Fótbolti

66 ástæður til að vera stolt, þakklát og bjartsýn fyrir hönd enska liðsins

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Harry Kane og félagar eiga enn séns á bronsinu.
Harry Kane og félagar eiga enn séns á bronsinu. Vísir/Getty
HM-draumur Englendinga dó í gærkvöldi þegar að liðið tapaði, 2-1, fyrir Króatíu í framlengdum undanúrslitaleik. Í staðinn fyrir að spila um gullið eins og 1966 þegar að England varð heimsmeistari í fyrsta og eina sinn bíður þess leikur um bronsið.

The Telegraph hjálpar þó enskum að vera bjartsýnir fyrir hönd enska liðsins er horft er fram veginn til HM í Katar 2022. Blaðið listar upp 66 ástæður fyrir því að Englendinar eigi að vera stoltir, þakklátir og bjartsýnir fyrir hönd þessa unga liðs.

Númer eitt er að margir ungir leikmenn stigu sín fyrstu spor á stóra sviðinu og stóðu sig vel. Flestir leikmenn liðsins eru svo taldir upp en fyrst er minnst á Kieran Tripper og Jesse Lingard.

Englendingar eiga að vera spenntir fyrir aldri liðsins en leikmennirnir verða flestir á hátindi ferilsins í Katar eftir fjögur ár og geta þá jafnvel farið alla leið og unnið mótið.

Hér má sjá ástæðurnar 66 fyrir því að England verður á toppnum næstu árin að mati Telegraph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×