Fæst ekki svarað hvort flugdólgurinn fer á bannlista Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2018 13:00 Guðjón segir að stefnt hafi í að millilenda þyrfti vélinni á Írlandi WOW Air Íslenskur ferðalangur með alltof mikið áfengi í blóðinu var handtekinn við komuna til landsins frá Spáni aðfaranótt föstudags. Guðjón M. Þorsteinsson, Ísfirðingur og starfsmaður Musteri vatns og vellíðunar í Bolungarvík, greindi frá atvikinu á föstudaginn en hann tognaði á þumalputta í átökum við manninn. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, staðfestir að atvikið hafi komið upp. „Áhöfn fylgdi öllum verklagsreglum um borð og fengu þau aðstoð frá farþegum vegna atviks þar sem farþegi var með ólæti,“ segir í skriflegu svari Svönu við fyrirspurn Vísis. „Við komu til Keflavíkur var óskað eftir aðstoð frá lögreglu sem handtók manninn.“ Svana segir að WOW Air geti ekki tjáð sig frekar um einstaka farþega og því ekki svarað spurningum hvort farþeganum verði í framhaldinu meinað að fljúga með WOW Air. „WOW lítur öll flugatvik sem snúa að ógn öryggis farþega sinna alvarlegum augum. Í sumum tilfellum hefur verið gripið til þeirra ráðstafana að setja aðila á bannlista en við getum ekki tjáð okkur um einstök mál að öðru leyti.“ Guðjón sagði á Facebook að maðurinn hefði látið illum látum í vélinni. Hrækt, sparkað og reynt að bíta sig. Hann hafi brugðist við beiðnum um að gera eitthvað og haft öryggi farþega í huga auk þess sem börn hafi verið hrædd. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Flugdólgur bundinn niður í flugi WOW Air Farþegar WOW Air neyddust til þess að binda niður flugdólg í flugi félagsins frá Alicante til Keflavíkur. 8. júlí 2018 16:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Íslenskur ferðalangur með alltof mikið áfengi í blóðinu var handtekinn við komuna til landsins frá Spáni aðfaranótt föstudags. Guðjón M. Þorsteinsson, Ísfirðingur og starfsmaður Musteri vatns og vellíðunar í Bolungarvík, greindi frá atvikinu á föstudaginn en hann tognaði á þumalputta í átökum við manninn. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, staðfestir að atvikið hafi komið upp. „Áhöfn fylgdi öllum verklagsreglum um borð og fengu þau aðstoð frá farþegum vegna atviks þar sem farþegi var með ólæti,“ segir í skriflegu svari Svönu við fyrirspurn Vísis. „Við komu til Keflavíkur var óskað eftir aðstoð frá lögreglu sem handtók manninn.“ Svana segir að WOW Air geti ekki tjáð sig frekar um einstaka farþega og því ekki svarað spurningum hvort farþeganum verði í framhaldinu meinað að fljúga með WOW Air. „WOW lítur öll flugatvik sem snúa að ógn öryggis farþega sinna alvarlegum augum. Í sumum tilfellum hefur verið gripið til þeirra ráðstafana að setja aðila á bannlista en við getum ekki tjáð okkur um einstök mál að öðru leyti.“ Guðjón sagði á Facebook að maðurinn hefði látið illum látum í vélinni. Hrækt, sparkað og reynt að bíta sig. Hann hafi brugðist við beiðnum um að gera eitthvað og haft öryggi farþega í huga auk þess sem börn hafi verið hrædd.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Flugdólgur bundinn niður í flugi WOW Air Farþegar WOW Air neyddust til þess að binda niður flugdólg í flugi félagsins frá Alicante til Keflavíkur. 8. júlí 2018 16:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Flugdólgur bundinn niður í flugi WOW Air Farþegar WOW Air neyddust til þess að binda niður flugdólg í flugi félagsins frá Alicante til Keflavíkur. 8. júlí 2018 16:30