Björgvin settur í agabann vegna misnotkunar á róandi lyfjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júlí 2018 15:33 Björgvin Stefánsson spilaði síðast í tapleik gegn Víkingi en hann er búinn að skora þrjú mörk í sumar. vísir/bára Björgvin Stefánsson, framherji KR í Pepsi-deild karla í fótbolta, var settur í agabann vegna misnotkunar á róandi lyfjum, að því fram kemur í fréttatilkynningu frá Vesturbæjarliðinu. Björgvin var ekki með KR í leiknum gegn Val á fimmtudaginn í síðustu viku en Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, sagði í viðtali á Stöð 2 Sport fyrir leik að framherjinn væri í agabanni en gaf ekkert meira upp um það. Hann hefur ákveðið að leita sér aðstoðar sérfræðinga og verður því ekki með KR í baráttunni í Pepsi-deildinni á næstunni en fram kemur að KR-ingar ætla að aðstoða hann í einu og öllu við að ná bata. KR-ingar biðla til fjölmiðla um að gefa Björgvin andrými á næstunni til að vinna í sínum málum en Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, og Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, skrifa undir fréttatilkynninguna.Björgvin Stefánsson skrifaði undir við KR síðasta haust.Mynd/Twtter-síða KRÚr Haukum í KR Björgvin er 24 ára gamall kraftmikill og fljótur framherji sem var óvænt fenginn til KR frá Haukum í Inkasso-deildinni síðasta haust en hann skoraði fjórtán mörk í 19 leikjum í næstefstu deild á síðustu leiktíð. Hann hefur verið einn albesti leikmaður Inkasso-deildarinnar undanfarin ár en Björgvin varð markakóngur í henni árið 2015 með 20 mörk í 22 leikjum. Það varð til þess að hann fékk tækifæri hjá Val í Pepsi-deildinni sem ekkert varð úr en eftir að spila aðeins sex leiki fyrri hluta mótsins var hann lánaður til Þróttar þar sem að hann skoraði tvö mörk í tíu leikjum. Hann ákvað þá að fara aftur heim í Hauka þar sem hann komst á skrið á ný. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er mjög hrifinn af Björgvini sem leikmanni en þegar að hann þjálfaði Lilleström fór framherjinn þangað á reynslu og vildi Rúnar ganga frá kaupum á leikmanninum en það gekk ekki upp. Þegar að hann fékk svo tækifæri til að fá Björgvin til sín í KR lét hann það tækifæri ekki renna sér úr greipum. Björgvin er búinn að skora þrjú mörk í tíu leikjum í Pepsi-deildinni og eitt í tveimur leikjum í bikarnum fyrir Vesturbæjarliðið sem hefur í heildina ollið nokkrum vonbrigðum en Björgvin oft verið á meðal bestu manna liðsins þegar hann er í stuði.Gunnar Jarl og Þorvaldur ræddu málið í gærkvöldi.vísirGiskað í eyðurnar Agabann Björgvins var til umræðu í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi á Stöð 2 Sport. Hörður Magnússon, umsjónarmaður þáttarins, hafði farið í rannsóknarvinnu og reynt að fá uppgefna ástæðu agabannsins en greip í tómt. Þorvaldur Örlygsson notaði orðin „ólögleg lyf“ í fyrstu ræðu sinni aðspurður af Herði hvort agabönn hér á landi væru tíðari en annars staðar. „Það er jafnmikið af agabönnum hér og annars staðar. Mín skoðun er sú að því fleiri reglur sem þú hefur sem þjálfari því fleiri agabönn verða. Það segir sig sjálft að það eru hlutir sem leikmenn vita að þeir mega ekki gera. Þeir mega ekki fara yfir á rauðu ljósi og það má ekki taka ólögleg lyf,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er ekki bara leiðinlegt fyrir Björgvin heldur bara hópinn. Það er algjör óþarfi að vera gera eitthvað sem þarf að taka á. Þetta er ekki það langt mót að menn þurfi að brasa við það að setja á agabönn,“ bætti hann við. Gunnar Jarl Jónsson benti á að Ísland væri ekki stór land. Sögusagnir væru farnar á kreik en á endanum myndi sannleikurinn leka út. „Þú munt alltaf frétta ástæðuna á litla Íslandi. Það gefur augaleið að eitthvað átti sér stað og því miður verður fólk að fylla upp í eyðurnar,“ sagði Gunnar. Ekki þarf þó lengur að fylla upp í eyðurnar.KR-ingar ætla að hjálpa Björgvinivísir/andri marinóVingóður á skömmum tímaFréttatilkynning KR í heild sinni: „Eins og fram hefur komið var Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, í agabanni í leik liðsins gegn Val þann 5. júlí síðastliðinn. Í framhaldinu er rétt að greina frá því að Björgvin hefur ákveðið að leita sér aðstoðar sérfræðinga vegna misnotkunar á róandi lyfjum sem var ástæða agabannsins. Hann mun því ekki taka þátt í leikjum KR á næstunni. KR mun aðstoða Björgvin í einu og öllu við að ná bata. Allir KR-ingar vonast til að sjá Björgvin fljótt aftur á knattspyrnuvellinum enda góður og hæfileikaríkur drengur sem hefur eignast marga góða vini og aðdáendur á skömmum tíma í KR. Þess er virðingarfyllst óskað að fjölmiðlar gefi Björgvini á næstunni svigrúm til að vinna í sínum málum. Fyrir hönd knattspyrnudeildar KR, Kristinn Kjærnested Formaður knattspyrnudeildar Rúnar Kristinsson Þjálfari meistaraflokks karla“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin: Giskað í eyðurnar um agabann Björgvins Björgvin Stefánsson, framherji KR, var í agabanni á móti Val. 10. júlí 2018 10:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Björgvin Stefánsson, framherji KR í Pepsi-deild karla í fótbolta, var settur í agabann vegna misnotkunar á róandi lyfjum, að því fram kemur í fréttatilkynningu frá Vesturbæjarliðinu. Björgvin var ekki með KR í leiknum gegn Val á fimmtudaginn í síðustu viku en Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, sagði í viðtali á Stöð 2 Sport fyrir leik að framherjinn væri í agabanni en gaf ekkert meira upp um það. Hann hefur ákveðið að leita sér aðstoðar sérfræðinga og verður því ekki með KR í baráttunni í Pepsi-deildinni á næstunni en fram kemur að KR-ingar ætla að aðstoða hann í einu og öllu við að ná bata. KR-ingar biðla til fjölmiðla um að gefa Björgvin andrými á næstunni til að vinna í sínum málum en Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, og Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, skrifa undir fréttatilkynninguna.Björgvin Stefánsson skrifaði undir við KR síðasta haust.Mynd/Twtter-síða KRÚr Haukum í KR Björgvin er 24 ára gamall kraftmikill og fljótur framherji sem var óvænt fenginn til KR frá Haukum í Inkasso-deildinni síðasta haust en hann skoraði fjórtán mörk í 19 leikjum í næstefstu deild á síðustu leiktíð. Hann hefur verið einn albesti leikmaður Inkasso-deildarinnar undanfarin ár en Björgvin varð markakóngur í henni árið 2015 með 20 mörk í 22 leikjum. Það varð til þess að hann fékk tækifæri hjá Val í Pepsi-deildinni sem ekkert varð úr en eftir að spila aðeins sex leiki fyrri hluta mótsins var hann lánaður til Þróttar þar sem að hann skoraði tvö mörk í tíu leikjum. Hann ákvað þá að fara aftur heim í Hauka þar sem hann komst á skrið á ný. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er mjög hrifinn af Björgvini sem leikmanni en þegar að hann þjálfaði Lilleström fór framherjinn þangað á reynslu og vildi Rúnar ganga frá kaupum á leikmanninum en það gekk ekki upp. Þegar að hann fékk svo tækifæri til að fá Björgvin til sín í KR lét hann það tækifæri ekki renna sér úr greipum. Björgvin er búinn að skora þrjú mörk í tíu leikjum í Pepsi-deildinni og eitt í tveimur leikjum í bikarnum fyrir Vesturbæjarliðið sem hefur í heildina ollið nokkrum vonbrigðum en Björgvin oft verið á meðal bestu manna liðsins þegar hann er í stuði.Gunnar Jarl og Þorvaldur ræddu málið í gærkvöldi.vísirGiskað í eyðurnar Agabann Björgvins var til umræðu í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi á Stöð 2 Sport. Hörður Magnússon, umsjónarmaður þáttarins, hafði farið í rannsóknarvinnu og reynt að fá uppgefna ástæðu agabannsins en greip í tómt. Þorvaldur Örlygsson notaði orðin „ólögleg lyf“ í fyrstu ræðu sinni aðspurður af Herði hvort agabönn hér á landi væru tíðari en annars staðar. „Það er jafnmikið af agabönnum hér og annars staðar. Mín skoðun er sú að því fleiri reglur sem þú hefur sem þjálfari því fleiri agabönn verða. Það segir sig sjálft að það eru hlutir sem leikmenn vita að þeir mega ekki gera. Þeir mega ekki fara yfir á rauðu ljósi og það má ekki taka ólögleg lyf,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er ekki bara leiðinlegt fyrir Björgvin heldur bara hópinn. Það er algjör óþarfi að vera gera eitthvað sem þarf að taka á. Þetta er ekki það langt mót að menn þurfi að brasa við það að setja á agabönn,“ bætti hann við. Gunnar Jarl Jónsson benti á að Ísland væri ekki stór land. Sögusagnir væru farnar á kreik en á endanum myndi sannleikurinn leka út. „Þú munt alltaf frétta ástæðuna á litla Íslandi. Það gefur augaleið að eitthvað átti sér stað og því miður verður fólk að fylla upp í eyðurnar,“ sagði Gunnar. Ekki þarf þó lengur að fylla upp í eyðurnar.KR-ingar ætla að hjálpa Björgvinivísir/andri marinóVingóður á skömmum tímaFréttatilkynning KR í heild sinni: „Eins og fram hefur komið var Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, í agabanni í leik liðsins gegn Val þann 5. júlí síðastliðinn. Í framhaldinu er rétt að greina frá því að Björgvin hefur ákveðið að leita sér aðstoðar sérfræðinga vegna misnotkunar á róandi lyfjum sem var ástæða agabannsins. Hann mun því ekki taka þátt í leikjum KR á næstunni. KR mun aðstoða Björgvin í einu og öllu við að ná bata. Allir KR-ingar vonast til að sjá Björgvin fljótt aftur á knattspyrnuvellinum enda góður og hæfileikaríkur drengur sem hefur eignast marga góða vini og aðdáendur á skömmum tíma í KR. Þess er virðingarfyllst óskað að fjölmiðlar gefi Björgvini á næstunni svigrúm til að vinna í sínum málum. Fyrir hönd knattspyrnudeildar KR, Kristinn Kjærnested Formaður knattspyrnudeildar Rúnar Kristinsson Þjálfari meistaraflokks karla“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin: Giskað í eyðurnar um agabann Björgvins Björgvin Stefánsson, framherji KR, var í agabanni á móti Val. 10. júlí 2018 10:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Pepsi-mörkin: Giskað í eyðurnar um agabann Björgvins Björgvin Stefánsson, framherji KR, var í agabanni á móti Val. 10. júlí 2018 10:00