Fimm sem gætu farið þegar að glugginn verður opnaður í Pepsi-deildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júlí 2018 12:00 Arnór Sveinn, Túfa, Castillion, Guðjón Pétur og Þorri Geir. vísir/vilhelm Félagaskiptaglugginn í íslenska fótboltanum verður opnaður venju samkvæmt 15. júlí sem er á sunnudaginn en þá geta liðin í Pepsi-deildinni farið að styrkja sig fyrir átökin í seinni hluta mótsins. Leikmenn ganga þá kaupum og sölum en þau lið sem gera hvað best á júlímarkaðnum geta breytt sumri sínu. Dæmi eru til um það. Glugginn stendur opinn í tvær vikur og nú þegar eru nokkur félagaskipti orðin klár. Breiðablik er búið að landa dönskum sóknarmanni og sendir Hrvoje Tokic í Selfoss og þá eru Valsmenn komnir með sænskan varnarmann sem kemur til með að leysa Rasmus Christiansen af hólmi en Daninn meiddist illa á dögunum. FH-ingar eru einnig búnir að ganga frá félagskiptum á færeyskum framherja til að bæta í vopnabúrið sitt en þeir ætla svo sannarlega að vera með í toppbaráttunni allt til enda. Vísir listar hér upp fimm leikmenn sem gætu mögulega verið á förum frá sínum liðum í glugganum. Þetta eru allt frábærir leikmenn sem kannski þurfa bara á nýju umhverfi að halda.Framherjinn skoraði ellefu mörk í 16 leikjum í fyrra.vísir/vilhelmGeoffrey CastillionLið: FHAldur: 27 áraStaða: FramherjiLeikir (mörk): 10 (1) The Curious Case of Castillion yrði líklega vinsælli mynd um Benjamín Button. Hvað kom fyrir Hollendinginn stóra sem að skoraði ellefu mörk í 16 leikjum fyrir fallbaráttulið Víkings á síðustu leiktíð? Það hefur ekki nokkur maður getað svarað því nema með afsökunum um þurrt gervigras en Castillion skorar hvorki á blautu né þurru gervigrasi né alvöru grasi, möl eða malbiki. Eina markið hans var pot af stuttu færi gegn slakasta liði deildarinnar, Keflavík. FH-ingar hafa enga þolinmæði fyrir svona frammistöðu enda er Hafnarfjarðarrisinn búinn að fjárfesta í færeyskum framherja sem mun líklega taka stöðu Castillion þegar að glugginn opnar á sunnudaginn. Þá færist sá hollenski aftar í goggunarröðina. FH vill vafalítið ekki taka sénsinn á að hann fari að raða inn mörkum fyrir lið í toppbaráttunni þannig kannski verður hann lánaður í einhvern iðnað neðar í töflunni þar sem honum að minnsta kosti leið vel síðasta sumar.Góður leikmaður geymdur á bekknum.vísir/vilhelmGuðjón Pétur LýðssonLið: ValurAldur: 30 áraStaða: MiðjumaðurLeikir (mörk): 8 (1) Er þessi saga að fara aftur af stað? Já, mjög líklega. Guðjón Pétur er ekki leikmaður sem vill vera á bekknum og er alls ekki leikmaður sem á heima á einum einasta varamannabekk. Átta mörk í 21 leik fyrir meistaralið Vals í fyrra er bara síðasta dæmi þess. Guðjón reyndi að komast burt í maí en það tókst ekki. Tveir byrjunarliðsleikir í lok júní róuðu hann eflaust í smá tíma en hann byrjaði svo aðeins einn leik af sex eftir það og var tvisvar sinnum ónotaður varamaður. Valsmenn vilja halda hópnum eins sterkum og mögulegt er á meðan liðið er enn á lífi í Meistaradeildinni en óvíst er hvort það komist í gegnum norska risann Rosenborg. Evrópudraumar Vals verða kannski úti á næstu tveimur vikum og þá eru „bara“ deildarleikirnir eftir. Staðan er snúin fyrir Guðjón eins og hann sá í maí því hann vill auðvitað bara fara til toppliðs en Valsmenn ætla ekki að styrkja liðin í kringum sig með svona vænum bita.Túfa hefur ekki náð sér á strik í sumar.vísir/vilhelmVladimir TufegdzicLið: VíkingurAldur: 27 áraStaða: Framherji/vængmaðurLeikir (mörk): 7 (0) Serbinn eldfljóti virðist algjörlega búinn í Víkinni. Hann byrjaði fyrstu sjö leiki mótsins án þess að skora né leggja upp mark og var tekinn út af í öllum leik nema einum. Víkingar unnu aðeins einn leik af þessum sjö en án hans hafa þeir nú unnið þrjá af síðustu fjórum. Túfa, eins og hann er kallaður, hefur ekki komið við sögu í síðustu fjórum leikjum og verið ónotaður varamaður í þremur síðustu. Túfa er frábær leikmaður þegar að hann er í stuði og hefur reynst Víkingum vel en það virðist vera kominn tími á að hann skipti um umhverfi og finni aftur fjöl sína því hann er illviðráðanlegur þegar hann spilar eins og hann á að sér. Það eru vafalítið mörg lið sem myndu vilja reyna að finna „on“-takkann á Serbanum ef Víkingar setja hann á markaðinn á sunnudaginn.Fyrrverandi Íslandsmeistarinn á nokkur góð ár eftir.vísir/vilhelmArnór Sveinn AðalsteinssonLið: KRAldur: 32 áraStaða: Bakvörður/miðvörðurLeikir (mörk): 3 (0) Varnarmaðurinn úr Kópavoginum er algjörlega týndur og tröllum gefinn í Vesturbænum þar sem að hann virðist ekki í framtíðarplönum Rúnars Kristinssonar í uppbyggingunni hjá KR. Arnór Sveinn var í byrjunarliðinu í fyrsta leik á móti Val en hefur síðan aðeins einu sinni verið í byrjunarliðinu og einu sinni komið inn á sem varamaður. Það gera átta leiki sem ónotaður varamaður. Þessi fjölhæfi varnarmaður sem getur bæði spilað sem bakvörður og miðvörður var ólíkur sjálfum sér í fyrra en hann er ekki nema 32 ára, í góðu formi og á nokkur góð ár eftir í Pepsi-deildinni. Hann gæti nýst nokkrum liðum vel og náð fínum endaspretti á sínum ferli í efstu deild. Arnór er mikill leiðtogi og var áður fyrirliði Breiðabliks þannig hann hefur meira fram að færa en bara það sem gerist inn á vellinum.Það er mikið spunnið í þennan miðjumann.vísir/vilhelmÞorri Geir RúnarssonLið: StjarnanAldur: 23 áraStaða: MiðjumaðurLeikir (mörk): 4 (0) Miðjumaðurinn magnaði sem sló svo rækilega í gegn þegar að Stjarnan varð meistari árið 2014 hefur ekki alveg náð sömu hæðum og fyrstu tvö ár meistaraflokksferilsins, bæði vegna meiðsla og stuttrar skólagöngu í Bandaríkjunum. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá þessum útsjónarsama miðjumanni sem er í miklum metum hjá þjálfara liðsins en hann hefur aðeins spilað sex leiki í sumar eftir að spila tvo á síðustu leiktíð. Þorri Geir var í byrjunarliðinu hjá Stjörnunni í fyrsta og eina sinn í sumar í fjórðu umferð en hefur aðeins einu sinni komið inn á síðan þá þrátt fyrir að vera í hóp í sex leikjum af átta. Það er erfitt fyrir hann að komast að með mann eins og Eyjólf Héðinsson á undan sér á bekknum. Það er ólíklegt að Stjarnan myndi láta sinn mann fara og jafnvel ólíklegt að Þorri vilji fara en þeir sem vita hvað Þorri getur vita að hans hæfileikum er sóað með endalausri bekkjarsetu og gæti verið fínt fyrir hann að skipta um umhverfi. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Félagaskiptaglugginn í íslenska fótboltanum verður opnaður venju samkvæmt 15. júlí sem er á sunnudaginn en þá geta liðin í Pepsi-deildinni farið að styrkja sig fyrir átökin í seinni hluta mótsins. Leikmenn ganga þá kaupum og sölum en þau lið sem gera hvað best á júlímarkaðnum geta breytt sumri sínu. Dæmi eru til um það. Glugginn stendur opinn í tvær vikur og nú þegar eru nokkur félagaskipti orðin klár. Breiðablik er búið að landa dönskum sóknarmanni og sendir Hrvoje Tokic í Selfoss og þá eru Valsmenn komnir með sænskan varnarmann sem kemur til með að leysa Rasmus Christiansen af hólmi en Daninn meiddist illa á dögunum. FH-ingar eru einnig búnir að ganga frá félagskiptum á færeyskum framherja til að bæta í vopnabúrið sitt en þeir ætla svo sannarlega að vera með í toppbaráttunni allt til enda. Vísir listar hér upp fimm leikmenn sem gætu mögulega verið á förum frá sínum liðum í glugganum. Þetta eru allt frábærir leikmenn sem kannski þurfa bara á nýju umhverfi að halda.Framherjinn skoraði ellefu mörk í 16 leikjum í fyrra.vísir/vilhelmGeoffrey CastillionLið: FHAldur: 27 áraStaða: FramherjiLeikir (mörk): 10 (1) The Curious Case of Castillion yrði líklega vinsælli mynd um Benjamín Button. Hvað kom fyrir Hollendinginn stóra sem að skoraði ellefu mörk í 16 leikjum fyrir fallbaráttulið Víkings á síðustu leiktíð? Það hefur ekki nokkur maður getað svarað því nema með afsökunum um þurrt gervigras en Castillion skorar hvorki á blautu né þurru gervigrasi né alvöru grasi, möl eða malbiki. Eina markið hans var pot af stuttu færi gegn slakasta liði deildarinnar, Keflavík. FH-ingar hafa enga þolinmæði fyrir svona frammistöðu enda er Hafnarfjarðarrisinn búinn að fjárfesta í færeyskum framherja sem mun líklega taka stöðu Castillion þegar að glugginn opnar á sunnudaginn. Þá færist sá hollenski aftar í goggunarröðina. FH vill vafalítið ekki taka sénsinn á að hann fari að raða inn mörkum fyrir lið í toppbaráttunni þannig kannski verður hann lánaður í einhvern iðnað neðar í töflunni þar sem honum að minnsta kosti leið vel síðasta sumar.Góður leikmaður geymdur á bekknum.vísir/vilhelmGuðjón Pétur LýðssonLið: ValurAldur: 30 áraStaða: MiðjumaðurLeikir (mörk): 8 (1) Er þessi saga að fara aftur af stað? Já, mjög líklega. Guðjón Pétur er ekki leikmaður sem vill vera á bekknum og er alls ekki leikmaður sem á heima á einum einasta varamannabekk. Átta mörk í 21 leik fyrir meistaralið Vals í fyrra er bara síðasta dæmi þess. Guðjón reyndi að komast burt í maí en það tókst ekki. Tveir byrjunarliðsleikir í lok júní róuðu hann eflaust í smá tíma en hann byrjaði svo aðeins einn leik af sex eftir það og var tvisvar sinnum ónotaður varamaður. Valsmenn vilja halda hópnum eins sterkum og mögulegt er á meðan liðið er enn á lífi í Meistaradeildinni en óvíst er hvort það komist í gegnum norska risann Rosenborg. Evrópudraumar Vals verða kannski úti á næstu tveimur vikum og þá eru „bara“ deildarleikirnir eftir. Staðan er snúin fyrir Guðjón eins og hann sá í maí því hann vill auðvitað bara fara til toppliðs en Valsmenn ætla ekki að styrkja liðin í kringum sig með svona vænum bita.Túfa hefur ekki náð sér á strik í sumar.vísir/vilhelmVladimir TufegdzicLið: VíkingurAldur: 27 áraStaða: Framherji/vængmaðurLeikir (mörk): 7 (0) Serbinn eldfljóti virðist algjörlega búinn í Víkinni. Hann byrjaði fyrstu sjö leiki mótsins án þess að skora né leggja upp mark og var tekinn út af í öllum leik nema einum. Víkingar unnu aðeins einn leik af þessum sjö en án hans hafa þeir nú unnið þrjá af síðustu fjórum. Túfa, eins og hann er kallaður, hefur ekki komið við sögu í síðustu fjórum leikjum og verið ónotaður varamaður í þremur síðustu. Túfa er frábær leikmaður þegar að hann er í stuði og hefur reynst Víkingum vel en það virðist vera kominn tími á að hann skipti um umhverfi og finni aftur fjöl sína því hann er illviðráðanlegur þegar hann spilar eins og hann á að sér. Það eru vafalítið mörg lið sem myndu vilja reyna að finna „on“-takkann á Serbanum ef Víkingar setja hann á markaðinn á sunnudaginn.Fyrrverandi Íslandsmeistarinn á nokkur góð ár eftir.vísir/vilhelmArnór Sveinn AðalsteinssonLið: KRAldur: 32 áraStaða: Bakvörður/miðvörðurLeikir (mörk): 3 (0) Varnarmaðurinn úr Kópavoginum er algjörlega týndur og tröllum gefinn í Vesturbænum þar sem að hann virðist ekki í framtíðarplönum Rúnars Kristinssonar í uppbyggingunni hjá KR. Arnór Sveinn var í byrjunarliðinu í fyrsta leik á móti Val en hefur síðan aðeins einu sinni verið í byrjunarliðinu og einu sinni komið inn á sem varamaður. Það gera átta leiki sem ónotaður varamaður. Þessi fjölhæfi varnarmaður sem getur bæði spilað sem bakvörður og miðvörður var ólíkur sjálfum sér í fyrra en hann er ekki nema 32 ára, í góðu formi og á nokkur góð ár eftir í Pepsi-deildinni. Hann gæti nýst nokkrum liðum vel og náð fínum endaspretti á sínum ferli í efstu deild. Arnór er mikill leiðtogi og var áður fyrirliði Breiðabliks þannig hann hefur meira fram að færa en bara það sem gerist inn á vellinum.Það er mikið spunnið í þennan miðjumann.vísir/vilhelmÞorri Geir RúnarssonLið: StjarnanAldur: 23 áraStaða: MiðjumaðurLeikir (mörk): 4 (0) Miðjumaðurinn magnaði sem sló svo rækilega í gegn þegar að Stjarnan varð meistari árið 2014 hefur ekki alveg náð sömu hæðum og fyrstu tvö ár meistaraflokksferilsins, bæði vegna meiðsla og stuttrar skólagöngu í Bandaríkjunum. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá þessum útsjónarsama miðjumanni sem er í miklum metum hjá þjálfara liðsins en hann hefur aðeins spilað sex leiki í sumar eftir að spila tvo á síðustu leiktíð. Þorri Geir var í byrjunarliðinu hjá Stjörnunni í fyrsta og eina sinn í sumar í fjórðu umferð en hefur aðeins einu sinni komið inn á síðan þá þrátt fyrir að vera í hóp í sex leikjum af átta. Það er erfitt fyrir hann að komast að með mann eins og Eyjólf Héðinsson á undan sér á bekknum. Það er ólíklegt að Stjarnan myndi láta sinn mann fara og jafnvel ólíklegt að Þorri vilji fara en þeir sem vita hvað Þorri getur vita að hans hæfileikum er sóað með endalausri bekkjarsetu og gæti verið fínt fyrir hann að skipta um umhverfi.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira