Toddi tekur Fylki í gegn: Eins og appelsínugular keilur sem bara standa þarna Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júlí 2018 09:30 Fylkir tapaði sex stiga leik á móti Víkingi, 3-2, í Pepsi-deild karla í fótbolta og er fyrir vikið í fallsæti á meðan Víkingar fjarlægðust fallsvæðið um sinn. Víkingar lögðu gruninn að sigrinum mikilvæga með þremur mörkum gegn engu í fyrri hálfleik, þar af tveimur mörkum á fyrstu sjö mínútum leiksins þar sem Fylkismenn voru steinsofandi. Fyrra markið skoraði Davíð Örn Atlason eftir frábæran einleik og það síðara Bjarni Páll Linnett Runólfsson með föstu skoti úr teignum eftir að boltinn barst til hans í hornspyrnu. „Þetta er eins og að horfa mann í svigi framhjá keilum sem að standa þarna í appelsínugulum búningum. Hann fær að labba í gegn. Það fer enginn nálægt manninum. Ég veit ekki hvað Helgi segir þegar að hann sér þetta aftur,“ sagði Þorvaldur Örlygsson um fyrra markið og ekki var hann kátari með varnarleik Fylkis í öðru markinu. „Fylkir fékk á sig mark úr horni í fyrri leiknum á móti Víkingi og hér gerist það aftur. Hver er að dekka manninn fyrir utan? Það eru átta leikmenn Fylkis inn í markteignum en það fer enginn á móti skotinu. Það var ekki skrítið að þeir lentu 2-0 undir með svona spilamennsku,“ sagði Þorvaldur. Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, átti erfiðan dag á skrifstofunni og fékk rautt spjald í leiknum en hann var sérstaklega slæmur í fyrri hálfleik. „Honum til varnar stjórnaði hann vörninni betur í seinni hálfleik en það gekk allt á afturfótunum í fyrri hálfleik. Hann var að missa boltann, hleypa mönnum framhjá sér, gefur víti og margar hans ákvarðanir bara rangar,“ sagði Þorvaldur og Gunnar Jarl Jónsson tók undir orð hans: „Það er hrikalegt með alla þessa reynslu að fara á rassinn í þessari stöðu (vítaspyrnunni). Hann er góður spilari með góðar sendingar og var betri í seinni hálfleik en Helgi var afskaplega klaufalegur í fyrri hálfleik,“ sagði Gunnar Jarl Jónsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 2-3 | Víkingur sótti þrjú mikilvæg stig í Egilshöll Víkingur er kominn í sjötta sæti Pepsi deildarinnar eftir 2-3 sigur á Fylki í Egilshöll í kvöld. Víkingur var 3-0 yfir í hálfleik. 9. júlí 2018 22:30 Davíð Örn um markið sitt: Vissi ekki alveg hvað ég var að gera Davíð Örn Atlason átti góðan leik í vörn Víkings er liðið sigraði Fylki, 3-2, í hörkuleik í Egilshöllinni í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta. 9. júlí 2018 21:47 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira
Fylkir tapaði sex stiga leik á móti Víkingi, 3-2, í Pepsi-deild karla í fótbolta og er fyrir vikið í fallsæti á meðan Víkingar fjarlægðust fallsvæðið um sinn. Víkingar lögðu gruninn að sigrinum mikilvæga með þremur mörkum gegn engu í fyrri hálfleik, þar af tveimur mörkum á fyrstu sjö mínútum leiksins þar sem Fylkismenn voru steinsofandi. Fyrra markið skoraði Davíð Örn Atlason eftir frábæran einleik og það síðara Bjarni Páll Linnett Runólfsson með föstu skoti úr teignum eftir að boltinn barst til hans í hornspyrnu. „Þetta er eins og að horfa mann í svigi framhjá keilum sem að standa þarna í appelsínugulum búningum. Hann fær að labba í gegn. Það fer enginn nálægt manninum. Ég veit ekki hvað Helgi segir þegar að hann sér þetta aftur,“ sagði Þorvaldur Örlygsson um fyrra markið og ekki var hann kátari með varnarleik Fylkis í öðru markinu. „Fylkir fékk á sig mark úr horni í fyrri leiknum á móti Víkingi og hér gerist það aftur. Hver er að dekka manninn fyrir utan? Það eru átta leikmenn Fylkis inn í markteignum en það fer enginn á móti skotinu. Það var ekki skrítið að þeir lentu 2-0 undir með svona spilamennsku,“ sagði Þorvaldur. Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, átti erfiðan dag á skrifstofunni og fékk rautt spjald í leiknum en hann var sérstaklega slæmur í fyrri hálfleik. „Honum til varnar stjórnaði hann vörninni betur í seinni hálfleik en það gekk allt á afturfótunum í fyrri hálfleik. Hann var að missa boltann, hleypa mönnum framhjá sér, gefur víti og margar hans ákvarðanir bara rangar,“ sagði Þorvaldur og Gunnar Jarl Jónsson tók undir orð hans: „Það er hrikalegt með alla þessa reynslu að fara á rassinn í þessari stöðu (vítaspyrnunni). Hann er góður spilari með góðar sendingar og var betri í seinni hálfleik en Helgi var afskaplega klaufalegur í fyrri hálfleik,“ sagði Gunnar Jarl Jónsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 2-3 | Víkingur sótti þrjú mikilvæg stig í Egilshöll Víkingur er kominn í sjötta sæti Pepsi deildarinnar eftir 2-3 sigur á Fylki í Egilshöll í kvöld. Víkingur var 3-0 yfir í hálfleik. 9. júlí 2018 22:30 Davíð Örn um markið sitt: Vissi ekki alveg hvað ég var að gera Davíð Örn Atlason átti góðan leik í vörn Víkings er liðið sigraði Fylki, 3-2, í hörkuleik í Egilshöllinni í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta. 9. júlí 2018 21:47 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 2-3 | Víkingur sótti þrjú mikilvæg stig í Egilshöll Víkingur er kominn í sjötta sæti Pepsi deildarinnar eftir 2-3 sigur á Fylki í Egilshöll í kvöld. Víkingur var 3-0 yfir í hálfleik. 9. júlí 2018 22:30
Davíð Örn um markið sitt: Vissi ekki alveg hvað ég var að gera Davíð Örn Atlason átti góðan leik í vörn Víkings er liðið sigraði Fylki, 3-2, í hörkuleik í Egilshöllinni í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta. 9. júlí 2018 21:47