Greiðslubyrði fjölskyldna hér á landi hefur minnkað Sveinn Arnarsson skrifar 11. júlí 2018 06:00 Hópur ungs fólks með neysluskuldir fer stækkandi. Umboðsmaður skuldara hefur áhyggjur og vill skoða þann hóp gaumgæfilega. VÍSIR/DANÍEL Greiðslubyrði um helmings fjölskyldna á Íslandi er undir tíu prósentum af ráðstöfunartekjum þeirra, sem verður að teljast afar lágt. Aðeins sjö prósent fjölskyldna á Íslandi voru með háa greiðslubyrði, eða yfir 60 prósent af ráðstöfunartekjum fjölskyldunnar í hverjum mánuði. Á síðustu fjórum árum hefur fjölskyldum með lága greiðslubyrði fjölgað. Þetta kemur fram í nýjum hagtíðindum Hagstofu Íslands í bráðabirgðaniðurstöðum um skuldir og greiðslubyrði fjölskyldna á Íslandi á árunum 2015 til 2018. Niðurstöðurnar eru hluti af rannsókn Hagstofu um skuldir heimila sem stjórnvöld fyrirskipuðu. Í hópi fjölskyldna með lága greiðslubyrði eru meðal annars þeir sem eiga annaðhvort skuldlausa fasteign eða eiga ekki fasteign. Sex af hverjum tíu fjölskyldum með mjög lága greiðslubyrði eiga ekki fasteign. Einnig er mikill munur á greiðslubyrði fjölskyldna eftir því hvort börn eru í fjölskyldunni. Sex af hverjum tíu fjölskyldum án barna eru með lága greiðslubyrði. Ástæða þess gæti verið sú að hjón með börn eru líklegri til að búa í stærra húsnæði. Hjón án barna eru svo að einhverju leyti fullorðin hjón sem hafa greitt skuldir sínar og börnin eru flogin úr hreiðrinu.Ásta Sigrún Helgadóttir er umboðsmaður skuldara.Vísir/valgarðurÞrátt fyrir að vel gangi almennt í íslensku efnahagslífi og að í heildina batni lífskjör íslenskra fjölskyldna eru enn margir sem eiga í erfiðleikum. Í júní bárust umboðsmanni skuldara 94 umsóknir um úrræði. Þar af eru 28 um greiðsluaðlögun. Þar sem greiðslubyrði er aðeins reiknuð út frá skuldum og tekjum getur það ekki sagt alla söguna. Til að mynda getur fjölskylda á leigumarkaði skuldað lítið og af þeim sökum haft lága greiðslubyrði vegna skulda. Hins vegar geta tekjur hennar ekki nægt fyrir útgjöldum vegna leigu og annars kostnaðar. „Þetta rímar við það sem við sjáum í okkar skjólstæðingahópi,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. „Meirihlutinn sem kemur til okkar er fólk sem er á leigumarkaði sem nær ekki endum saman. Eftir hrun var fólk að koma með fasteignalán en sá hópur hefur minnkað. Hins vegar er áhyggjuefni að sjá að hópur ungs fólks með neysluskuldir er að stækka og þurfum við að skoða þann hóp gaumgæfilega.“ Algengast í gögnunum eru að hjón án barna séu með skuldastöðu undir 50 prósentum af ráðstöfunartekjum. Hjón með börn hins vegar eru líklegri til að vera með skuldastöðu sem nemur einföldum til þreföldum ráðstöfunartekjum á ári Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00 Húsaleiga hækkað mun meira en kaupverð íbúða Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hafði í maí síðastliðnum hækkkað um 7,2 prósent frá því í maí í fyrra en á sama tíma hefur verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu aðeins hækkað um 2,9 prósent. 26. júní 2018 08:58 Gætu sett fjármuni í leigufélög Framkvæmdastjóri LSR útilokar ekki að sjóðurinn komi að fjármögnun íbúðafélaga, en segir bréfin í Heimavöllum hafi verið of dýr. 1.400 íbúðir byggðar í fyrsta áfanga Bjargs, leiguíbúðafélags án hagnaðarmarkmiða. 20. júní 2018 07:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Greiðslubyrði um helmings fjölskyldna á Íslandi er undir tíu prósentum af ráðstöfunartekjum þeirra, sem verður að teljast afar lágt. Aðeins sjö prósent fjölskyldna á Íslandi voru með háa greiðslubyrði, eða yfir 60 prósent af ráðstöfunartekjum fjölskyldunnar í hverjum mánuði. Á síðustu fjórum árum hefur fjölskyldum með lága greiðslubyrði fjölgað. Þetta kemur fram í nýjum hagtíðindum Hagstofu Íslands í bráðabirgðaniðurstöðum um skuldir og greiðslubyrði fjölskyldna á Íslandi á árunum 2015 til 2018. Niðurstöðurnar eru hluti af rannsókn Hagstofu um skuldir heimila sem stjórnvöld fyrirskipuðu. Í hópi fjölskyldna með lága greiðslubyrði eru meðal annars þeir sem eiga annaðhvort skuldlausa fasteign eða eiga ekki fasteign. Sex af hverjum tíu fjölskyldum með mjög lága greiðslubyrði eiga ekki fasteign. Einnig er mikill munur á greiðslubyrði fjölskyldna eftir því hvort börn eru í fjölskyldunni. Sex af hverjum tíu fjölskyldum án barna eru með lága greiðslubyrði. Ástæða þess gæti verið sú að hjón með börn eru líklegri til að búa í stærra húsnæði. Hjón án barna eru svo að einhverju leyti fullorðin hjón sem hafa greitt skuldir sínar og börnin eru flogin úr hreiðrinu.Ásta Sigrún Helgadóttir er umboðsmaður skuldara.Vísir/valgarðurÞrátt fyrir að vel gangi almennt í íslensku efnahagslífi og að í heildina batni lífskjör íslenskra fjölskyldna eru enn margir sem eiga í erfiðleikum. Í júní bárust umboðsmanni skuldara 94 umsóknir um úrræði. Þar af eru 28 um greiðsluaðlögun. Þar sem greiðslubyrði er aðeins reiknuð út frá skuldum og tekjum getur það ekki sagt alla söguna. Til að mynda getur fjölskylda á leigumarkaði skuldað lítið og af þeim sökum haft lága greiðslubyrði vegna skulda. Hins vegar geta tekjur hennar ekki nægt fyrir útgjöldum vegna leigu og annars kostnaðar. „Þetta rímar við það sem við sjáum í okkar skjólstæðingahópi,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. „Meirihlutinn sem kemur til okkar er fólk sem er á leigumarkaði sem nær ekki endum saman. Eftir hrun var fólk að koma með fasteignalán en sá hópur hefur minnkað. Hins vegar er áhyggjuefni að sjá að hópur ungs fólks með neysluskuldir er að stækka og þurfum við að skoða þann hóp gaumgæfilega.“ Algengast í gögnunum eru að hjón án barna séu með skuldastöðu undir 50 prósentum af ráðstöfunartekjum. Hjón með börn hins vegar eru líklegri til að vera með skuldastöðu sem nemur einföldum til þreföldum ráðstöfunartekjum á ári
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00 Húsaleiga hækkað mun meira en kaupverð íbúða Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hafði í maí síðastliðnum hækkkað um 7,2 prósent frá því í maí í fyrra en á sama tíma hefur verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu aðeins hækkað um 2,9 prósent. 26. júní 2018 08:58 Gætu sett fjármuni í leigufélög Framkvæmdastjóri LSR útilokar ekki að sjóðurinn komi að fjármögnun íbúðafélaga, en segir bréfin í Heimavöllum hafi verið of dýr. 1.400 íbúðir byggðar í fyrsta áfanga Bjargs, leiguíbúðafélags án hagnaðarmarkmiða. 20. júní 2018 07:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00
Húsaleiga hækkað mun meira en kaupverð íbúða Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hafði í maí síðastliðnum hækkkað um 7,2 prósent frá því í maí í fyrra en á sama tíma hefur verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu aðeins hækkað um 2,9 prósent. 26. júní 2018 08:58
Gætu sett fjármuni í leigufélög Framkvæmdastjóri LSR útilokar ekki að sjóðurinn komi að fjármögnun íbúðafélaga, en segir bréfin í Heimavöllum hafi verið of dýr. 1.400 íbúðir byggðar í fyrsta áfanga Bjargs, leiguíbúðafélags án hagnaðarmarkmiða. 20. júní 2018 07:00