur frá því síðdegis á föstudag verið á þeim slóðum þar sem flak flutningaskipsins SS Minden liggur hafsbotni 120 sjómílur undan Íslandsströndum. 26. júní 2018 06:00
Landhelgisgæslan fylgist með fjársjóðsleit Varðskipið Þór og flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, fylgdust í gær með vinnu rannsóknarskipsins Seabed Worker, en skipið kom inn í efnahagslögsöguna í gærmorgun. 23. júní 2018 10:07
Fjársjóðsmenn fá leyfi til 10. júlí Breska fyrirtækið Advanced Marine Services hefur fengið framlengingu hjá Umhverfisstofnun á leyfi til að bjarga verðmætum úr flaki SS Minden til og með 10. júlí. 27. júní 2018 06:00