Bjóða gestum að baða sig í volgum vökum úti í vatni Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2018 11:30 Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Vök-Baths Stöð 2/Arnar Halldórsson. Framkvæmdir eru hafnar við nýjan baðstað í útjaðri Egilsstaða, sem fullyrt er að verði einstakur, en þar munu gestir upplifa það að baða sig í vökum úti í vatni. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Urriðavatn er lítil vin um fimm kílómetra utan við Egilsstaði en það sem gerir vatnið sérstakt er jarðhitinn sem þar finnst á botninum. Vakir sem mynduðust á veturna kveiktu þá hugmynd upp úr 1960 að nýta mætti heita vatnið. Holur voru boraðar og hitaveita lögð, sem vermir nú heimili þrjúþúsund íbúa á Egilsstöðum og nágrenni. En nú hefur verið ákveðið að nýta þessar óvenjulegu aðstæður í þágu ferðamanna, áformað er að þarna verði opnaður baðstaður að ári. Heiður Vigfúsdóttir stýrir verkefninu.Byrjað er að grafa fyrir grunni baðstaðarins við Urriðavatn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þennan stað köllum við Vök-Baths,“ segir Heiður en nafnið vísar til vakanna sem nefndar voru Tuskuvakir þegar ísinn lagði á veturna. „Upplifunin mun miða svolítið að því að leyfa fólki að baða sig í endurgerðum vökum hérna úti í Urriðavatni.“ Grafískar myndir sýna hvernig gestir eiga að geta baðað sig í fljótandi vökum úti í vatninu allan ársins hring.Svona er áætlað að baðstaðurinn Vök-Baths líti út.Grafík/Basalt arkitektar.„Þetta verður alls ekki eins og sundlaug. Þetta verður algerlega einstakt,“ segir Heiður. Áætlað er að uppbyggingin kosti um einn milljarð króna en fjárfestar eru reyndir í geiranum. Sá stærsti er Jarðböðin í Mývatnssveit. „Og þar í rauninni í gegnum kemur Bláa lónið. Þá erum við í rauninni komin með mjög reynslumikla einstaklinga um borð í verkefnið, sem er mjög mikilvægt. Og restin af fjárfestahópnum eru aðallega heimamenn.“Baðstaðurinn mun falla inn í landslagið við vatnsbakkann, samkvæmt þessari grafísku mynd.Grafík/Basalt arkitektar.Á veitingastað kynnast gestir íslensku jarðhitavatni sem er svo hreint að það er vottað til drykkjar. Heiður segir staðinn spennandi viðbót fyrir Héraðið. „Þannig að það verður æðislegt að fá verkefni sem þetta sem svona segul þannig að fólk dragist inn á svæðið. Því að vissulega þegar fólk er komið hingað þá er alveg ofboðslega margt að gera,“ segir Heiður.Á veitingastað verður náttúrulegt heitt vatn haft í öndvegi.Grafík/Vök-Baths.Og það munar um störfin sem skapast en áætlað er að starfsmenn verði átta til tíu talsins. „Sem er bara virkilega stór vinnustaður með tilliti til fólksfjölda hér fyrir austan.“ Frétt Stöðvar 2 með loftmyndum af svæðinu má sjá hér: Fljótsdalshérað Sundlaugar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við nýjan baðstað í útjaðri Egilsstaða, sem fullyrt er að verði einstakur, en þar munu gestir upplifa það að baða sig í vökum úti í vatni. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Urriðavatn er lítil vin um fimm kílómetra utan við Egilsstaði en það sem gerir vatnið sérstakt er jarðhitinn sem þar finnst á botninum. Vakir sem mynduðust á veturna kveiktu þá hugmynd upp úr 1960 að nýta mætti heita vatnið. Holur voru boraðar og hitaveita lögð, sem vermir nú heimili þrjúþúsund íbúa á Egilsstöðum og nágrenni. En nú hefur verið ákveðið að nýta þessar óvenjulegu aðstæður í þágu ferðamanna, áformað er að þarna verði opnaður baðstaður að ári. Heiður Vigfúsdóttir stýrir verkefninu.Byrjað er að grafa fyrir grunni baðstaðarins við Urriðavatn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þennan stað köllum við Vök-Baths,“ segir Heiður en nafnið vísar til vakanna sem nefndar voru Tuskuvakir þegar ísinn lagði á veturna. „Upplifunin mun miða svolítið að því að leyfa fólki að baða sig í endurgerðum vökum hérna úti í Urriðavatni.“ Grafískar myndir sýna hvernig gestir eiga að geta baðað sig í fljótandi vökum úti í vatninu allan ársins hring.Svona er áætlað að baðstaðurinn Vök-Baths líti út.Grafík/Basalt arkitektar.„Þetta verður alls ekki eins og sundlaug. Þetta verður algerlega einstakt,“ segir Heiður. Áætlað er að uppbyggingin kosti um einn milljarð króna en fjárfestar eru reyndir í geiranum. Sá stærsti er Jarðböðin í Mývatnssveit. „Og þar í rauninni í gegnum kemur Bláa lónið. Þá erum við í rauninni komin með mjög reynslumikla einstaklinga um borð í verkefnið, sem er mjög mikilvægt. Og restin af fjárfestahópnum eru aðallega heimamenn.“Baðstaðurinn mun falla inn í landslagið við vatnsbakkann, samkvæmt þessari grafísku mynd.Grafík/Basalt arkitektar.Á veitingastað kynnast gestir íslensku jarðhitavatni sem er svo hreint að það er vottað til drykkjar. Heiður segir staðinn spennandi viðbót fyrir Héraðið. „Þannig að það verður æðislegt að fá verkefni sem þetta sem svona segul þannig að fólk dragist inn á svæðið. Því að vissulega þegar fólk er komið hingað þá er alveg ofboðslega margt að gera,“ segir Heiður.Á veitingastað verður náttúrulegt heitt vatn haft í öndvegi.Grafík/Vök-Baths.Og það munar um störfin sem skapast en áætlað er að starfsmenn verði átta til tíu talsins. „Sem er bara virkilega stór vinnustaður með tilliti til fólksfjölda hér fyrir austan.“ Frétt Stöðvar 2 með loftmyndum af svæðinu má sjá hér:
Fljótsdalshérað Sundlaugar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?